Af hverju ver ég Davíð?

Ég hef alltaf varið Davíð og talið hann samkvæman sjálfum sér og mun minni klækjaref en marga félaga mína á vinstri væng stjórnmálanna.

Hans stóru mistök voru að hlusta á og trúa Hannesi Hólmsteini. Davíð stuðlaði að því að sleppa fjármagninu lausu án þess að tryggja fyrirfram að settar yrðu reglur til að hemja græðgi og loftpeningafimleika fjármagnskapítalistanna. En ég held (og nú er eins gott að vera ekki á Íslandi), en ég held að hann hafi raunverulega trúað því að kapítalistarnir myndu láta þjóðarheill ráð ferðinni. Þar var hann einfeldningslegur eins og fleiri. En ég trúi því ennþá að Davíð sé í grundvallaratriðum heiðarlegur náungi og sjálfum sér samkvæmur. Ég held að hann stjórnist af réttlætistilfinningu og einlægum vilja til vinna þjóðinni vel, hvaða skoðun sem maður nú kann annars að hafa á hans sýn á réttu og röngu.

Fáir embættismenn hafa verið jafn lengi undir jafn mikilli pressu og Davíð undanfarna mánuði og auðvita hefur hann stundum komið með sérkennileg útspil, en hver myndi ekki gera það við slíkar aðstæður.

Það skal tekið fram að ég þekki Davíð akkúrat ekki neitt og hef bara einu sinni hitt hann í mýflugumynd á stigapalli þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík.

Og nú er eins gott að ég leyfi ekki athugasemdir á þessari síðu!


mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband