Heiðin hreintrúarstefna - þýðing

krossFyrir nokkru birti ég hér á blogginu félagslega sálgreiningu á fyrirbæri í sænsku þjóðarsálinni sem ég kallaði “heiðna hreintrúarstefnu” á íslensku en ateistisk pietism á sænsku. Meginmál greinarinnar var á sænsku sem var meðvituð ákvörðun til að Svíar sjálfir gætu lesið það sem um þá var sagt. Hinsvegar hafa mér borist nokkur e-mail með mis kurteisislegu orðalagi þar sem fólk pirraði sig á því að ég skildi ekki a.m.k. þýða sænskuna yfir á íslensku. Ég skil þetta mæta vel enda engu um að kenna öðru en leti. Hér að neðan kemur þá greinin í heild á íslensku með kveðju og afsökunarbeiðni frá höfundi (sænsku þjóðareinkennin sem eiga við viðkomandi einkenni Pietismans eru á sænsku innan sviga):

Píetisminn (Kristinn hreintrúarstefna) hefur að mínum dómi haft afgerandi áhrif á mótun sænsku þjóðarsálarinnar og þjóðarsamviskunnar. Það er því merkileg þversögn að Svíar eru líklega sú þjóð þar sem trúleysi er hvað útbreiddast og lítill minnihluti Svía telur sig Kristna í dag. Það má því færa að því rök að eitt af einkennum sænsku þjóðarsálarinnar sé heiðin hreintrúarstefna (ateistisk pietism):

  Ég nota hugtakið heiðin hreintrúarstefna til að lýsa sambandinu sem ég tel mig sjá milli þeirrar guðfræði sem var afar útbreidd í Svíþjóð á 18. öld (Pietismanum) og móralismans sem gagnsýrir sænskt samfélag, sérstaklega sænsku millistéttina. Heiðin hreintrúarstefna einkennist af móralistískum reglum sem meirihlutinn fylgir. Reglum sem hafa ræturnar í trúarbrögðum (eða vissri túlkun trúarbragða) meðan mikill meirihluti þeirra sem fylgja reglunum tekur afstöðu gegn þeim trúarlega jarðvegi sem reglurnar spruttu úr. Eitt dæmi um slíkt er að mínum dómi þau áhrif sem pietisminn hafði á sænskt samfélag á 18. öld, áhrif sem lifa sínu eigin lífi í dag og stýra sænsku þjóðarsálinni. Spámenn kristinnar hreintrúarstefnu (píetismans) predikuðu strangar hegðunarreglur sem áttu að einkenna sannkristinn einstakling: Kristinn manneskja átti að forðast nautnir af öllu tagi (återhållsamhet), forðast sjálfshól og vísa auðmýkt (ödmjukhet). Guð var hafinn yfir alla gagnrýni (laglydighet och rojalism) og mannkynið varð að sætta sig við að lifa táradal og sársauka án þess að kvarta og flýja af hólmi (uthållighet). Allir voru jafnir fyrir Guði og því voru prestar óþarfir. Hver og einn talaði við Guð útfrá eigin hjarta og forsendum (jämlikhet och jantelagen). Hlutverk kristinna manna var að taka þátt í pínu frelsarans og hlíða boðskap Biblíunnar um að líkaminn sé musteri Guðs sem ekki mátti vanhelga (kroppsfixering / respekten för institutionalisering).

Þrátt fyrir að mikill meirihluti svía telji sig ekki kristna í dag, lifa þessar reglur Pietismans ennþá góðu lífi í Svíþjóð (- við höfum hafnað Guði en haldið eftir reglunum. -).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Takk fyrir Ásgeir.

Vona að það hafi ekki verið ég sem þú upplifðir sem minna kurteis?

Vilhelmina af Ugglas, 13.4.2007 kl. 07:55

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Nei Vilhelmína mín, það varst sko ekki þú!

Það var hann Siggi vinur minn sem lét mig hafa það óþvegið!

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.4.2007 kl. 08:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband