18.5.2009 | 11:01
Eignaupptaka Icelandair
Ég er í alvarlegri fýlu útí Icelandair. Ég lenti nefnilega í því fyrir nokkru að félagið gerði upptæka miða sem ég var búinn að kaupa, seldi þá líklega öðrum (?) og þvingaði mig svo til að borga auka miða til Stokkhólms. Þetta er alveg satt!
Forsaga málsins er sú að ég þurfti að fara heim til Íslands til að vinna í viku og ætlaði svo að vera í Stokkhólmi aðra viku og svo aftur á Íslandi eina viku eftir það.
Ég var því búinn að kaupa 2 miða báðar leiðir :
Miði 1: Stokkhólmur -Ísland - Stokkhómur
&
Miði 2: Stokkhólmur - Ísland - Stokkhólmur
Nú vildi svo til að vegna anna heima á Íslandi þá komst ég ekki út til Stokkhólms í lok fyrrri ferðarinnar. Ég hugsaði ekkert meira um það og leit svo á að þetta væri tapaður miði. Enda bara sjálfsagt að svo sé. Ég átti alltaf miða nr. 2 og vissi því (að ég hélt) að ég kæmist aftur til Stokkhólms að tveim vikum liðnum. Ég var jú búinn að borga miðann.
Það kom því verulega flatt uppá mig þegar ég kom útá völl og fékk að vita að ég ætti ekkert sæti bókað og miði 2 væri ónýtur vegna þess að ég hefði ekki nýtt mér ferðina frá Stokkhólmi til Íslands.
Hvernig átti ég að geta það? Ég var jú á Íslandi!
Jæja, eina leiðin til að komast aftur til Svíþjóðar var að kaupa einfaldan miða (miða 3) á rúmar 40.000 kr.
Ég var þá búinn að borga ca. 100.000 samanlagt fyrir eina ferð fram og til baka milli Stokkhólms og Íslands á túristklass.
Mér er algerlega ómögulegt að skilja viðskiptasiðferðið í þessu dæmi. Ég var búinn að borga fyrir sætin í miða 2 og það var engin skaði fyrir Icelandair þó ég hafi ekki notað nema annað sætið þ.e. sætið frá Íslandi til Stokkhólms. Enda gat ég eins og áður segir ekki notað hitt sætið þar sem ég var á Íslandi allan tímann.
Sem sagt óleysanlegt og óskiljanlegt.
Icelandair endurgreiddi mér skattinn af miða 3 eftir nokkuð þóf og segist hvorki vilja eða geta gert betur.
En ég vil fá allan þann miða endurgreiddan og formlega afsökun frá félaginu.
Kom forstjóra Icelandair ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook