Miklir náttúruhagsmunir í húfi

allemansrättÞað væri stórslys ef náttúruperlan Höfði í Mývatnssveit lenti í einkaeign. Hér eru miklir náttúruhagsmunir í húfi. Ekki bara fyrir Mývetninga heldur alla Íslendinga. Sjálfur er ég alinn upp með stóra upplitaða mynd frá Höfða sem eitt helsta stofustássið hennar mömmu gömlu.

Það er erfitt að setja sig inní svona mál úr fjarlægð. Er engin pólitísk eining á svæðinu um að sveitafélögin komi sameiginlega að málinu og tryggi að náttúruperlan haldist í almannaeigu?

Getur einhver upplýst mig um bankareikning Höfðafélagsins?


mbl.is Félag um kaup á hluta Höfða við Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll, skrifaðu Ásgeiri Böðvarssyni, lækni, sem er formaður félagsins: asgeir.b@simnet.is

Ég er ekki viss um að einkaaðili sem myndi kaupa landið af núverandi eigendum þess, erfingjum Guðrúnar Pálsdóttur, geti nýtt það til mikils þar sem fara þarf eftir þröngum vegi og vatnið og vatnsbakkinn eru friðuð með lögum, sem nýlega var breytt þannig að friðunin á vatninu sjálfu og bakkanum er sterkari ef eitthvað er en með fyrri lögum. En það gætu orðið alls konar leiðindi.

Kveðjur frá Mývetningi

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.5.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alveg sammála Ásgeir. Ég vil sjá Höfða í eigu íslenska ríkisins.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll Ingólfur nafni Jóhannesson, ég sendi nafna Böðvarssyni línu.

Steingerður, lif þú heil.

Ásgeir Rúnar Helgason, 27.5.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Bankanúmer Höfðafélagsins er = 1110-05-402540

Kennitala = 631106-1100

Hef þetta eftir bestu heimildum.

Vilhelmina af Ugglas, 1.6.2008 kl. 18:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband