KVÍÐI pistill 2

clip_image002

Mörg nútíma “tígrisdýr” eru gríslingar sem heilinn hefur lært að túlka sem hættulega:

 

Ef barn verður hrætt af einhverjum ástæðum og lítill sætur grís er fyrir tilviljun staddur í nánasta umhverfi barnsins geta myndast tengsl milli gríslingsins og óttaupplifunarinnar. Næst þegar barnið sér grís bregst líkaminn við með því að spýta stresshormónum út í blóðið með meðfylgjandi líkamlegum einkennum sem tengjast ótta. Heilinn hefur lært að túlka grís sem eitthvað hættulegt, þ.e. vegna þess að streituhormónin flæða þegar ég sé grís hlýtur grísinn að vera hættulegur.

Eftir þetta breytist grísinn í tígrisdýr í augum barnsins. Eftir þetta forðast barnið grísi og hefur því ekki möguleika til að leiðrétta misskilninginn og fatta að grísir eru alls ekki hættulegir. Þannig viðheldur flóttinn óttanum.   Þó heilinn geti lært fyrir mistök að túlka nánast allt sem hættulega óvini er það forsenda þess að óttinn sitji í að þú hafir möguleika á að forðast fyrirbærið. Þannig leiðréttist margt af sjálfu sér einfaldlega vegna þess að þú getur ekki komist hjá því að lenda í aðstæðunum og þá lærir heilinn að túlka þær uppá nýtt. Innan sálfræðinnar hafa þróast aðferðir til að aðstoða fólk við að vinna bug á (eða draga úr) órökréttum ótta og nagandi kvíða. Aðferðin gengur útá það að greina hvað það er sem þú óttast og hjálpa þér að horfast í augu við “óargadýrið” án þess að flýja svo heilinn geti áttað sig á að þetta er bara lítill sætur gríslingur. Þessi aðferð er sannreynd í fjölda viðurkenndra vísindarannsókna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband