Af svíum

ARH hesturSamanburður á þjóðareinkennum er flestum eðlislægur. Við berum með okkur innri myndir af heimahögunum og berum þær ósjálfrátt saman við það sem við sjáum og upplifum í útlöndum. Oft er slíkur samanburður byggður á fordómum og myndirnar renna saman í eina þegar við öðlumst dýpri þekkingu á útlandinu. Auðvita er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar en eftir standa viss einkenni sem þrátt fyrir allt einkenna samfélög og greina okkur hvort frá öðru. Ég mun í pistlum mínum gefa ykkur dálitla innsýn inní sænska menningu eins og hún kemur íslendingi fyrir sjónir sem hefur verið búsettur í Svíþjóð í 15 ár.

Ég mun aðallega skrifa á íslensku en vissir hlutar síðunnar verða þó á sænsku vegna þess að ég vil gefa vinum vorum svíum möguleika á að skilja það sem um þá er sagt.

 


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband