Peningar Íslendinga í útlöndum & endurkoma Norðurlanda

Yfirgangur, hömluleysi og skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni eru eiginleikar sem einkenna þá mynd sem aðrar norðurlandaþjóðir hafa af íslenskum peningamönnum. Ef Íslenskir auðmenn hafa snefil af sómakennd ber þeim skylda til að flytja heim til Íslands bróðurpartinn af því sparifé sem þeir eiga í útlöndum í erlendri mynt, nú þegar Ríkissjóður þarf á því að halda að auka gjaldeyrisforðann. Sjálfur hef ég orðið við áskorun um að leggja mitt af mörkunum og flytja heim erlent sparifé. Þó það muni ekki mikið um mína aura tel ég það vera siðferðislega skyldu mína sem íslendings.  Fyrir nokkru bar leiðari sænska stórblaðsins Dagens Nyheter fyrirsögnina “Nordens återkomst” (endurkoma Norðurlanda).  Margir sáu það í hendi sér þegar Svíþjóð, Danmörk og Finnland gengu í Evrópuandalagið að þörfin fyrir norrænt samstarfi myndi aukast verulega.  Norðurlönd hlytu að byggja á langri hefð og nýta sér samtakamátt sinn til að tryggja hagsmuni okkar litlu þjóða í heimi stórra bandalaga.  Ráðandi stjórnmálamenn virtust hins vegar vera á öðru máli og töluðu gjarna um minnkandi þörf á norrænu samstarfi. Nú er annað hljóð komið í strokkinn. Hveitibrauðsdagar litlu Norðurlandaþjóðanna og Evrópubandalagsins eru liðnir og hversdagslífið tekið við. Þá vakna stjórnmálamenn úr dvalanum, líta sér nær og vilja efla fjölskylduböndin.  

Greiðvikni stóru norrænu seðlabankanna við litla bróður í vestri er lýsandi dæmi um norræna samvinnu eins og hún gerist best.

En hvernig væri að Íslendingar sjálfir, ekki síst íslenskir auðmenn leggðu sín lóð á vogaskálarnar í stað þess að reka upp hræðsluóp og krefjast inngöngu í Evrópubandalagið. Eða er það kannski til þess sem leikurinn er gerður, að reyna að hræða almenning á Íslandi inn í Evrópubandalagið?
mbl.is Bankastjórar eru ánægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góð greining

Verst finnst mér að vita þessa ímyndar Íslendinga skrá lögheimili sitt erlendis, til að þurfa ekki einu sinni að greiða skatta til samfélagsins sem menntaði þá og nærði, svo kemur þetta lið vælandi til Íslands á efri árum og leggst eins og blóðsugur á samhjálparkerfið sem við höfum verið að byggja upp á okkar skattpíndu lúsalaunum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.5.2008 kl. 11:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband