Heilbrigðisstarfsmenn í tóbaksvörnum

RIR Í rannsókn á tóbaksvarnastarfi heilsugæslulækna á Norðurlöndum fyrir fáum árum kom m.a. í ljós að þó heilbrigðisstarfsmenn séu allir að vilja gerðir og líti á það sem hluta af starfi sínu að aðstoða sjúklinga við að hætta að reykja, er tóbaksvarnastarf afar lítill þáttur af starfi flestra þeirra. Ein megin ástæða þess að heilsugæslulæknar (og læknar almennt) veigra sér við að bjóða sjúklingum uppá stuðning við að hætta að reykja er að slíkur stuðningur er mjög tímafrekur og að þeir efast um að árangurinn sé erfiðisins virði. Tilkoma faglegra Reyksíma á vegum heilbrigðisþjónustunnar (m.a. á Íslandi) hefur gerbreytt þessari mynd til hins betra.

  

reyklaus bekkur

Þorvarður Örnólfsson: Í kjölfar umfangsmikils fræðslustarfs Krabbameinsfélagsins í skólum landsins undir stjórn Þorvarðar Örnólfssonar drógust reykingar verulega saman á tiltölulega stuttum tíma. Árið 1990 reyktu um 20%16 ára unglingum daglega og hafði þá lækkað úr tæplega 50% á ca. 15 árum, sem verður að teljast frábær árangur.

fearÁ þeim tíma heimsóttu sérþjálfaðir forvarnafulltrúar Krabbameinsfélagsins og hópar læknanema yfir 70% allra nemenda á landinu á aldrinum 11-16 ára á hverju ári, með fjölbreytt fræðsluefni. Fræðslan var sambland af umræðum um félagslega þætti reykinga og heilsufarslegar afleiðingar, þar sem blandað var saman gamni og alvöru. Á stundum var fræðslan gagnrýnd fyrir að vera „hræðsluáróður“ en þegar dregið var úr þeim þætti kom gagnrýnin úr hinni áttinni, frá þeim sem þótti ekki nóg af „hryllingsmyndum“ af ljótum lungum.

CAALULSD 

Síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að hæfileg blanda af hvoru tveggja er það sem gefur bestan árangur til lengdar.


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Cigar Ég hætti að reykja heilsunnar vegna, það sem fer mest í taugarnar á mér í dag er sóðaskapurinn og filan af fólkinu.  Kveðja í Sverige

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Viltu gjöra svo vel, af því að ég get ekki kommenterað inná síðuna hans Ásgeirs Helgasonar,biðja hann að segja frá því er bóndinn aldni fundaði með áfengisvarnarnefnd ?? Mig langar að heyra meira af því.

Margrét Sig

Hallgrímur Óli Helgason, 22.11.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hallgrímur Óli: Veistu hvað Margrét Sig. er að biðja um? Hefur hún áhuga á að vita meira um störf Jónasar í áfengisvarnanefnd Ljósvetningahrepps? Jónas var alla tíð mikill áhugamaður um bindindi á vín og tóbak. Lét það þó ekki ganga út yfir aðra, allavega ekki síðari hluta ævinnar.

Margréti er velkomið að senda mér e-mail (asgeir.helgason@sll.se) ef hún hefur spurningar um Jónas. Ég hef hinsvegar valið að takmarka athugasemdir á blogginu við þá sem eru skráðir notendur vegna þess að ég var orðinn svo þreyttur á leynisendingum frá fólki sem augljóslega var ekki það sem það þóttist vera. Það fór svo mikill tími í að svara einhverjum sem flugumönnum. Auðvita er þessi afstaða mín hálf hallærislegt en tíminn er dýrmætur.

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.11.2007 kl. 19:06

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Ásgeir ég veit ekki hvað hún var að biðja um og ég veit ekki einu sinn hver þessi kona er, hún sendi mér þessi skilaboð og ákvað ég að kópera þetta og senda þér, sem ég hefði kannske ekki átt að gera, en hún les þetta svar hjá þér ábyggilega og getur þá haft samband við þig á þessu netfangi.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 22.11.2007 kl. 22:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband