23.12.2008 | 20:42
Verðtrygging lágmarkslauna í hámarkslaunum
Það er út í hött að borga einni manneskju meira en eina miljón í mánaðarlaun meðan fólk er ráðið í vinnu uppá 250.000 eða minna á mánuði. Þetta eru leifar af markaðsfrjálshyggju í anda Friedmans sem er búin að keyra efnahagskerfið okkar í kaf. Því miður fékk sá fauskur Nóbelsverðlaun fyrir sínar keningar sem er og verður ævarandi skömm fyrir þau ágætu verðlaun.
Það á að setja í lög að enginn megi taka hærri laun en sem nemur vissu margfeldi lágmarkslauna. Persónulega held ég að enginn sé meira virði en sem nemur fjórföldu virði þess sem telst minnst verður. En það er nú bara mín skoðun.
Ef einhver hefur efasemdir um að það sé framkvæmanlegt að verðtryggja lágmarkslaun í hámarkslaunum þá er ég búinn að hugsa þetta út i ystu æsar, en læt vera að angra bloggheim með slíkum tæknilegum útfærslum þar til kastanna kemur:)
Gleðileg jól!
Forstjóri Landsbankans lækkar í launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Athugasemdir
Erum við ekki svolítið komin út í kommúnískan hugsunarhátt með einhverju svoleiðis Ásgeir? Með þínum reglum er við í raun að hamla því að fólk geti tekið framförum, eins og ef golfari er kominn niður í 0 í forgjöf að þá geti hann ekki lækkað sig meira, sama hversu hæfileikaríkur hann er.
Síðan eru 1,5 milljónir afar lítið miðað við að hún er bankastjóri og ber ábyrgð á milljónum milljóna sem flæða um bankann á degi hverjum og því með umsjón yfir fjárhag fjölda fólks.
Ekkki hægt að bera svona starf saman við t.d. verkamann upp á 200 þúsund krónur. Ef hann klúðrar "big time" í sinni vinnu verður hann í mesta lagi rekinn og kannski einhver veggur skakkur. Ef bankastjóri hins vegar klúðrar "big time" er hann ekki aðeins rekinn heldur hundeltur, rakkaður niður og hataður af fjölda fólks, rétt eins og gerst hefur síðustu mánuðina.
Varðandi samanburðinn við forsætisráðherra veit ég ekki, kannski ætti að samræma þetta eitthvað, svona rétt á meðan bankarnir eru í ríkiseign.
Össi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 21:02
Össi á hvaða plánetu býrð þú?
Offari, 23.12.2008 kl. 21:25
Réttast væri að borga fólki í hlutfalli við þau verðmæti sem það skapar eða eyðileggur. Sá sem skapar 10 milljónir á mánuði ætti vel skilið að fá að minnsta kosti 5 millur í mánaðarlaun... Sá sem tapar 10 milljörðum ætti að borga eitthvað tilsvarandi... Þannig er þetta því miður ekki. Þeir sem tapa mestu virðast líka fá hæstu launin. Undarlegt...
Hörður Þórðarson, 23.12.2008 kl. 21:36
Össi hvar hefur þú verið undanfarna 2-3 mánuði ? Í dvala kannski ?
En hvar svo sem þú varst þá vertu velkominn aftur.
Ég tel mér þó skylt að segja þér hvað hefur farið fram hér undanfarna mánuði á meðann þú svafst svefninum langa.
Það kom kreppa í heiminum og íslenska bankakerfið hrundi sökum offjárfestinga og lána sem voru að mestu byggð á sandi. Bankastórar feldu niður sínar eginn skuldir og útrásarvíkingar flúðu land. Bankastýra ein vissi ekki af 180 milljónum sem áttu að renna í hlutabréfakaup. Það var flokkað sem tæknileg mistök og hún þurfti ekki að taka á sig tapið og greiða lánið eins og allt venjulegt fólk. Ég segi þér betur síðar frá allri hinni spillingunni.
En núna veistu þetta Össi minn. Velkominn aftur.
Már (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:03
Já og amen.
Víst þekki ég í þaula mótbárur "Össa".
En sem sagt - ég get svarað og gefið "góð" svör.
EN ég ætla að láta það bíða þar til eftir hátíðir. Þetta eru allt saman spurningar um tekknískar útfærslur. T.d. hvernig hægt er að nýta sér sameiginlega sjóði samfélagsins til að leggja inn "umframtekjur" sem síðan má taka út eftir vissum reglum og nýta í "áhættu-kapítalistíska" fjármögnun fyrirtækja (eins og Hringvegarins forðum o.s.f..) Þetta er í raun nauða einfalt mál og er miklu skildara við heilbrigða bónda-skinsemi en kommúnisma.
Hvað varðar ábyrgð bankastjóra, þá þekki ég persónulega fjölda fólks sem ég treysti og væri til í að taka að sér það starf fyrir minna en miljón á mánuði og gera það að minnstakosti miklu betur en þeir sem á undan hafa gengið:)
Hér í Sverige óska menn Góðra Jóla (God Jul) en mér finnst að þau eigi að vega gleðileg og segi því....
...Gleðileg Jól: Össi, Offari, Hörður og aðrir einlægir íslendingar og nærsveitarmenn.
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.12.2008 kl. 22:14
... og Már líka :)
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.12.2008 kl. 22:19
Það þarf enginn hærri laun en ég sem eru heilar 150 þús per mánuð. GLEÐILEG JóL kæri vinur.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 23:42
Gleðileg jól.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.12.2008 kl. 02:54
að eru lámarkslaun í Landinu!
Afhverju ekki hámarkslaun líka?
Allt í lagi að fólk fái borgað fyrir mentun, getu, ábyrgð og dugnað. Sumt fólk er ekki tugi eða hundruð falt betri en einhver annar! í raun erum við öll jafn mikils virði.
Högni Arnarson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:35
Byggingastjórar þurfa að kaupa háar tryggingar til að geta sinnt sínu starfi og halda réttindum. Ef að þeir klúðra málum, þá tapa þeir réttindum til vinnu og tryggingarfélagið þeirra þarf að borga. Hvers vegna er ekki eitthvað sambærilegt hjá öðrum sem þiggja há laun og teljast bera ábyrgð?
Siggi Jóns. (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:39