Fólkið taki völdin af markaðinum

Gleymum því ekki að eftir stjórnarslit koma kosningar og ný stjórn.

Hvað viljum við næst?

Ég vona að nú sé tíminn kominn til að pólitíkin = FÓLKIÐ taki aftur völdin af "markaðinum".

Nú er lag að koma fram með framsæknar nýjar hugmyndir um félagshyggju í samvinnu við duglega fyrirtækjakapítalista. Þörf er nýrra hugmynda eins og að skilgreina hámarkslaun sem ákveðið margfeldi lámarkslauna.

EN (og það er STÓRT EN) gleymum því aldrei að það eru hugsjónir félagshyggjunnar sem eiga að vera leiðarljósið í samstarfinu við kapítalistana. Ekki siðblinda og markaðstrú eins og verið hefur síðastliðin ár félagshyggjuöflunum til ævarandi skammar.  

Við (ég og Jói frændi) stefnum að stjórn undir fána VG með öflum innan Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar sem hafa verið andvíg Frjálshyggjunni frá upphafi eða lært af mistökunum.

Við sjáum gjarna Íslandshreyfinguna með í slíku samstarfi EF (og það er STÓRT "EF") þau jarða frjálshyggjuna í landbúnaðarmálum sem var þeim svo mikið hjartans mál í síðustu kosningum.

Frjálslyndir eru með góða stefnu í Kvótamálinu en sumir í þeim flokki eru dálítið spúkí í öðrum málum eins og innflytjendamálum. Það þarf að skoða betur:)

Lifi fjalldrapinn!


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú trúir þó varla að Íslandshreyfingin komist á þing Ásgeir ?

Eina vonin sem Ómar hefur til að komast á þing er að hann gangi í VG og geri upp við fyrri flokksbandalög úr klofningshópum svokallaðra Frjálslyndra. Þessi tilraun hans til að klóra í bakkann er bara lélegur brandari.

Alda Sig (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband