Karl Ágúst Úlfsson

Mér þykir ómaklega vegið að faglegum heiðri og persónu Karls Ágústs Úlfssonar víða á blogginu um þessar mundir. Karl hefur útskýrt sitt mál. Karl Ágúst hefur skemmt Íslendingum í fjölda ára með hjálp samstarfsmanna úr Spaugstofunni. Ég efast um að nokkur íslendingur haf áorkað að framleiða jafn mikið af skemmtilegu og vel unnu efni á heilli æfi og Karl hefur gert þessi ár sem aðal handritahöfundur Spaugstofunnar. Einhvertíma var sagt um Ómar Ragnarsson að hann væri margfaldur miljónamæringur ef hann hefði ekki verið svo óheppinn að fæðast inn í okkar litla málsamfélag. Það sama gildir um Karl Ágúst Úlfsson.

Þættir á borð við Spaugstofuna eru í flestum löndum með marga handritahöfunda. Það er fullkomlega óskiljanlegt hvernig Karli hefur tekist að halda út öll þessi ár. Auðvita hlýtur það að gerast með jöfnu millibili, sem nú hefur gerst. Það er ekki hægt að halda úti svona þætti í ára raðir án þess að fara oft yfir mörk sumra og stundum yfir mörk margra.

Ég hef lengi beðið eftir skáldsögu eða leikriti frá Karli Ágústi. Vonandi fær Karl viðurkenningu sem fyrst í formi veglegra listamannalauna til 3-5 ára svo hann geti helgað sig skrifum "í alvöru". Hann getur þá tekið sér verðskuldaða hvíld frá Spaugstofunni, þó ég og margir með mér myndu sakna hans sárlega.

Ég hlakka þegar til næstu spaugstofu - og til að fyrirbyggja allan misskilning þá hefur mín fjölskylda fengið sinn skerf af háði úr salarkynnum Spaugstofunnar.

Lifi fjalldrapinn!


mbl.is Spaugstofan sér ekki eftir neinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jú, þeir þola þetta nú áreiðanlega.

En ég hef séð færslur og athugasemdir með þvílíku skítkasti og aðdróttunum um persónu Karls að mér hreinlega ofbauð. Færslur sem ég ætla EKKI að hafa eftir hér.

Ásgeir Rúnar Helgason, 29.1.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég vona að hann KÁG verði nú ekki skemmdur með ofeldi ríkisspenans...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.1.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK, J. Einar Valur:

Point taken!

Ásgeir Rúnar Helgason, 29.1.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég horfði  nú loksins á umræddan þátt í gærkvöldi og fannst hann í lagi. Skrítin kona ég. Fannst þarna margir góðir sketsar en líka leiðinlegir inn á milli, enda er spaugstofan oftast misgóð. Skil ekki öll lætin í gær og fyrradag á netinu um þennan þátt, ég held að enginn þurfi að biðjast afsökunar. Mér fannst ekkert að mér vegið þó svo að ég sé búin að ganga í gegnum depurð, þunglyndi ofl.  Þetta var bara grín á klikkaða atburði, hvernig átti þetta annars að vera? Kveðja til þín minn kæri.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Virkilega gott framtak hjá spaugstofumönnum að tala um felumálið, geðræn vandamál eða bara andlegt áfall.

Flestir ef ekki allir lenda í svona áföllum einhvern tímann á ævinni, við verðum fyrir slysum , missum nákomna og svo framvegis.

Afskaplega eðlilegt mál, og óeðlilegt að ráðast á þá fyrir að fjalla um þetta.

Ólafur getur líka sjálfum sér um kennt fyrir að vera að sækja í áberandi pólitíska stöðu, og reina að pukrast með þetta allt saman frá upphafi.

Ef menn koma strax hreint fram og af hreinskilni, hef ég ekki betur séð en þeim sé sýndur skilningur, en pukrarar hafa ávallt fengið óvæga meðferð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 00:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband