Fullnægingin og sæðisvökvinn

Hjá körlum sem hafa farið í aðgerð þar sem blöðruhálskirtillinn er fjarlægður er enginn sæðisvökvi lengur til staðar, því framleiðsla sæðisvökva er eina hlutverk blöðruhálskirtilsins. Fullnægingin verður því þurr, en það dregur verulega úr nautninni. Þurr fullnæging hefur svipuð neikvæð áhrif á lífsgæði karla og þverrandi limstífni.

Kynlífsathafnir

Þegar valið er af handahófi segjast átta af tíu körlum á aldrinum 60-69 ára fá kynferðislega fullnægingu einu sinni í mánuði (meðaltal) og hafa af því nokkra ánægju.

Kynlífsathafnir dragast saman þegar aldurinn færist yfir. Á aldursbilinu 70-80 ára hafa aðeins þrír af tíu samfarir einu sinni í mánuði. Fleiri stunda sjálfsfróun.   

Stífnin

Meirihluti þeirra sem láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn verða fyrir því að limurinn stífnar ekki sem skyldi, ef þá nokkuð. Þegar ristruflanir eru það miklar að ekki er lengur hægt að hafa samfarir án hjálpartækja, hefur það mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem í því lenda. 

RigiScan

Hér til hægri er mynd af tölvu sem metur tíðni og styrkleika limstífni í svefni. Stuðst er við þesskonar mælingar til að meta hvort skert limstífni sé af líffræðilegum toga.

Margvísleg bjargráð eru þó til staðar eins og lyf og pumpur, en einnig er hægt að framkvæma aðgerðir þar sem íhlutir (protesur) eru settir inní tippið. Best er að ráðfæra sig við þvagfæraskurðlækni varðandi þessi mál. 

Kynlíf skiptir máli fyrir suma eldri karla, en alls ekki alla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband