Vegið úr launsátri

sniperEitt það hvimleiðasta á mbl bloggi eru nafnlausar athugasemdir með skætingi, upphrópunum og persónuníði. Það hjálpar lítið þó krafa sé gerð á að fólk skrái sig inn til að skrifa athugasemd því margir virðast skapa blogg undir dulnefnum nánast eingöngu í þeim tilgangi að geta vegið að fólki úr launsátri. Þetta verður að leysa á einhvern hátt.

Auðvita verður sá möguleiki að vera fyrir hendi að skrifa blogg undir dulnefni. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að það eigi að leyfa athugasemdir undir dulnefni. Ein lausn er að hægt sé að skilyrða að aðeins þeir sem eru skráðir inn með fullu nafni og kennitölu geti skrifað athugasemdir.

Annars er mbl hreint frábær þjónusta, ekki síst við okkur sem búum í útlandinu!

Takk fyrir það!


mbl.is Mbl.is á afmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Heyr heyr

Virkilega hvimleið kvikindi þessi nafnlausu mannorðsmorðingjar, hef skömm á slíku fólki.

En það eru allar ip tölur samt skráðar, þannig að það er hægt að rekja þetta.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Algjörlega sammála! 

Það ættu allir að skrifa undir nafni og með mynd af sér ef vel ætti að vera.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála...hef lent í tveimur slíkum og ekki nóg með það að þegar ég var búinn að útiloka IP tölur þeirra frá því að gera athugasemdir á mínu bloggi, þá eltu þeir mig á önnur blogg þar sem ég hafði gert athugasemdir og héldu svívirðingum áfram þar. Ótrúlega slappir karakterar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Brattur

... svo eru sumir sem taka sér "skáldanöfn" en eru með mynd og fullt nafna á heimasíðunni, undir höfundaupplýsingar... sleppur það ekki?

Brattur, 2.2.2008 kl. 23:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband