10.6.2009 | 15:38
Af slysavarðstofunni
Að sjálfsögðu á að kjósa um það hvort fara eigi í svona mikilvægar samningaviðræður. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla þ.e. fyrst um það hvort það eigi yfir höfuð að fara í samningaviðræður og svo aftur þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegan samning? Er eðlilegur leikur í stöðunni.
Það á ekki að leggja það á fólk núna að gera upp hug sinn til aðildar að ESB. Ég hef áður líkt því við að heimila tryggingafyrirtækjum að stunda sölu á slysatryggingum á Slysavarðstofunni.
Nú þarf þjóðin andrúm og þetta mál er vel þess virði að það sé rætt að minnsta kosti tvisvar á almennum vettvangi með fókus á það hvar langtíma hagsmunum okkar sé best borgið.
Hleypum "sjúklingnum" fyrst heim af Slysavarðstofunni áður en við gefum "tryggingafélögum" veiðileyfi á að selja honum slysatryggingar.
Nú er að sjá hvort þingheimur hlusti á þjóðina!
Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook