Sóknarfæri Íslands er milli efnahagsbandalaga

EU og NAFTANú þegar allt útlit er fyrir að nyrðri siglingaleiðin opnist með hlýnun jarðar verður Ísland aftur í mikilvægri lykilstöðu landfræðilega, ekki ósvipað því sem var á árum kaldastríðsins. Munurinn er náttúrulega sá að nú erum við ekki lengur háð Bandarískum hernaðarhagsmunum. Hinsvegar erum við mitt á milli tveggja efnahagsrisa Evrópusambandið (EU) og NAFTA.

 Þessar blokkir eru og verða í sífelldu efnahagsstríði, bæði köldu og heitu.

 

Það væri óðs manns æði að ætla nú á elleftu stundu, þegar Ísland er aftur að fá landfræðilega mikilvæga stöðu, að ganga inn í aðra hvora efnahagsblokkina. Við eigum að sjálfsögðu að nýta okkur stöðuna og gera samninga við báðar þessar blokkir.

 

Hinsvegar getur verið að við neyðumst til að tengja gjaldeyrir okkar við aðra hvora blokkina en þá sé ég ekki endilega að Evran sé betri en Dollar. En það er nú allt annað mál og ég er í raun alls ekki viss um að það sé yfirhöfuð nauðsynlegt þegar búið er að koma eðlilegum böndum á efnahagslífið. 

 

Sóknarfæri Íslands er utan eða réttara sagt á milli efnahagsbandalaga, en fyrst verðum við að taka á okkur nokkur erfið ár. Vonandi náum við aftur hluta af því fé sem einstaklingar og fyrirtæki hafa komið undan. Það er fáránlegt og óréttlátt að einstaklingar geti komið sér undan persónulegri ábirgð með því að setja fyrirtækin sem þeir stofnuðu fyrir almannafé á hausinn en flytja fasteignir yfir á einkafyrirtæki sem stofnuð eru kringum þá sjálfa. Að ekki sé talað um það fé sem komið hefur verið undan til skattaparadísa.

 

Í efnahag Íslands Skrattinn skálmar, -

skjálfandi lýðurinn buktar og mjálmar. -

Þar voru útrásar sungnir sálmar, -

svigna á Cayman íslenskir pálmar


mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband