KVÍÐI pistill 3

clip_image002Að óttast ókunnuga: Ótti við ókunnuga, sérstaklega hóp ókunnugra, er nokkuð algengur. Margir eiga t.d. erfitt með að standa upp í samkvæmum og segja nokkur orð eða standa upp og bera fram spurningu í fullskipuðum sal á málþingi. Að framan höfum við séð hvernig heilinn getur lært að túlka veruleikan á rangan hátt og hvernig sértækur ótti við hættulausa hluti þróast. Á svipaðan hátt getur heilinn lært að túlka ólíkar félagslegar aðstæður, eins og að tala fyrir framan hóp fólks, sem hættulegar ef maður hefur t.d. einhvertíma lent í óþægilegri lífsreynslu við svipaðar aðstæður. Ótti við að tala fyrir framan hóp fólks er mjög algengur. Hafi maður einhvertíma lent í óþægilegum aðstæðum tengdum einhverjum ókunnugum getur heilinn auðveldlega yfirfært þessa reynslu yfir á alla ókunnuga. Allir ókunnugir eru því líklegir óvinir. Líkaminn er í stöðugri varnarstöðu gagnvart ókunnugum og þegar þú stendur frammi fyrir hópi ókunnugra þar sem ómögulegt er að fylgjast með hverjum og einum og öll athygli beinist að þér, spýtast streituhormónarnir út í blóðið til að undirbúa þig undir hugsanlega árás. Á sama hátt og barnið forðaðist gríslingin (sjá pistil 2) þá forðast sá sem óttast að tala fyrir framan hóp fólks að setja sig í slíkar aðstæður og kemur þannig í veg fyrir að heilinn fái möguleika til að læra að greina milli raunverulegar óvina og hættulegra aðstæðna (raunverulegar “tígrisdýra”) annarsvegar og hættulausra einstaklinga eða aðstæðna (“pappírstígrisdýra”) hinsvegar.  Meðferðin er í grundvallaratriðum sú sama og lýst var í pistli 2, þ.e. að setja sig í aðstæðurnar sem valda ótta og fá hjálp við að halda út án þess að flýja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband