Jónas Helgason bóndi frá Gvendarstöđum í Kinn

 Jonas bondi                                 

 Ef funktionalisminn átti sér einhverntíma spámann á Íslandi féll hann í valinn međ Jónasi Helgasyni bónda frá Gvendarstöđum í Kinn. Ég sé hann fyrir mér í stofunni á Gvendarstöđum á leiđinni á fund hjá áfengisvarnanefnd. Kominn í köflótta flannelskyrtu, stakan jakka og brúnar rifflađar flauelsbuxur kirfilega festar um miđjuna međ bláu baggabandi. Í augum Jónasar Helgasonar var engin munur á leđurbelti og snćri. Hvoru tveggja jafn gott til ađ halda buxunum uppi.

 

 

Asgeir Helgason & Jónas HelgasonSíđasta sumariđ sem hann lifđi sátum viđ saman fyrir utan gamla fjósiđ á Gvendarstöđum. Höfđum hlađiđ okkur grill úr steinum og brenndum lamb. Jónasi ţótti mikiđ viđ haft. Ađ vísu gaman ađ sitja og spjalla um dulspeki og Jónas vin hans (og náfrćnda) frá Hriflu, en óttalega kjánalegt ađ pukra ţetta yfir hlóđum úti á hlađi međ ţessa fínu eldavél í eldhúsinu. Ég reyndi ađ sannfćra hann um ađ ţetta bragđađist mun betur svona. Hvort hann myndi ekki eftir lambinu sem ég hafđi grillađ ofaní hann hér um áriđ? Gleymt er ţá gleypt er. Svarađi Jónas og brosti út undir eyru. Á efri árum gerđist Jónas stórtćkur í skógrćkt og fetađi ţar í fótspor Helga Jónassonar grasafrćđings, föđur hans, sem var brautriđjandi í skógrćktarmálum á Íslandi.

 

 

Bild 047Skógrćktin var Jónasi hjartfólgin og ţađ var afskaplega gaman ađ ganga međ honum um skóginn ţar sem hvert tré átti sína sögu. Hann var afar stoltur yfir nokkrum stćđilegum björkum međ ljósum berki og sagđi mér sögu ţeirra frá ţví ţau voru fyrst gróđursett. Jónas kom aldrei til útlanda og fékk aldrei ađ upplifa reisulega laufskóga Skandinavíu ţar sem allar bjarkir eru međ ljósum berki.

 

 

 

Jónas Helgason og Ásgeir HelgasonJónas elskađi ađ lesa um dulspeki og var dyggur áskrifandi Ganglera, tímarits Guđspekifélagsins. Hann vildi samt aldrei kenna sig viđ neina stefnu eđa trúarbrögđ. En fyrir mér var Jónas náttúrubarn, heimspekingur, dulspekingur, Daoisti og Tom Bombadill. Sćll gamli vinur. Ég heimsćki ţig í skógrćktina á Gvendarstöđum nćst ţegar ég kem heim til Íslands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ég man eftir ţessu snillingi. Ţú hefur bloggađ um hann áđur. Frábćr karakter eins og svo margir sem ég minnist frá ćsku og unglingsárum mínum.

Ásdís Sigurđardóttir, 2.11.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jóna Ingibjörg; Jónas bóndi var víđsýnni en flestir ţú aldrei hafi hann komiđ til útlanda.

Ásdís; varstu í sveit í Kinn eđa manstu eftir Jónasi frá Húsavík? Ţegar ég var í sveit á Gvendarstöđum á árunum 1966-69 var enginn bíll til á Gvendarstöđum. Jónas smíđađi forláta pall sem hann hengdi aftaná dráttarvélina og á honum fórum viđ í kaupstađaferđ til Húsavíkur svona einu sinni á sumri, enda fór mikill tími í ţetta ferđalag. Ef ég man rétt ţá komst dráttarvélin upp í ca. 30 km. á klukkustund (ţegar best lét).

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.11.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásgeir, svona sögur eru alveg yndislegar. Ég held viđ höfum öll gott af ţví ađ muna hversu stutt er síđan "viđ skriđum út úr moldarkofunum" og hversu hröđ ţróunin á landinu hefur veriđ síđan. Ég hreinlega elska svona sögur. Takk kćrlega

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.11.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ég naut ţess ađ lesa ţetta Ásgeir minn. Kynslóđ afa okkar og ömmu var hreint dásamleg og synd ađ ţetta fólk skuli óđum vera ađ hverfa.

Steingerđur Steinarsdóttir, 2.11.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Yndisleg fćrsla, Ásgeir. Svona alţýđuspekingar eru gulls ígildi. Rétt hjá Steingerđi, ţessir karakterar eru óđum ađ hverfa. Mannfólkiđ verđur sífellt meira homogen, ţví miđur.  Hefur saga ţessa manns, viđhorf hans og venjur, veriđ fćrđ til bókar?? Ef svo er, myndi ég lesa hana međ mikilli ánćgju.

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 4.11.2007 kl. 15:18

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Vinir!

Jónas hefur aldrei veriđ fćrđur til bókar en ég tók viđ hann viđtal sem ég videofilmađi ţegar viđ sátum viđ grilliđ (sjá mynd í bloggfćrslunni).

Annars sit ég hér í hótelherbergi í hjarta Istanbul ca. 200 m. frá bláu Moskunni og sötra rauđvínstár. Hér er fínt ađ vera ef mađur er međ nóg af eyrnatöppum = ţeir byrja ađ kalla fólk til bćna kl. 6:00. Ég er hér til ađ losna viđ ađ halda uppá 50. afmćliđ mitt sem er á morgun 5.nóv. Hinsvegar hefur hótelstaffiđ (lítiđ fjölskylduhótel) ţefađ ţetta uppi og skipulagt heilt prógramm fyrir mig í tilefni dagsins. Miklir höfđingjar Tyrkir.

Kveđja frá Istanbul!

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.11.2007 kl. 16:24

7 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já ţađ var gaman ađ heimsćkja ţau systkynin á Gvendarstöđum, fór stundum međ föđur mínum til ţeirra Jónasar, Forna og Stínu, var ţá veriđ ađ spá í búskapinn og skođa féđ og ađ sjálfsögđu var bođiđ í kaffi.

Hallgrímur Óli Helgason, 4.11.2007 kl. 17:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband