Lágrétt flokksbandalög

Nú vaknar almenningur um allan heim. Bent er á setja þurfi lög og reglur um efnahagskerfið, koma böndum á kapítalismann.

  

Keðjubréf: Óheftri frjálshyggju má líkja við keðjubréf þar sem engar hömlur eru settar á það hve háar upphæðir þú sendir áfram til hóps einstaklinga í von um að fá til baka álíka upphæð frá þúsundum annarra keðjubréfaeigenda. Allir vita hvernig keðjubréf enda. Markaðurinn mettast og að lokum er engin eftir að senda bréfið áfram til, engin innistæða fyrir loforðunum. Það þurfti auðvita engan efnahagssnilling til að sjá það fyrir að þetta kerfi hlyti að hrynja eins og spilaborg, enda voru margir sem reyndu að vara við því, en fyrir daufum eyrum. Í flestum tilvikum var fólk einfaldlega þagað í hel eða gert að því grín. Það er því ljóst að við eigum mikinn mannauð í framsýnu fólki. 

Næringarkerfi þjóðarlíkamans: Eins og áætlunarbúskapur sovétríkjanna er tími frjálshyggjunnar nú liðinn. Það er röng hugsun að halda því fram að einhverjir einstaklingar “eigi” fjármagnið í efnahagskerfinu og geti gert tilkall til að ráðstafa því að vild. Fjármagnið í kerfinu er eins og súrefnið í líkamanum. Allar frumurnar þurfa á því að halda og eiga það sameiginlega, þó lungun hafi það hlutverk að anda því inn og rauðu blóðkornin beri það um líkamann. Það er líka rangt að trúa því að hægt sé að ákveða fyrirfram hvað líkaminn þarf á morgun. Það fer alveg eftir því hvernig veröldin þróast.  

 

Kapítalismi innan ramma sósíalisma: Forsendur gamla flokkaskipulagsins eru því að hluta til brostnar. Kapítalismi grundvallaður á fyrirtækjarekstri og verðmætasköpun, með hag starfsfólks og byggðarlags að leiðarljósi er og verður framtíð Íslands. Stöðugleiki verður best tryggður með því að ríki og sveitafélög eigi hluta í mikilvægum fyrirtækjum. Nægjanlega stóran hluta til að geta haft áhrif á mikilvæga stefnumótun. Jafnaðarstefna og fyrirtækjakapítalismi verða að fara saman og velferðakerfið er lykillinn að farsælli framtíð.

  

Stéttarbarátta og sameiginleg markmið: Auðvita verða alltaf árekstrar milli þeirra sem vilja aukin jöfnuð og hinna sem trúa á vissan ójöfnuð sem nauðsynlegan drifkraft í framþróun. En það er gott fólk í báðum “liðum” sem hefur það sameiginlega markmið að skapa samfélag þar sem allir hafa vel til hnífs og skeiðar og sem flestum líði sem best. Þetta fólk þarf nú að vinna saman yfir allar flokkslínur.

Lágrétt flokksbandalög: Opnum möguleika fyrir Ríkisstjórn fólks úr öllum flokkum. Ekki Þjóðstjórn í þeim skilningi að allir þingmenn allra flokka verði að styðja stjórnina. Það væri hættulegt, held ég. Stjórn án stjórnarandstöðu er slæmur kostur.Hinsvegar má athuga möguleika til að mynda stjórn einstaklinga úr öllum flokkum þvert á allar flokkslínur. Samstarf skinsamra einstaklinga sem ekki tengjast núverandi valdamönnum of sterkum böndum. Að fyrir liggi stjórnarsáttmáli fyrir kosningar með bindandi tillögum að lykil ráðherrum. Hin leiðin er að stofnaður verði nýr flokkur framsýns fólks úr öllum flokkum.  

 

Með opnum huga: En hvaða leið sem verður valin er ljóst að skokka upp og þora að prófa nýjar hugmyndir. Verðtrygging lágmarkslauna í hámarkslaunum er ein slík hugmynd þ.e. að engin megi skammta sér hærri laun en sem nemur ákveðnu margfeldi lágmarkslauna? Viðræður um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu verða að vera með opnum huga. Það verður að vega til jafns efnahags hagsmuni, menningarverðmæti og  sjálfstæði þjóðarinnar og leyfa svo þjóðinni að ákveða hvaða leið verður valin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fólk sem er fyrirfram ákveðið í að innganga í Evrópusambandið sé það eina rétta og hinir sem trúa því staðfastlega að innganga sé hættuleg sjálfstæði þjóðarinnar, slíkt fólk á ekki að hafa nein völd í nefndum sem gerir úttekt á málinu.  


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skarplega athugað. Það þarf að finna einhvern meðalveg í stjórnsýslufyrirkomulagi. Klysjan um hægri og vinstri er orðin svo útjöskuð og meiningarlaus að það er kominn tími til að henda slíku fyrir róða, því það skemmir fyrir allri umræðu um lausnir og sátt.

Varðandi EU, þá virðist það algerlega þverpólitískt, hvort sem menn eru með eða á móti inngöngu, að leyfa fólki ekki að vita um hvað kostirnir og gallarnir snúast. Hér vantar markvissa fræðslu en ekki áróður. Báðir vængir eiga að fá að kynna málefnið í heimildaþáttum og síðan ræða það. Þetta er lífsspursmál fyrir framtíðina, hvor sem niðurstaðan verður. Ef það verður farið inn er ljóst að það yrðu sérkröfur og undanþágur, sem þarf að ræða. Ef ekki þá verður að færa rök fyrir öðrum kostum eða hnekkja þeim. T.d. hvað varðar alþjóðavæðinguna og IMF (glæpamafíuna).  Gætum við staðið áfram með krónu? Er það krónan eða efnahagstjórnin og fjármálakerfið, sem eru gölluð. Ég tel að það síðara sé málið og að við værum engu betur sett þótt evran hefði verið gjaldmiðill hér.

Af hverju? Jú Evran er mynt og ekkert annað og hagstjórn hvers lands fyrir sig ræður vægi hennar. Spánverjar eru m.a. að sigla inn í kreppu og berjast við gjaldeyrirsskort og það er í engu betra að vera í EU í þeim kringumstæðum. Til allrar hamingju er ekki miðstýrð efnahagstjórn í EU, sem þó heyrast raddir um. Þá færi illa fyrir þeim sem ekki hafa styrk herraþjóðanna þar.

Ísland þarf að hafa sveigjanlegan lagagrunn og efnahagsstjórn vegna stærðar sinnar og sveiflna, sem rekja má til þess að við erum háð náttúruduttlungum í þjóðrframleiðslu. Það missum við í EU. Regluverkið myndi kæfa öll þingsköp og lögjöf hér auk þess að opna landið gersamlega fyrir rumpulýð á borð ofsatrúarhópa með annarleg markmið. Hópa sem ekkert má segja við vegna hinnar óþolandi pólitísku rétthugsunarpólitíkur EU. Þar skal umburðarlyndið vera án skilyrða, sem ekki er hægt. Svo lítið samfélag þolir slíkt ekki og upplausn og deilur myndu ríkja á öllum sviðum, þar sem þrýstihópar ráða málum.

Er ekki að mála neinn skratta á vegg hér. Þetta er sú reynsla, sem fengin er. Það sem hinsvegar er ógnvænlegast er að við verðum neydd til að afsala eiginrétti á aulindum og selja og leigja til erlendra mógúla. Og ég spyr þá. Hvað er þá eftir, sem einkennir okkur sem þjóð? Tungumálið? Svona eins og grænlenskan kannski?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skal undirstrikað að EU er byggt á hugsjón glóbalismans og er aðeins þrep í átt að markmiðum til Alheimsstjórnar. Bráðlega munu bandaríkin Mexíco og Canada bindast böndum um efnahagsbandalag NAU og myntin hefur meira að segja hlotið nafn AMERO.  Þetta er það sem hin svokallaða Trilateral Commission og CFR vinna að, en þetta eru óopinberir einkakaklúbbar ríkustu mógúla heims. Síðan mun þessum bandalögum steypt saman.

Hefurði pælt í af hverjuExxon og JP Morgan Chase eru að skila met afkomutölum á meðan allt annað er að fara til fjandans?  Hefurðu pælt í því af hverju ráðgjafi frá einkabanka þessum JP Morgan Chase er inni á gafli í seðlabankanum hér? Af hverju John Lipský er aðal efnahagsráðgjafi IMF, hafandi verið Stjórnarformaður JP Morgan Chase og bankastjóri Chase manhattan áður en þessir bankar runnu saman?  Allt fyrirtæki Rockefellera og Rothschilda.  Af hverju skilyrði IMF þola ekki dagsins ljós?

Kynntu þér þessa ormagryfju. Það sem er á ferðinni hér er hostile overtake á fyrirtækinu Íslandi. Ef það gengur eftir, þá heyrum við sögunni til. Líka ef við látum þvinga okkur í EU. Til þess er allur þessi leikur gerður. Þessi kreppa skall ekkert óvart á. Hún er með vilja þessara afla.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lipsky er milligöngumaður í samningaferlinu hér. (eitthvað hlýtur að vera undir fyrst topcat er í málinu hér en ekki hjá öðrum þjóðum í umleitunum við IMF)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll Jón Steinar.

Ég er sjálfur engin talsmaður þess að ísland gangi í Evrópusambandið. Það er skítalykt af öllu því máli og persónulega finnst mér ekki rétt að halda þessu á lofti núna þegar þjóðin er í sjokki. Það er eins og sumir séu að reyna að beina athyglinni frá eigin ábyrgð með þessu Evrópubandalagstali. Þannig lyktar þetta allavega í mínu nefi. En ég er nú með kvef, svo það er ekkert mark á mér takandi.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.11.2008 kl. 12:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband