Kveðið á þríhjóli

 thorGobbeddí, gobbeddí riddari þar

með hvítt fax

og kannski með gullhófa líka.

Þarna kemur stríðsmaður

Þór

með Mjölni sér í hönd

og mylur sundur

gull rönd.

 

-----------------------

Hugi Hrafn Ásgeirsson 3 ára (1992)

 

Við vorum þá nýlega flutt til Stokkhólms og aumingja barnið var útsett fyrir hinar verstu hremmingar í viðleitni föðurins til að kenna syninum "almennilega" íslensku. Sideways

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega töffari sem þú ert að ala upp.  Flott nýja myndin af þér 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta er glæsilegt kvæði. Nú er bara að ná í trommur, fiðlu og saxófón. 

Ólafur Þórðarson, 24.8.2007 kl. 02:14

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Dásamleg vísa. Hæfileikamaður þarna á ferð.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:24

4 identicon

Sonur þinn er Snorri Sturla endurfæddur.. engin spurning!

Björg F (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk vinir,

víst er ég stoltur yfir mínum strákum Huga og Muna. Ég var að koma heim áðan frá Åre i Jämtlandi, en þangað keyrði ég yngri soninn sem var að byrja þar í menntaskóla sem sérhæfir sig í matreiðslu, hótel og veitingarekstri. Sá eldri sem samdi vísuna góðu var hinsvegar að klára menntaskóla í Kiruna í norður Svíþjóð, sem sérhæfir sig í geimvísindum. Sem sagt mjög ólíkir hrafnar þeir Hugi og Muni. Þegar muni var 3 ára hékk hann í trjágreinum með trépinna fyrir byssu og orgaði "burn mother fucker, burn!". Maður getur spurt sig hvaða myndir blessað barnið fékk að horfa á. En hann er nú bara býsna vel gerður hann Muni þrátt fyrir slælegt uppeldi:

Ásgeir Rúnar Helgason, 26.8.2007 kl. 17:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband