KLUKKAĐUR

klukkaJááá, nú eru nokkur búin ađ “klukka” mig og ţá skilst mér ađ mađur eigi ađ reikna upp nokkur atriđi um sjálfan sig sem ekki koma fram í blogginu eđa í höfundalýsingu s.b.r lesblindur dósent í sálfrćđi međ rćtur í.... etc..Hér koma ţá átta atriđi:

1) Ég var í MH, tók síđan BA í sálfrćđi viđ HÍ og Hagnýta fjölmiđlun viđ sama skóla áđur en ég fór í framhaldsnám til Svíţjóđar.

2) Ég vann hjá Krabbameinsfélaginu í 7 ár ţar sem ég m.a. ţróađi og stýrđi námskeiđum í Reykbindindi og skipulagđi ráđstefnur um ađhlynningu deyjandi krabbameinssjúklinga og ađstandenda ţeirra.

3) Ég var mikill áhugamađur um leiklist á árum áđur og lék asna í Kardimommubćnum í Ţjóđleikhúsinu ţegar ég var 16 ára (ég lék framhlutann og Árni Guđmundsson vinur minn lék hinn hlutann). Lék líka m.a. Betlarakónginn tengdapabba Makka Hnífs (sem nafni minn Bragason lék) í Túskildingsóperunni í MH, leikstjóri var Stefán Baldursson, síđar Ţjóđleikhússtjóra. Jóhanna Ţórhallsdóttir söngkona lék eiginkonu mína í ţeirri sýningu.Steingerđur Steinarsdóttir blađamađur og bloggvinkona mín, lék hóru.

4) Ég var varaformađur Stúdentaráđs í HÍ og hafđi frumkvćđi ađ stofnun (endurvakningu) Stúdentaleikhússins 1982 sem setti upp leikritiđ Bent sem sína fyrstu sýningu.

5) Ég var rosalega feiminn sem krakki og unglingur. Fékk bullandi hjartslátt ef ég ţurfti ađ tala fyrir framan fólk. Lćknađi sjálfan mig af ţessu í MH međ ţví ađ ţvinga mig til ađ tala sem mest á opinberum vettvangi, taka ţátt í leiklist, vera virkur í félagslífinu og vera almennt óţolandi áberandi. Vona ađ skólafélagarnir fyrirgefi ţetta, en ég hafđi bara ekkert val.

6)Ég starfađi sem gćslumađur á Kleppsspítalanum um 10 ára skeiđ međ skóla. Var ein ađal sprautan í ólöglegu verkfalli starfsfólks á Kleppi og Kópavogshćli (1981 ađ mig minnir). Verkfalliđ varađi í ca. viku og var verkfallsvaktin heima hjá mér á Njálsgötu 60 í íbúđ sem viđ Friđrik Indriđason (Frikki) blađamađur (bróđir Arnaldar) leigđum saman.

7) Stofnađi á menntaskólaárunum ungmennafélagiđ Ţjóđbjörg ásamt Ólafi Ólafssyni formanni Yfirskattanefndar. Ţjóđbjörg gaf út tímaritiđ Ţremill og hirđljósmyndari Ţremils var Páll Stefánsson eđalljósmyndari.

8)Ég var í Klúbb 71 hjá Ćskulýđsráđi Reykjavíkur á unglingsárunum ásamt m.a. ćskuvini mínum Árna Guđmundssyni bloggara og ćskulýđsfrömuđi. Ţar frömdum viđ miklar leiklistakúnstir undir stjórn Ketils Larsen og lékum m.a. jólasveina í nokkur ár á Austurvelli ţegar kveikt var á jólatrénu.

Wizard

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

...ja hérna Ásgeir, ţú ert hćfileikaríkur mađur međ glćstan feril... leiklistaferillinn kemur  mér skemmtilega á óvart... ég hef lúmskan grum um ađ ţú hafir gaman af sćnskum vísnasöng!???

Brattur, 13.7.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Brattur

p.s. ég fékk bréf frá "ţér" í gćr... varstu búinn ađ skođa ţađ...?

Brattur, 13.7.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ha Gísli?

Nú er ég ekki alveg međ á nótunum - hvađa bréf?

Og jú, ég hef gaman af vísnasöng, sćnskum og íslenskum:

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.7.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Brattur

... ég er ađ leika mér smávegis ađ "skálda upp í bloggvini"... kíktu á síđuna mína...

einu sinni sjá ég Fred Ĺkeström á tónleikum í Norrćnahúsinu í Reykjvík... fátt hef ég séđ betra í músík og tjáningu síđan...

Brattur, 13.7.2007 kl. 18:50

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gott mál Gísli,

ţú ert Brattur:

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.7.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

 Frábćr klukk-atriđi!

Ásgeir, viđ bara hljótu ađ hafa hizt í lifanda lífi, meina sko annarstađar en á blogginu. Ég sá ţessa uppfćrslu á Kardimommubćnum, - hún var ćđisleg. Ég vann á Kleppi ţegar ţessi ósköp í verkfallslíki dundu yfir. Ég man óljóst eftir Njálsgötu 60, en kom aldrei ţangađ. Ég hef sótt allar ráđstefnur á Íslandi um ađhlynningu deyjandi fólks (held ég) og sinnti slíku beint og óbeint á Borgarspítalaárum mínum (1988 til 2000). Ja, víđa liggja leiđir!!

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:00

7 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

PS:  Sú obsessíva-kompúlsíva segir: ţetta átti ađ vera hjótum

PS2: Ketill Larsen var heimagangur á heimili bestu vinkonu minnar og ţví einkavinur okkar vinkvendanna.

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Flott ađ klukka ţig, ţú hefur gert ýmislegt.  Hitasvćkjukveđja frá Selfossi alveg 20 í dag og 16 í kvöld.

Ásdís Sigurđardóttir, 13.7.2007 kl. 23:17

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Guđný, viđ hljótum ađ hafa krćkt saman hornunum einhverntíma. ´

Ásdís, vona ađ ţú bráđnir ekki:

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.7.2007 kl. 07:26

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er svoddan óttalegur félagsskítur ađ ég nenni ekki svona uppátćkjum. Á ekki plötur međ Bubba og keypti aldrei fótanuddtćki. Mótmćlti ekki í Straumsvík eđa á Kárahnúkum og mćtti ekki á minningarathöfnina um púđluhundinn myrta ađ meint var.  Er heldur ekki í Íslandshreyfingunni eđ a Save Iceland.  Var skítsama um Keikó, borđa hvalkjöt og fitu.  Forđast allt sem inniber orđin "létt" eđa "sykurskert" í sér, reyki og klukka ekki og tek ekki viđ klukkum.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 06:26

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ţetta var hellingur af upplýsingum um ţig Jón Steinar = örugglega meira en 8 atriđi:

Kannski ekki Klukka en örugglega arbandsúr:

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.7.2007 kl. 13:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband