Kaupthing er EKKI Kaupþing nema stundum

Fyrir nokkrum árum ætlaði ég að auðvelda mér lífið með að flytja öll mín bankaviðskipti til Kaupþings til að (að ég hélt) geta átt einn reikning sem ég gæti lagt inná í Svíþjóð og tekið útaf á Íslandi og visa versa. Svona eins og maður gerir þegar lagt er inn á bankabók í útibúi Landsbankans í Hafnarfirði og tekið út á Húsavík. En þá var mér sagt að þetta væri ekki hægt. Þetta væru nefnilega tvær óskyldar stofnanir þó eigendur væru þeir sömu.

Þó heyrðist mér á ummælum fólks í Silfri Egils í gær að Kaupþing á Íslandi væri ábyrgt fyrir skakkaföllum Kaupthings í útlöndum ef ekki yrðu sett sérstök lög sem aðskyldu þessar stofnanir formlega?

Þegar ég, fyrir nokkrum árum, var að spyrjast fyrir um möguleika á að hafa einn sænsk-íslenskan reikning og fékk neikvætt svar vaknaði spurningin:  Er það íslenska ríkið eða það sænska sem er ábyrgt fyrir sparifé fólks í Kaupthing bank í Svíþjóð, eða er þetta fé ábyrgðalaust?

Nú, mörgum árum síðar, virðist loksins komið svar:

Hér rétt áðan kom nefnilega frétt í sænska ríkisútvarpinu þess efnis að sænska ríkisstjórnin tryggir allt sparifé í bönkum sem hafa starfsleyfi í Svíþjóð. Þar með hef ég loksins fengið svar við minni þrálátu spurningu um hvort sparifé vina minna í sænska Kauthing bank sé tryggt.

Vona bara að það sama gildi fyrir sparifé almennings í Kaupthing bank annarra landa?

Þarf virkilega kreppu til að hægt sé að fá svar við svona einfaldri spurningu?

Ef svo er þá segir það eitthvað til um glundroðann og regluleysið sem ríkir á fjármálamörkuðum og við erum nú að súpa seyðið af.


mbl.is Árétting frá ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband