Blogg-fjand-vinir

VindbelgursunsetBirds of a feather blogg to together - but when the dark meets the light they create the twilight!: Ég er nýbyrjandi í blogg-heiminum. Byrjaði 1. apríl, deginum til heiðurs. Finnst þetta bara allgaman og gefa öðruvísi innsýn inní slagæð íslenska samfélagsins en maður fær gegnum fjölmiðla, búandi í útlandinu. Þó finnst mér erfitt að átta mig á því hvernig ég get best fylgst með bloggi þeirra sem skrifa um hluti sem vekja áhuga minn (hvort sem ég er sammála eður ej). Ég hef lært að ein leið til að fylgjast með er að biðja viðkomandi að gerast bloggvinur. Hinsvegar virðist mér í fljótu bragði að það sé tilhneiging til að fólk með svipaðar skoðanir á mönnum og málefnum samþykki hvort annað sem bloggvini og úr verði einhverskonar netrænar halelújasamkomur þar sem menn eru sífellt að predíka yfir trúarsystkinum. Feministar flokkast saman, vinstrimenn halda hópinn, miðaldra nöldrarar krunka í kór á hrafnaþingi o.s.f.  Allavega hef ég tilhneigingu til að gera þetta sjálfur. Kannski byggist þessi skoðun mín bara á misskilningi, þið vitið - margur heldur mig sig? Auðvita er eðlilegt að fólk vilji fylgjast með skrifum trúarsystkina sinna en ég tel engu að síður æskilegt að eiga mér blogg-fjand-vini. Annars er ekkert gaman að þessu til lengdar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ætti að vera ósammála, en er sammála. Þessi vinahópafílingur er eðlilegur. Var einmitt að fara að blogga um bloggefnið fjandvini en á allt öðru nótum. Geri það kannski á eftir þegar ég er búinn að svæfa litlu stelpuna mína.

xx

Ólafur Þórðarson, 12.4.2007 kl. 19:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband