Innflytjendasnobb?

Eftir að hafa búið í 10 ár í svokölluðum fínni hverfum Stokkhólms (Östermalm og Bromma), ákvað ég fyrir 4 árum að kaupa mér íbúð í innflytjendahverfinu Husby. Ég var einfaldlega leiður á því að vera sífellt að rökræða við fólk um innflytjendur og ágæti fjölmenningar án þess að hafa sjálfur prófað að búa til lengdar í innflytjendahverfi. Einn doktorsnemi minn sem er múslimi benti mér á þetta hverfi og ég lét slag standa. Í hverfinu er m.a. róttækasta moska Stokkhólmssvæðisins og kjarninn kringum lestarstöðina kallast - taliban city - manna á meðal. Hér hef ég búið í 4 ár og þrífst eins og maðkur í mosa. Frábært að þurfa ekki að ferðast til austurlanda eða afríku (þoli illa hita), nóg að fara útí garð og blanda geði við nágrana. Einn stór kostur við að búa meðal múslima er að þeir drekka helst ekki brennivín og því er sjaldgæft að menn séu með fyllirí og læti. Sjálfur er ég víst þekktur í hverfinu sem - víkingurinn - ef ég á að trúa þessum gríska í næstu íbúð. Hann kvartar mikið yfir útlendingunum. Strákarnir mínir, þeir Hugi og Muni þrífast vel í þessari fjölmenningu, sérstaklega Muni sem elska rapp og lætur buxurnar hanga við hnéspætur. Vinnufélagarnir héldu að ég væri búinn að tapa glórunni þegar ég keypti mér íbúð í Husby - ekki síst þeir sem tala sem hæðst um hvað það sé frábært að búa í fjölmenningarsamfélagi (sic!). Ég skora á alla heimamenn sem bera hag innflytjenda fyrir brjósti að flytja búferlum til hverfa innflytjenda. Það er það besta sem þið getið gert fyrir innflytjendur! Auðvita eru hér vandamál, enda margir sem hafa upplifað hræðilega hluti í sinni heimabyggð og atvinnuleysi mikið með öllu sem því fylgir. Ég verð að viðurkenna að ég á afar erfitt með að þola framáfólk stjórnmálaflokka (ekki síst á vinstri kantinum) sem básúna um fjölmenningarsamfélag en búa síðan í flottustu menningarsnobbhverfum borgarinnar. Lifi fjölmenningin og fjalldrapinn!
mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú hefdir kannski átt ad skella thér hingad til Malmö og prófa ad búa í Rosengård?

Gulli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já!

En það hefði nú verið ansi langt fyrir mig í vinnuna hér á Karolinska í Stokkhólmi. Hafa skal það sem hendi er næst og fást ekki um það sem ekki fæst.

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.4.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Frábært hjá þér Ásgeir að vera svona samkvæmur sjálfum þér.

Ef fleiri norðurlandabúar, sem ekki hreinlega neyðast til að flytja inní svona hverfi, fylgja þínu fordæmi er ég viss um að það hefur áhrif.

v

Vilhelmina af Ugglas, 16.4.2007 kl. 12:48

4 identicon

Ég er alveg sammála þér Ágeir. Ég bý á stað í Stokkhólmi sem heitir Rinkeby sem er nokkuð þéttsetin af innflytjendum sem hafa kennt mér heilmikið um sjálfan mig allavega hafa þeir kennt mér hversu mikið ég fer á mis við að vera með kynþáttahatur eins og ég var með áður. Ég er búinn að eignast fullt af vinum sem eru frá hinum og þessum löndum um allan heim Mér líður rosalega vel hérna, fékk þessa íbúð bara til bráðabirgða vegna þess að ég kom með svo stuttum fyrirvara en ég ætla vera í íbúðinni þangað til ég fer aftur til Íslands

finnurj Albertsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:59

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gott hja Þér Finnur!

Heilsaðu endilega uppá Björn Garðarsson og hina íslendingana sem vinna í Rinkeby Folkets Hus. Björn er þar forstöðumaður og mikilsvirtur fyrir störf sín í þágu innflytjenda í Stokkhólmi. Mikill heiðursgaur. Enda Vestmanneyingur frá því fyrir gos!

asgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.4.2007 kl. 17:18

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flott hjá þér..það vill nefninlega alltof oft brenna við að fólk er ekki að tala út frá eigin reynslu heldur ímynduðum hugarflugum eða helst og kannski mest heimatilbúnum ótta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flott hjá þér..það vill nefninlega alltof oft brenna við að fólk er ekki að tala út frá eigin reynslu heldur ímynduðum hugarflugum eða helst og kannski mest heimatilbúnum ótta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 21:12

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

úpps..ég mæti alltaf á svæðið í öllu mínu margfeldi..sorry?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Allt í fína Katrín

- vertu eins margföld og þú vilt

- aldrei of mikið að því góða!

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.4.2007 kl. 21:21

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er alltaf frískandi og virðingavert þegar fólk stendur við hlutina og þorir ... Ég tek ofan fyrir þér (er með nátthúfu) og öfunda þig af svipmiklu og fjölbreyttu umhverfi !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:54

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

arh

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2007 kl. 18:48

12 identicon

Góð hugvekja.

Mig langar að bæta einu við, og það varðar tungumál, enda mikill áhugamaður um fyrirbærin samskipti og upplýsingar hvort sem er milli dýra, manna eða véla.

Arabíska, sem ég hef sérstakan áhuga á (og kann ritmálið, liggaliggalái) hljómar svolítið eins og ein samfelld stríðsyfirlýsing. Þeir nota ákveðin hljóð sem ég held að vestrænir noti ekki nema þegar þeim er frekar heitt í hamsi, sérstaklega einn sérhljóða sem er meira eins og hljóðið sem kemur þegar maður er að reyna að gubba upp flösku eða tveimur af Tequila án þess að hafa borðað mikið. (Ég bý í Finnlandi.)

En það er svo merkilegt, að sitja hjá þessum Aröbum og hlusta á þá demba hryðjuverkaógnunum yfir hvorn annan, eingöngu til að útskýra fyrir manni eftirá að þessi egypska bíómynd sem ég þarf að sjá sé eftir indverskan leikstjóra en ekki egypskan.

Það er svo fyndið hvað þessir afskaplega litlu hlutir, hljóð hér, hárgreiðsla þar og klæðaburður virkar ógnandi þegar maður er ekki vanur honum, en að kynnast vel einhverjum frá allt öðrum heimi gerir mann svo skilningsríkan gagnvart fordómum. Þetta er nefnilega ekki hatur, þetta er ótti. Og ég er sammála þér með múslimana sem drekka ekki (þó þeir drekki alveg margir), það er ágætt að fá smá pásu frá fyllerísrausi af og til. Sérstaklega í Finnlandi. Fjölmenningin lengi lifi.

Við höfum ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:57

13 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Helgi!

Góð pæling, man þegar ég heyrði - ég elska þig - í fyrsta sinn á þýsku. Þetta var eins og hótun:

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2007 kl. 20:05

14 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Það er kærkomið að heyra svona sögur af alvöru fólki í alvöru umhverfi... ekki alltaf þessi slagorðastíll þar sem hver étur vitleysuna upp eftir öðrum. Ég bjó á Valhallavägen '85 en var auðvitað útlendingur sjálfur og upplifði alla í kringum mig jafna. Það var ekki fyrr en ég flutti til Noregs að ég varð af alvöru var við útlendingahatur, Pakkisar og svoleiðis heyrði ég þá fyrst. Við þiggjum alveg fleiri svona reynslusögur úr raunveruleikanum, þörfnust þess hreinlega. Takk! :)

Jón Þór Bjarnason, 17.4.2007 kl. 21:35

15 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég skal reyna Jón!

arh

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.4.2007 kl. 05:40

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemtileg lesning... takk

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 10:50

17 Smámynd: Júlíus Valsson

Bið að heilsa þeim á Karolinska! ..og þá sérstasklega Birgi forstjóra. Mínir nágrannar í Skogås voru skemmtileg blanda af Íslendingum, Svíum, Júgóslövun (eins og þeir hétu þá) og Pólverjum. Mér fannst Pólverjarnir líkastir okkur Íslendingunum og mun líkari okkur en t.d. Svíarnir. Eini munurinn var sá, að þeir þ.e. Pólverjrarnir gátu drukkið hreinan spíra, sem við Íslendingarnir blönduðum til helminga. 

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 09:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband