SiFi og fegurð

klingonSú athyglisverða kenning hefur verið sett fram að sá mikli áhugi sem ríkir um allan heim fyrir SiFi og ævintýramyndum hafi gerbreytt fegurðarskini heillar kynslóðar. Auðvita er erfitt að sanna þetta vísindalega en það kæmi mér samt ekki á óvart þó eitthvað væri til í þessu. Krakkar (og ég) sem elska SiFi og ævintýramyndir geta t.d. heillast af Klingonútliti (fundist það sexí). Dæmi um ný sexí líkams -"lýti" úr SiFi heiminum eru t.d. upphleypt hátt enni (eins og þvottabretti), hvassar tennur og oddhvöss eyru. Og þá erum við nú bara rétt að hita upp.

Gaman væri ef þetta er satt og að fram vaxi kynslóð sem er laus við útlitslega þröngsýni eins og speglast í fegurðarsamkeppnum af ýmsum toga.


mbl.is Ljótasti hundur heims krýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Innilega sammála þér í þessu Ásgeir! En þú ert nú samt svoldið skotinn í mér þó ég lýti ekki út eins og klingon? Er það ekki?:

Vilhelmina af Ugglas, 23.6.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Veit um eina sem er hrifin af hvössum tönnum og furðudýrum. En hvað er SiFi annars?

http://raudka.blog.is/blog/raudka

Ekki illa meint

Þröstur Unnar, 23.6.2007 kl. 18:22

3 identicon

Oh my! Athyglisverð kenning. Held samt ekki an útlitslega séð breytist nokkurt. Það er alltaf löngun, hjá öllum sem er 'streamline' að líta út eins og þeir sem eru frægir. Það mun litlu breyta hjá okkur, okkur ljóta fólkinu. Við komum ekki til að líta út eins og hollíwúud skapaðar persónur. And Sífí - er draumur okkar allra, rightó?

Ein ekki svo voða ljót. 

Unknown (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 19:25

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jú, rétt hjá "Unknown" = "Það er alltaf löngun, hjá öllum sem er 'streamline' að líta út eins og þeir sem eru frægir"!

Málið er bara að í Si Fi eru þeir frægu EKKI eins og horrenglurnar með tvö brjóst sem vinna í fegurðarsamkeppnum. StarTrek og Star Gate eða Star Wars eða ... etc... hetjurnar eru "frægar" þó þær séu ekki raunverulegar, ekki frekar en þessi hallærislegu horrenglumódel tískubransans sem eru líka meira eða minna búin til með hjálp myndavélarinnar og tölvutækninnar.

Eða eins og sonur minn sagði hér um árið =

"Klingon gellur eru flottari en miss Æsland!"

Ég held bara að ég sé honum hjratanlega sammála!?

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.6.2007 kl. 19:21

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

 Þröstur!

SiFi = Science Fiction = vísindaskáldsögur. Sumir flokka ævintýra bækur eins og Tolkien undir SiFi en það geri ég ekki. Ævintýrabækur eru sér flokkur þó þetta sé auðvita allt grein af sama tré - eða þannig:

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.6.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þessi samkeppnistilhneiging er auðvitað komin út fyrir öll ásættanleg mörk. Allir gangast upp í allri vitleysunni, sama á hvorn veginn er, fegurst, ljótust, feitust, mjóust... o.s.frv. Hvað á að gera við þetta seinþroska mannkyn???

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.6.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Veit ekki alveg hversu miklar gleðifréttir þetta eru. Þýðir þetta ekki bara kynslóð sem leggst undir hnífinn því þeim finnst þau verða að uppfylla staðla SiFi útlitsins? Annað eins hefur nú gerst, sbr reyrðir fætur í Kína og sílikonbrjóst í engri samsvörun við líkamsbyggingu á Vesturlöndum... Útlitsdýrkunin og sá iðnaður allur gengur út á að skapa óraunhæfar ímyndir sem erfitt er að ná. Ef markhópnum tekst nokkuð vel að ná ímyndinni þá er henni breytt. Ég held einmitt að næsta stig verði útlit sem aðeins er hægt að ná með skurðaðgerðum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 20:33

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Katrín Anna: Þetta er auðvita ein möguleg útkoma. Við sjáum þegar í dag einstaka manneskjur sem láta operera inn fellingar í ennið til að lýta út eins og Klingon. En að allir eigi að lýta eins út skapar einsleitni og fordóma. Heldur vil ég rappara, hippa, punkara, skinnskalla, SiFi frík, Gothics, graffara, o.s.f. hver og einn hópur með sitt eigið ídeal og sub-kúltúr.

Auðvita væri best að hver og einn væri bara sáttur við sig og sé ekkert að bera sig saman við aðra, en það mun aldrei verða. Það er útópía.

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.7.2007 kl. 21:38

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, ég er bara alltaf að vona að mannkynið verði skynsemisverur sem lætur ónauðsynlegar skurðaðgerðir eiga sig og fagnar margbreytileikanum!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband