23.5.2008 | 07:43
Er fíkla stimpillinn hindrun fyrir suma?
Auka þarf framboð á annarskonar meðferðarnálgun en þeirri sem SÁÁ bíður uppá, sem byggir m.a. á því að fólk verður að "viðurkenna alkóhólisma" til að hægt sé að fara að vinna í málinu. Stuðningur til að breyta lífsstíl ÁÐUR en allt er komið í ræsið er mikilvæg viðbót við það sem SÁÁ bíður uppá.
Í Svíþjóð hef ég umsjón með þróun sænska Áfengissímans (Alkohollinjen). Þar er fólki boðið að skrá sig í meðferð/stuðning gegnum síma. Hægt er að velja nafnleynd en flestir vilja koma fram undir nafni, enda gildir fullur trúnaður eins og á öðrum "stofnunum" heilbrigðiskerfisins.
Margir þeirra sem hringja eru komnir alllangt í sinni neyslu en hafa samt aldrei tekið skrefið og farið í hefðbundna meðferð. Flestir þessara einstaklinga eru hræddir við alkahólista/fíkla stimpillinn. Stimpillinn stendur því í veginum fyrir að þetta fólk leyti sér aðstoðar þó það finni hjá sér þörf. Áfengissíminn flýtir því fyrir og er jafnvel forsenda fyrir bataþróun í þessum stóra hópi ofneytenda.
Aðrir eru langt frá því að vera komnir svo langt í neyslunni að geta kallast alkóhólistar, en hafa áhyggjur af því að neyslan sé að fara úr böndunum. Forvarnastarfið sem Áfengissíminn vinnur með þessum hópi kemur vonandi í veg fyrir að margir þeirra þrói alkóhólisma. Árangursmatið mun gefa okkur svör við því er fram líða stundir.
Sænski Áfengissíminn vinnur eftir meðferðarstefnu sem byggir á Hvetjandi Samtalstækni (Motivational Interviewing). Rannsóknir á árangurmati þar sem 12 spora kerfið er borið saman við Hugræna atferlismeðferð og Hvetjandi Samtal sýna að þessar 3 aðferðir gefa nákvæmlega sama meðferðarárangur. Þó er líklegt að mismunandi aðferðir henti mismunandi einstaklingum.
Það er því æskilegt að auka fjölbreytni í meðferðarúrræðum.
Sjá nánar um hugmyndafræði HVETJANDI SAMTAL HÉR
P.S: Vinsamlega athugið að bloggsíðan er "biluð" og það er með herkjum að ég geti loggað inn. Þetta hefur verið vandamál í nokkrar vikur og mbl hefur enn ekki getað fundið lausn á vandanum. Ég get t.d. bara loggað inn með því að blogga frétt og þá ekki loggað inn aftur til að svara athugasemdum.
Fíklar fyrr veikir og veikari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert. Mér hefur alltaf fundist svolítið skrýtið að taka alla og setja þá inn á sjúkrahús í slopp í afvötnun. Sumir eru þannig staddir að þeir þurfa fyrst og fremst hjálp til að hætta ákveðnu lífsmynstri og taka upp nýja og hollari hætti og þeir eru ekki líkamlega háðir áfengi.
Steingerður Steinarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:34