Fyrirtæki sukka með peninga skattgreiðenda

veislaSænskir launaþrælar í þjónustu hins opinbera eru óendanlega þreyttir á tuggunni um að þeir verði að sýna hófsemi í atvinnutengdum lífsgæðum vegna þess að þeir séu að eyða “peningum skattgreiðenda” (skattebetalarnas pengar).

Vilji yfirmaðurinn bjóða starfsfólkinu í veislu einu sinni á ári er þess vandlega gætt að maturinn sé í ódýrari kantinum og ef það er á annað borð boðið uppá vín, þá er það bara eitt glas af “víni hússins” með aðalréttinum. Ef þú vilt meira en eitt glas af víni verðurðu að borga það sjálfur. "Þetta eru jú peningar skattgreiðenda!"

Nú er ég svo heppinn að eiga marga vini og kunningja sem reka eigið fyrirtæki eða eru stjórnendur í einkafyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Það gerist ekki ósjaldan (minkar líklega eftir þennan pistil), að þessir vinir mínir bjóði mér út að borða á “kostnað fyrirtækisins”. Þá er gjarna farið á dýrustu og fínustu matsölustaði Stokkhólms. Borðvínið er aldrei af verri endanum (ekki vín hússins) og það er nóg af því. Koníakið með kaffinu kostar á við mánaðarlaun verkamanns víða á jörðinni.

Þessar veislur sem mér er boðið í eru þó smámunir einir miðað við þær tröllasögur sem vinir mínir kapítalistarnir gorta um þegar þeir halda erlendum viðskiptavinum veislur. Ekkert er til sparað í veisluhöldum einkafyrirtækja, enda eru þetta "peningar fyrirtækisins" og eigendur fyrirtækja mega jú gera það sem þeir vilja með sína eigin peninga. Eða hvað?

Mér er spurn, hver er munurinn á “peningum skattgreiðenda” og “vangreiddum sköttum” (uteblivna skatter)?

Ég held því ákveðið fram að þetta risnu-sukk einkafyrirtækja sé ekkert annað en bruðl með fé skattgreiðenda. Með því að skrifa sukkið sem útgjöld í fyrirtækinu minka skattgreiðslur fyrirtækisins.

Var það ekki einn af Baugsmönnum sem reyndi að verja sig með því að rekstur einhvers skemmtibáts í Flórída væri vel innan þeirrar risnu sem hann hafði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála!!!!

Kata (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband