Viltu hætta að reykja?

Útvegaðu þér staðgengla fyrir sígarettuna. Sá sem reykir einn pakka á dag ber höndina u.þ.b. 1000 sinnum á viku upp að munninum. Þetta er orðinn sterkur vani sem skilur oft eftir sig tómleikakennd sem heilinn túlkar sem tóbakslöngun. Hér á eftir fylgir listi yfir ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar þú hættir að reykja. Láttu annars hugmyndaflugið ráða og leitaðu leiða sem passar þér best:

 

* Sankaðu að þér lesefni um skaðsemi reykinga og haltu áfram að leita að nýju efni.

 

* Í apótekum og víðar fæst mentól munnúðií litlum aflöngum brúsum sem gott er að fitla við og spreyja annað slagið uppí sig til að fá ferskt bragð.

 

* Mentól nefstifti geta líka hjálpað á svipaðan hátt.

 

* Í ýmsum heilsubúðum er hægt að kaupa lakkrísrót sem mörgum finnst gott að naga eftir að þeir hætta að reykja. Sagaðu hana gjarnan niður í bita á stærð við sígarettur og hafðu bitana í öskju þar sem þú varst vön/vanur að hafa tóbakið áður.

 

* Drekktu mikið af vatni og hreinum ávaxta- og grænmetissafa.

 

* Hvernig væri að safna stubbunum og ösku í sultukrukku? Helltu gjarna smá vatni yfir og settu lokið á. Opnaðu ef þú færð löngunarkveisur og lyktaðu uppúr krukkunni.

  

* Hafðu gjarnan tannbursta og tannkrem við höndina og burstaðu tennurnar nokkrum sinnum á dag.

 Reyksíminn

* Reyksíminn- 800 6030. Hringdu gjarnan í Reyksímann strax í dag og skráðu þig hjá þeim.

Þú getur hringt eins oft og þú vilt og beðið um að hringt verði í þig.

Það kostar ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband