Fyrirtækjavæðing hins opinbera

Innleiðing fyrirtækjahugsunar í opinberu starfi átti að gera allt starf hins opinbera skilviknara og ódýrara. Allt átti að setja í dálka hins heilaga excel-eyðublaðs. 

Flestir hafa fyrir löngu áttað sig á því að dálkahugsun er ekki vænleg til árangurs í heilbrigðis- og skólakerfi. Ég var virkur í háskólasamfélaginu og heilbrigðiskerfinu í Stokkhólmi í þrjá áratugi. Í báðum þessum störfum þurfti ég sem yfirmaður að gera skýrslur fyrir árleg uppgjör, stundum tvisvar á ári.

Þá var eins gott að dálkurinn væri ekki mikið í mínus. Á hverju ári var þó hvatt til þess að allir ættu að vinna saman, þannig fengist bestur árangur. ”Vinnið þverfaglega” eins og það var orðað. Allir virtust vera sammála um að það væri æskilegt að ná sem mestum samlegðaráhrifum. Hugsa og vinna þvers og kruss, jafnvel í hring, til að árangur og nýsköpun yrði sem mest og best. Ekki festast í dálkahugsun, sem sænskir kalla ”stuprör”. Hver dálkur hafði þó áfram sinn yfirmann sem var meðal annars ábyrgur fyrir því að skila hallalausu uppgjöri sínum dálk í excelskjalinu. 

Þetta gerði síður en svo gagn. Bara vesen og aukin skriffinnska. Allt þverfaglegt samstarf varð torveldara, flóknara og dýrara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband