Milli tveggja skerja

Sérkennilegt orðfæri á síðum sumra fjölmiðla um "hræðsluáróður" gegn ESBé er sorgleg og ófagleg "fréttamennska". Ísland hefur einfaldlega ekkert að vinna á því að ganga í ESBé.

Ísland er best sett sem sjálfstæð eining milli tveggja stórra efnahagsbandalaga. Þar liggja sóknarfærin. 

Það er líklegt að krónan eigi eftir að styrkjast verulega á næstu árum og haldast sterk eftir að eðlilegum böndum hefur verið komið á kapítalismann og skuldamál þjóðarinnar hafa komist í eðlilegan farveg.

Kapítalismi án reglna er eins og vökvunarkerfi án stoppara. Vatnið er nauðsynlegt til að gróðurinn dafni en sé það látið flæða óheft of lengi mun það að lokum drekkja uppskerunni.

Við eigum vissulega mikla samleið með Norðurlöndum og Evrópu en ekki síður með Norður Ameríku. Landið er að hálfu leiti í báðu heimsálfum ekki bara landfræðilega og menningarlega, líka efnahagslega.

Við eigum nóg af færu fólki sem getur stýrt dallinum faglega milli þessara efnahagsskerja. ESBé er ekki lausn heldur fjötur fyrir litla þjóð. Horfið á Eistland og Lettland. Þvílíkar hörmungar sem þessi ESBé lönd eru að sigla inní.

Já, Ísland er best sett sem sjálfstæð eining milli tveggja bandalaga.


mbl.is „Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband