Einsemd karla

Tilfynningaleg einsemd er líklega undirrót margra sorglegra verka. Auðvita hefur eitthvað meira verið að hjá þessum dreng, en ekki er ólíklegt að traust tilfynningaleg vinátta hefði haldið honum innan markanna. Átta af tíu körlum sem komnir eru um miðjan aldur deila erfiðum tilfinningum bara með maka sínum og um það bil fjórðungur lifir í tilfinningalegri einsemd. Engar sambærilegar tölur eru til um yngri menn. Margir eiga þó góða kunningja (”vini”) sem þeir deila með ýmsum áhugamálum en erfiðar tilfinningar á borð við ótta og vanmáttarkennd eru sjaldan bornar á borð. Ein afleiðingin af þessu er að karlarnir eru algerlega háðir mökum sínum hvað tilfinningalegan stuðning varðar. Þetta fyrirbæri er stundum undirrót sorglegra viðbragða sumra karla við skilnaði, þar sem einstaka menn ganga svo langt að leggja konuna í einelti með hótunum að ekki sé talað um þau sorglegu atvik þegar menn myrða fyrrverandi eiginkonur eða kærustur. - “Ef ég fæ hana ekki, fær hana enginn”. - Hvílík örvænting og hvílíkur ótti við einsemdina! Engin getur sagt með vissu hvers vegna tilfynningaleg einangrun er miklu algengari hjá körlum en konum. Ein skýring sem stundum er sett fram er hermennskan. Í hernaði er líshættulegt að sýna veikleika og að vera tilfynningalega opinn er jú að þora að sýna veikleika. Þessi hernaðarhugsun er ekki síður algeng í viðskiptalífinu og pólitíkinni. Ef til vill er þetta fyrirbæri ein af ástæðum þess að margar konur þrífast ekki eins vel og karlar í pólitík og stjórnarherbergjum fyrirtækja.
mbl.is Skrif morðingjans í Virginíu höfðu valdið áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég hef haft það á tilfinningunni að í nútíma þjóðfélagi séu karlmenn komnir í tilvistarkreppu. Hið náttúrulega eðli okkar ristir djúpt og verður ekki "pakkað niður" rétt sí svona. Það er þekkt að margir karlmenn eiga vinnuna/starfið sem bæði aðalvinnu til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni og sem athvarf og tómstundir. Þegar þessir menn eldast og fara á eftirlaun, sem er oft miklu fyrr en heilsa þeirra segir til um og geta vegna reglna á vinnumarkaði, sækir á þá einmanaleiki. Þeir finna sig ekki í neinum tómsstundum þar sem starfið sem þeir voru í voru tómstundirnar líka. Þeir missa oft heilsuna fyrr, eiga við þunglyndi að stríða og verða gamlir fyrir aldur fram. Ungir menn í dag eiga mjög erfitt margir hverjir. Kröfur nútímans til fólks  eru óraunhæfar og byggjast fyrst og fremst á útliti, eignum og hvað þú gerir eða hefur lært  og því meira sem þú hefur lagt á þig í að standast þessar kröfur því gjaldgengari ertu. Hvort viðkomandi er ærleg manneskja, hafi mikið til að bera skiptir minna máli og verður undir. Þjóðfélagið verðmerkir fólk alltof mikið eftir því hvað það hefur lært, hvað það starfar og gerir og hvað það á. Hvergi er spurt eins og hér þegar fólk kynnir sig "Hvað gerirðu" ! Það er tími  til kominn að fókusera á þessa hluti og sporna við áframhaldandi kröfum. Látum manngildi hvers og eins ráða för. Hver flýgur eins og hann er fiðraður til!

Sigurlaug B. Gröndal, 18.4.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágæt umræða hér á ferðinni. Karlmenn eiga jú erfitt með að opinbera andleg vandamál sín og það má örugglega hvetja þá til að leita sér aðstoðar áður en málin gerast mjög alvarleg. Það er orðið löngu tímabært að þessi andlegu málefni séu tekin fyrir jafn fordómalaust og þau að fólk þurfi stundum nudd til að ná úr sér vöðvabólgu!

Haukur Nikulásson, 18.4.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágæt umræða hér á ferðinni.  Karlmenn eiga jú erfitt með að opinbera andleg vandamál sín og það má örugglega hvetja þá til að leita sér aðstoðar áður en málin gerast mjög alvarleg. Það er orðið löngu tímabært að þessi andlegu málefni séu tekin fyrir jafn fordómalaust og þau að fólk þurfi stundum nudd til að ná úr sér vöðvabólgu!

Haukur Nikulásson, 18.4.2007 kl. 09:40

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært blogg eins og ávallt Ásgeir. Er ekki kominn tími til að hugsa jákvætt, konur og karlar, þora að vera við sjálf. Og pólitík, "ó mæ god!" eins og sagt er. Af hverju er fólki stillt upp í sjónvarpi og á fundum og att til að rífast hvort við annað? Eru ekki allir innst inni að reyna að gera þjóðfélagið betra? 

Það er kannski verkefni sálfræðings að finna hinn raunverulega mun á rifrildi og rökræðum...? 

Mig langar að benda þér á bloggin og heimasíðurnar hans Júlla. Júlli er einn jákvæðasti, kraftmesti og óhræddasti karlmaður að tjá sínar tilfinningar. Hann er sko alvöru maður sem margir karlmenn gætu lært af. Kannski geturðu notað viðhorf hans í meðferðunum þínum....? Heimasíðurnar hans Júlla eru undir www.julli.is 

Bestu kveðjur með óskum um jákvæðan gleðilegan dag

Ragnhildur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.4.2007 kl. 09:55

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir ábendinguna Ragnheiður!

Skoða Júlla:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.4.2007 kl. 10:58

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir hlý orð á vefnum mínum Ásgeir

Júlíus Garðar Júlíusson, 18.4.2007 kl. 14:41

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þunglyndi, upplifun á einsemd, hugsanlega úfskúfun og "að vera örðuvísi" ásamt innibyrgði reiði í umhverfi þar sem er greiður aðgangur að byssum - og þykir ekki tiltökumál að beita þeim, - ásamt liðónýtu geðheilbrigðiskerfi, það er hættuleg blanda. Dæmin tala.

Þroski heimsins birtist svo í viðbrögðunum: Ríkisstjórn Suður-Kóreu kemur saman til að úthugsa leiðir til að verjast hugsanlegum hefndaraðgerðum gegn Kóreubúum í USA. Ómægod.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.4.2007 kl. 21:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband