23.7.2007 | 07:58
Lifi fjalldrapinn!
Pálmi Gunnarsson bloggvinur minn birti á sinni síðu bréfkorn frá Jóakim frænda þar sem Jóakim fer ófögrum orðum um náttúrverndarstefnu Pálma. Auðvita er Jóakim uppdiktaður holdgerfingur þeirra afla sem sjá enga leið aðra í efnahagsþróun Íslands en að breyta landinu í verstöð fyrir alþjóðlega auðhringi í orkufrekri framleiðslu:
-------------------------------------------
Í náttúru Íslands Skrattinn skálmar.
Skjálfandi lýðurinn buktar og mjálmar.
Þar eru auðvaldsins sungnir sálmar.
Svigna þar járnblendnir-álklæddir pálmar.
---------------------------------------
Það er athyglisvert að margir þeirra sem gagnrýna skrif Pálma og annars náttúruverndarfólks gera það oft útfrá ásökunum um að náttúruverndarfólk vilji svipta landsbyggðina atvinnumöguleikum. Ég fæ nú ekki betur séð en að því sé þveröfugt farið a.m.k. hefur það náttúruverndarfólk sem ég þekki afar vel mótaðar hugmyndir um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Sjálfur hef ég aldrei alveg vitað í hvorn fótinn ég á að stíga í þessum virkjunarmálum en ég óttast það af heilu hjarta að leggja framtíð íslensks atvinnulífs í hendur erlendra auðhringja. Á svipaðan hátt og mér fannst það óráð að atvinnulíf á Suðurnesjum væri háð veru erlends hers sem fyrr eða síðar myndi pakka saman (eins og raun hefur orðið). Að ekki sé talað um skemmdir á landinu, en þeim lýsir Ómar mun betur en ég get nokkurn tíma gert:
---------------------------------------------
Íslandshreyfing Ómars dó,
Ásgeir grét en Skrattinn hló.
Eins og lóan suður um sjó.
Sveif hún burt í nýjan mó.
Lifi fjalldrapinn!
Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2007 kl. 11:10 | Facebook
Athugasemdir
Jamm...menn mega ryfja upp hvað átt var við með Aronskunni á sínum tíma. Að gera okkur fjárhagslega háð stórveldum í hverri mynd sem þau birtast er einskonar sala á frelsi, sjálfsákvörðunarrétti og framtíðarmöguleikum. 'i því efni erum við sennilega komin yfir "point of no return" í dag.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 15:29
Fram í heiðanna ró fann ég skrúfjárn og dó..... birkið og fjalldrapinn grær
kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 13:39
Hrein snilld Ásgeir!
Er þetta eftir þig = kvæðin?
Arnar Sveinsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 20:17
Já Arnar,
þetta eru kviðlingar eftir mig.
Því miður eru þetta hálfgerðir hortittir en ég get bara ekki gert betur:
Ásgeir Rúnar Helgason, 26.7.2007 kl. 20:44
Ásgeir,
ef þetta eru hortittir þá eru fáir feitir fiskar í íslenskri ljóðagerð í dag.
Haltu þessu áfram!
Jóhann Hilmarsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 19:55