Aurlandsættin á miðöldum - á Íslandi og hér heima

Ég vil benda ykkur á fallega færslu sem bloggvinur minn Jón Steinar gerði um Noregsferð, nánar tiltekið í Sognfjörð.

Ég gekk fyrir nokkrum árum 3 daga göngu yfir fjöll og dali í Noregi með gönguhópnum Derri. Gangan endaði í botni Sognfjarðar, á stað sem heitir Aurland. Það var einhver sú magnaðasta náttúruupplifun sem ég man eftir. Ekki skemmdi það fyrir að Aurlendingar lýta á Íslendinga sem glataða soninn svo það var farið með okkur eins og höfðingja þarna. Fólk kepptist um að segja okkur hvar þessi og hinn íslenski landnámsmaðurinn hefði átt heima og það var með ólíkindum hvað sagan var nærverandi í vitund Aurlendinga. Gamall maður, Anders Ohnstad, leysti mig út með bókargjöf = bók eftir hann sjálfan sem heitir á AurlandsNorsku = "Aurlandsætti i mellomalderen - på Island og her heime" (= Aurlandsættin á miðöldum - á Íslandi og hér heima)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þetta er spennandi. Ertu með kort af þessum stað?

Ólafur Þórðarson, 21.7.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Nei, ég hef ekki kort EN ef þú ferð inná Google Earth og slærð inn "Aurland" þá ættirðu að komast þangað = það fúnkar allavega hjá mér:

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.7.2007 kl. 18:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aurland er alveg í botni fjarðarins. Sagt er að þegar göng voru gerð milli Aurland og Aurdal, þá hafi menn mæst í göngunum og ekki skilið hver annan, svo ólíkir voru díalektarnir á þessum stutta kafla.  Aurlendingar höfðu verið lengi einangraðir að þeir töluðu nánast ómengaða gammal norsk, sem er ekkert annað en forn-íslenska.  Annars eru díalektar í Noregi merkileg stúdía og var einusinni spurningaþáttur í sjónvarpinu þar, þar sem menn gátu sér til um staðsetningu viðkomandi díalekts eftir lestur manneskju af einhverju svæði.  Stundum virtist muna á mönnum við sama fjörð, hvort þeir bjuggu upp í hlíð eða niður við fjöru.  Í Osló sjálfri er stór munur á talanda og orðnotkun milli hverfa, svo ekki er erfitt fyrir ókunna að sjá.  Þessi munur er líka í stafsetningu.

Dæmi. Ikke (Osló) Itte (Toten, Lillehammer) Ikkje (Sogn) Ei (Þrændalög)  -- Jeg (Osló) Je (Toten) Ek (Sogn) Æ (Ae)(Þrændalög) 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já einmitt, Jón Steinar:

Það var frábært að heyra þennan díalekt sem var nánast eins og að hlusta á fullann íslending  (eins og þú lýsir í þinni færslu).

 En það sem mér fannst merkilegast var þessi nálægð við Ísland og þessi tilfinning að Íslendingar væru "bara" Aurlendingar sem hefðu álpast að heiman.

Það var nýtt fyrir mig.

Lifi Fjalldrapinn:

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.7.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er ótrúlega merkilegt hvað málið er blandað hjá þeim, eða óblandð, hver fjörður og dalur sitt og svo syngjandinn við Oslófjörð og þar í kring. Yndislegt land og yndislegt fólk.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og merkileg þessi tenging eins ókunnug og hún nú er. Ekkert hef ég lesið eða heyrt um þetta. Mikið væri nú gaman að koma þarna og upplifa þessa stemmingu, náttúrufegurð og "heimkomu"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 09:16

7 Smámynd: Ár & síð

Mikið er gaman að lesa svona marga jákvæða pistla um Noreg á einum stað. Landlægur hroki landans gagnvart Norðmönnum er kannski smám saman að láta undan síga. Það er svo ótalmargt áhugavert við Noreg að það er eiginlega fljótlegra að telja upp það sem ekki er það!
Matthías

Ár & síð, 22.7.2007 kl. 20:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband