4.11.2016 | 09:14
Erum við kannski að nota lyfin rétt?
Getur verið að það sé samband á milli mikillar lyfjanotkunar og þess að Íslendingar koma hæstir út úr prófum sem meta sálræna og líkamlega líðan fólks. Erum við kannski að nota lyfin rétt? Í stað þess að ofnota þau.
Umræða um fíkniefni og svokallað "læknadóp" ber alltof oft keim af fordómum, mannfyrirlitningu og hatri. Auðvita þurfa margir lyf til að vinna á vanlíðan, svefnleysi og verkjum. Meðtalin lyf gegn þunglyndi, ópíat (og kanabíót) lyf gegn krónískum verjum og vanlíðan, lyf gegn kvíða, streitu, maníu, svefntruflunum og ofvirkni.
Líklega eru mörg þessara lyfja "ávanabindandi". En allt tal um svokallað "læknadóp" er poppúlístísk hatursumræða, full af mannfyrirlitningu.
Vafasamt Norðurlandamet í lyfjanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2016 | 14:42
Grýla fjárglæframanna
Það er afar ógeðfelt að erlendir fjárglæframenn auglýsi í Íslenskum fjölmiðlum og noti mynd af Seðlabankastjóra Íslands eins og Grýlu til að reyna að hræða þjóðina. Gott hjá Fréttablaðinu að neita að birta áróðurinn. Skil ekkert í Mogganum að birta þetta. Er þetta löglegt? Er hægt að nota myndir af fólki á þennan hátt, að því forspurðu? Er ekki a.m.k. höfundaréttur á myndinni?
27.10.2016 | 17:44
Háir hælar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook
14.10.2016 | 11:09
Innanmein og taugaveiklun
Það er ekki svo ýkja langt síðan fólk dó umvörpum úr innanmeinum og öðrum dularfullum líkamskvillum. Þegar læknavísindum óx ásmegin fækkaði innanmeinum og sjúkdómsgreiningar urðu markvissari.
Skilningur á eðli og starfsemi líkamans gerði það kleift að greina og síðan meðhöndla sjúkdóma eins og krabbamein. Lækna sum mein og halda öðrum í skefjum. Þetta krafðist mikillar vinnu og fjárútláta. Meðhöndlun líkamlegra sjúkdóma tók jafnt og þétt stærri hluta þjóðarframleiðslunnar. Flestir voru sammála um að heilbrigði væri kjarninn í mannlegri tilvist, jafnvel tilgangur hennar. Það var því sjálfsagt að samfélagsarðurinn væri notaður til að byggja upp öfluga heilbrigðisþjónustu.
Sálfræðin á tímamótum
Þekking á eðli og starfsemi hugans er að mörgu leiti á álíka tímamótum í dag og skilningur okkar á eðli líkamlegra sjúkdóma var fyrir mörgum áratugum. Á svipaðan hátt og margir lífshættulegir líkamlegir sjúkdómar voru áður skilgreindir sem innanmein, var gjarna talað um taugaveiklun, móðursýki og æði þegar lýsa átti hugarástandi fólks. Í dag skiljum við betur hvernig heilinn og hugurinn virka og áttum okkur líka betur á því hvernig samspili þessara þátta við umhverfið er háttað.
Raunvísindaleg vinnubrögð verða sífellt algengari í sálfræðirannsóknum og raunprófuð meðferðaúrræði eru í mikilli þróun innan sálfræðinnar. En allt kostar þetta peninga.
Iðnaðurinn hefur um margt verið driffjöður í þróun læknisfræðilegra meðferða. Meðferðaform sem ekki er hægt að koma í verð t.a.m. með sölu nýrra lyfja og einkaleifa eða nýrrar tækni, hafa setið á hakanum. Þróun þeirra hefur því verið hægfara.
Það er ekki hægt að byggja upp raunvísindalega grundaða sálfræðimeðferð eða skilvirka sálfræðiþjónustu án þess að gert sé ráð fyrir því í fjárlögum, bæði til menntamála og félags- og heilbrigðismála.
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook
9.7.2016 | 19:32
Kirkjugrið
"Kirkjugrið fólust í að sá sem sóttur var með vopnavaldi mátti leita sér skjóls í kirkju eða kirkjugarði og naut friðhelgi meðan hann dvaldi þar."
Sjá nánar á Vísindavef = http://www.visindavefur.is/svar.php?id=71089
Það skipti engu máli hverjar trúar þeir voru sem leituðu griða.
Í löndum múslima eru sterkar hefðir fyrir því aðveita grið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook
21.6.2016 | 09:14
Hann kann að hlusta og greina flókin mál
Ég hef aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum og aldrei talað fyrir því að Ísland gangi í ESB (EU). Ég treysti Guðna best til að sætta andsæða póla. Guðni er vel að sér um íslenskt samfélag og vel áttaður í samfélagi þjóðanna. Hann kann að hlusta og greina flókin mál. Við þurfum forseta með þá eiginleika sem GuðniTh Jóhannesson býr yfir.
Þú ert ekki að stýra hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2016 | 21:47
Gott hjá mbl.
Ég hef verið að pirra mig undanfarið yfir umfjöllun Morgunblaðsins og vegna fréttaflutnings af framboðsmálum. En líka ber að hrósa þegar faglega er að málum staðið, eins og hér. Balanseruð og vel skrifuð umfjöllun.
Guðni með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2016 | 18:19
Fylgi Guðna stöðugt
Samkvæmt mbl. var Guðni með 55,1 % í síðustu könnun en 56% nú.
Gaman að sjá að Andri sækir í sig veðrið. Hann á það vel skilið.
mbl 14.6.2016:
"Mældist Guðni nú með 56% fylgi, þegar mælt var fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Fylgi Davíðs Oddssonar minnkaði og mælist hann með 16,1%, en 17,7% í síðustu könnun. Þau Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir bættu hins vegar við sig fylgi og er Andri nú með 13,1% fylgi og Halla 9,6%. Sturla Jónsson mælist með 2,9% fylgi. Aðrir frambjóðendur eru með minna fylgi."
mbl 13.6.2016:
"55,1% þeirra sem spurðir voru í þjóðmálakönnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Morgunblaðið sagðist myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson til embættis forseta Íslands ef kosið yrði í dag.
Fylgi Guðna er stöðugt frá síðustu könnun. Næstur á eftir Guðna er Davíð Oddsson sem hefur 15,9% stuðning og lækkar um 3,8 prósentustig frá síðustu könnun.
Halla Tómasdóttir bætir mestu fylgi við sig frá síðustu könnun, er nú með 12,3% fylgi, var 9,8% síðast. Halla er komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, sem var með tæp 12% síðast en lækkar núna niður í 11%. Aðrir frambjóðendur eru með samanlagt 5,7% fylgi, að því er fram kemur í umfjöllun um könnun þessa í Morgunblaðinu í dag."
Fylgi Guðna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook
13.6.2016 | 08:10
Leiðari Morgunblaðsins
Guðni TH Jóhannesson er ennþá langefstur þó Morgunblaðið virðist leita allra leiða til að koma höggi á hann. Í dag dregur leiðarahöfundur upp gamalt ágreiningsmál milli Guðna og Ögmundar Jónassonar um túlkun Icesave málsins. Auk þess hefur eintökum af blaðinu með neikvæðum ummælum um stöðu Guðna verið dreift frítt inná öll heimili landsmanna. En Þjóðin lætur auðvita ekki blekkjast.
Halla bætir við sig mestu fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2016 | 18:14
Þvættingur um Guðna Th og ESB
Það er sorglegt þegar ráðist er á frambjóðendur með lágkúru, lygum og þvættingi.
Hér er eitt sorglegt dæmi um slíkt =
http://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/#entry-2174194
4.6.2016 | 09:48
Kappræður eru ekki samræður
Gagnrýni á mótframbjóðendur er veikleikamerki sem flestir sjá í gegnum. Það er auðvita hlutverk stjórnenda þátta að koma með gagnrýnar spurningar, en sorglegt þegar frambjóðendur reyna að klóra til sín atkvæði með því að gagnrýna meðframbjóðendur.
Ég auglýsi eftir upplýsandi samræðum, ekki kappræðum.
Ekki mikill veigur í óumdeildum forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook
30.5.2016 | 07:45
Guðni sameinar
Afstaðan til þess hvort íslendigar ættu að ganga í Evrópusambandið (EU alias ESB) er fleinn sem rekinn var í íslenska þjóðarholdið. Það þarf að draga þann flein úr.
Sú blóeitrun sem fleinninn olli hefur litað umræður á Íslandi of lengi.
Afstaðan til Icsave samningana var t.a.m. lituð af þessari eitrun.
...Þau sem voru höll undir EU/ESB vildu semja, en við sem vorum á móti vildum láta hart mæta hörðu.
En það hefur ekki enn verið reiknað út í krónum talið hvaða leið var best. Við vitum það ekki.
Nú hefur þessi eitrun mengað umræðuna um komandi forseta kosningar.
Ég er einn þeirra sem vildi láta hart mæta hörðu í Icsave, en ég viðurkenni fúslega að það var byggt á andstöðu minni við hugsanlega inngöngu Íslands í EU/ESB, sem ég er algerlega á móti.
Ég er stuðningsmaður Guðna Th í komandi forsetakosningum.
GuðniTh Jóhannesson er sá einstaklingur sem bestur er til þess fallinn að sameina okkur.
Hart tekist á í forsetakappræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2016 | 18:54
Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið ...
Við megum ekki gleyma því, að í landinu hefur myndast hópur fjárgljæframanna, sem aðalega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina, sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt; þvílíkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar.
Jónas Jónsson frá Hriflu í Skinnfaxa
1913, 6. tbl. bls. 42.
Vinnandi fólk í 100 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2016 | 21:13
Heilbrigðiskerfið og dauðinn
UMRÆÐA UM DAUÐANN Í AÐDRAGANDA ANDLÁTS
- tala dauðvona íslendingar um eigin dauða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins ?
- íslensk rannsókn sjá hér
Heilbrigðismál sameina þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook
25.2.2016 | 12:03
Vilhelmína af Ugglas
Þar kom að því. Mál til komið að breyta hvalstöðinni í ferðamannaperlu. Eitt fallegasta svæði landsins og stutt í borgina. Minni á bloggfærslu Vilhelmínu af Ugglas vinkonu minni frá 2008 um þetta mál. Til hamingju íslendingar. En endilega varðveita minjarnar um stöðina.
Engar stórhvalaveiðar næsta sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook
6.2.2016 | 08:54
Tölvuvæðing aldraðra - áskorun til háskóla og stjórnmálamanna
Ég hef oft bent á þann lýðræðisvanda sem dræm tölvunotkun aldraðra er. Reynt að fá háskólana á Íslandi og ráðamenn til að koma á laggirnar námskeiði í tölvufræði t.d. innan uppeldisfræði, sálfræði eða tölvufræða, þar sem allar þessar greinar ynnu saman.
Námskeiði þar sem nemendur fá þjálfun í að leiðbeina öldruðum í tölvunotkun og geri rannsóknir á tölvu- og netþörf aldraðra, þar sem hindranir og möguleikar eru rannsakaðir og leitað lausna.
Þetta er í raun spurning um lýðræði og er mikið hagsmunamál fyrir marga aldraða. Á þann hátt mætti tengja háskólastarfið við samfélagið. Námskeiðið gæti t.a.m. verið 15 eininga sjálfstætt námskeð.
Stór hluti námskeiðsins væri fólgin í því að fara heim til aldraðra og bjóða þeim uppá aðstoð við að setja upp tölvu, tengja hana við netið og aðlaga uppsetninguna að þeim þörfum sem viðkomandi hefur áhuga á að nýta sér tölvuna og netið.
Auk þess að aðstoða aldraða við að komast í gang með tölvu- og netnotkun, myndu allir græða á þessu. Aldraðir fengju þjónustu, vísindasamfélagið þekkingu og nemendur einingar og mikilvæga reynslu.
Ásgeir R. Helgason
asgeir.helgason@ki.se
--------------------------------------------------------------------------------
Umfjöllun um tölvunotkun aldraðra er á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag laugardaginn 6. febrúar 2016. Þar er rætt við Friðbert Traustason. Sjá hér að neðan:
"Sjálfsafgreiðsla í netbönkum og hraðbönkum á stóran þátt í fækkun bankaútibúa og afgreiðslustaða en Friðbert Traustason segir að það breyti engu um að allir þurfi á beinni þjónustu í bankaútibúum að halda, s.s. vegna lánafyrirgreiðslu, gjaldeyrisviðskipta o.fl. svo megi ekki gleyma því að fjöldi ferðamanna þurfi á þjónustu bankaútibúa að halda. ,,Mín reynsla er sú að það er ótrúlega stór hópur fólks sem er ekki nettengt, segir hann og tekur dæmi af ónefndu fjölbýlishúsi í Reykjavík með um 100 íbúðum fyrir aldraða. Þegar athuga átti hvort íbúarnir vildu nota heimabanka kom í ljós að 85% þeirra voru ekki með nettengingu. Friðbert segir kannanir á fjölda heimila með nettengingu nái yfirleitt ekki til eldra fólks."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook
25.1.2016 | 20:36
Ekki lifa lengi
Hefur reykbindindi neikvæð áhrif á hagkerfið? Eða eins og sagt var:
"Quitting smoking will seriously damage your wealth, Mr. Prim Minister."
Ég er á því að eðlilegt sé að við verjum a.m.k. 14% af því sem til er til skiptana, í heilbrigðismál. Þjóðin eldist og hlutfall "gamalla" kostar. Það er gott og merki um menningu á háu stigi.
Hvers vegna er þjóðfélagið að hvetja til heilbrigðis og hollustu ef það er ekki tilbúið til að borga brúsann þegar við eldumst.
Ég skrifaði undir hjá Kára.
Pawel segir tölur Kára ekki réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2016 | 11:30
Dýravernd og krabbameinsrannsóknir
Það hefur lengi verið vitað að hundar sem búa við óbeinar reykingar á heimilum fá frekar krabbamein í öndunarveg en aðrir hundar. Ég sat fyrirlestur á Karolinska í Stokkhólmi, árið 1995 (ef ég man rétt), þar sem þetta var rætt.
Á fyrirlesturinn mættu m.a. fulltrúar dýraverndunarsamtaka. Þeir höfðu eitthvað misskilið fyrirsögnina og stóðu í þeirri trú að gerðar hefðu verið vísinda tilraunir á hundum. Þeir voru því nokkuð víghreifir, sérstakleg einn þeirra. Sá hafði kynnt sig sem hundaeiganda og hundavin, í upphafi fundar.
Þegar ljóst varð að um væri að ræða faraldsfræðilega rannsókn þar sem fylgst hafði verið með heilsufari hunda, varð sá víghreifasti ansi gugginn. Sá hafði nefnilega staðið fyrir utan bygginguna áður en fundurinn hófst og brælt í sig sígarettu.
Hundar með stutt trýni reyndust vera í meiri hættu að þróa krabbamein vegna óbeinna reykinga en hundar með löng trýni.
Reykingar hafa áhrif á gæludýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2015 | 10:39
Að koma á laggirnar
Þetta þarf að rannsaka sem allra fyrst. Koma á laggirnar þverfaglegum rannsóknarhóp og sækja um styrk til RANNÍS. Það er til lítils að vera með sleggjudóma. Betra að skima fyrst á vísindalegan hátt og taka svo stefnuna útfrá því.
Sjá einnig:"Að koma á koppinn".
Íslenskan er dauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook
4.12.2015 | 18:20
Að koma á koppinn
Það er löngu tímabært að gera alvöru rannsókn á stöðu íslenskunnar meðal íslendinga. Ég er sannfærður um það að mikill meirihluta íslendinga á öllum aldri vilji verja íslenskuna. Það er mín tilfinning. En auðvita veit ég það ekki. Ég hvet til þess að gerð verði alvöru rannsókn á slembiúrtaki íslendinga þar sem málvísindi, félagsvísindi og raunvísindi vinni saman. Rannsókn sem leitast við að kanna afstöðu íslendinga til íslenskunnar. Ég hvet til þess að stofnaður verði þverfaglegur hópur vísindafólks til að vinna að RANNÍS umsókn til að koma slíkri rannsókn á koppinn sem fyrst. Sjálfur er ég lesblindur eins og augnstungin moldvarpa.
Sjá einnig:"Að koma á laggirnar".
Íslensk tunga á stutt eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2015 kl. 11:32 | Slóð | Facebook