22.12.2008 | 20:31
Gamaldags myndablogg
Hér er Hugi Hrafn Ásgeirsson eldri sonur minn í Kína 2008. Hann ætlar að búa þar í 1-2 ár og læra kínversku.
Hér eru þeir Hugi Hrafn Ásgeirsson og Muni Ásgeirsson ásamt mér og móður minni sem heitir Ólöf Ásgeirsdóttir. Myndin er tekin á 70 ára afmæli mömmu 2005.
Hér eru elstu bræðurnir í fjölskyldunni Helgason þeir Ásgeir R. Helgason og Valdimar Helgason, ár 2005.
Og svo hjónaleysurnar Ásgeir og Karin Eriksson í sjógallanum árið 2005
Birna systir (sem á heima í London) og fjölskylda (Tim var ekki heima) ásamt Muna og einhverjum vitleysing sem kom í heimsókn. Krakkarnir heita Kristján, Lilja og sú minnsta heitir Valdís. Árið er 2006.
Hér og ......
.....hér er hluti stórfjölskyldunnar í grillveislu Svarvaðardal ár 2006.
Ég og "minnsti" bróðir minn Kristján Orri Helgason alias Dilli sem er læknir í Edinborg. Árið er 2005.
My father Helgi Valdimarsson the caveman....(ár 2005)
.... og frænka mín hún Guðrún Diljá Agnarsdóttir bróður og Önnu Rúnar (ár 2005).
Gönguhópurinn Derrir í Svarvaðardal árið 2004
Þrjár kynslóðir Svarfdælinga á Rimum í Svarvaðardal sumarið 2004. From the left: Helgi Valdimarsson bóndi í Gröf, Hugi Hrafn Ásgeirsson, Ásgeir R. Helgason and Muni Ásgeirsson.
Volvo 1984 módel á hringferð um landið 2005 þá rétt rúmlega tvítugur. Hann er nú kominn í Fornbílaklúbbinn, ennþá í fullri notkun og still going strong.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2009 kl. 18:53 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er gaman að sjá þetta myndarlega fólk. Ég fíla svona myndablogg alveg í tætlur, svo maður grípi nú til gullinna setninga á ylhýra móðurmálinu.
Af hverju segirðu "gamaldags"?
Takk, takk!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.12.2008 kl. 22:51
Gamaldags? Ja þetta eru nú bara "stillimyndir". Sonur minn í Kína er með þetta allt á hreyfingu og tengt við tónlist af öllu mögulegu tægi.
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.12.2008 kl. 08:55
Yndislegt að hitta aftur á þig. Flottar myndir. Vona að laufabrauðið þitt sé gott og vel borðandi. Hvar í Kína er sonur þinn ? ég á systurdóttir sem er í Kunming að læra mandarin. Jólakveðja á þig og þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 19:51
Sæl Ásdís!
Hugi er í Ningbo sem er aðeins norðan við Shanghi. Ningbo er víst "lítil" borg með rétt um 6 miljónir íbúa.
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.12.2008 kl. 20:22