Blekking

Það er sérkennileg hugsun að halda því fram að einhverjir einstaklingar “eigi” fjármagnið í efnahagskerfinu og geti ráðstafað því að eigin geðþótta. Fyrirtæki eru, eins og flestum ætti nú að vera ljóst eftir hamagang undanfarinna mánaða, yfirleitt fjármögnuð með lánum úr sameiginlegum sjóðum.

 

dinnerÞegar fyrirtæki notar peninga til að greiða dýrar máltíðir og eðalvín eða til að leigja skemmtisnekkjur og einkaþotur eða til að kaupa sér velvilja stjórnmálaflokka, er verið að bruðla með fé skattgreiðenda. Að koma hagnaði undan skatti á þennan hátt er siðlaust. Að leyfa fyrirtækjum í “einkaeign” að stuðla að uppbyggingu vissra stjórnmálaafla með því að koma hagnaði undan skatti er hættulegt lýðræðinu.

 

Því er gjarna haldið fram að heilbrigðisstarfsfólk sé að bruðla með fé skattgreiðenda þegar láglaunafólki sem þar vinnur er boðið í veislu einu sinni á ári. En það hefur þótt sjálfsagt að fyrirtæki í svokallaðri “einkaeign” bjóði viðskiptavinum sínum og starfsfólki uppá hverslags trakteringar á kostnað skattgreiðenda. Slíkt er óskiljanlegt. Það er nefnilega enginn munur á peningur skattgreiðenda og vangoldnum sköttum.

Fjármagnið í kerfinu er eins og súrefnið í líkamanum. Allar frumurnar þurfa á því að halda og eiga það sameiginlega, þó lungun hafi það hlutverk að anda því inn og rauðu blóðkornin beri það um líkamann. Einkaeign fjármagns er blekking.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband