Kynlífspistlar - pistill 1: Þurrt sáðlát

old manRannsóknir á kynlífshegðun karla á áttræðisaldri sýna að 80% hafa líflegar kynlífshugsanir, 60% hafa samfarir a.m.k. einu sinni á 12 mánaða tímabili og enn fleiri fá ennþá fullnægingu á einn eða annan hátt. Annar hver karl á þessum aldri hefur það slaka stinningu við stand að hann þarf að nota einhverskonar hjálpartæki (eins og lyf eða pumpu) til að hafa samfarir (sjá komandi pistil um "getuleysi"). Einnig kvarta margir undan minnkuðu sáðláti sem virðist haldast í hendur við minni fullnægingarnautn. Þurr fullnæging(enginn sæðisvökvi kemur við fullnægingu) er einmitt ein af aukaverkunum skurðaðgerðar gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálsi. Aukaverkun sem hefur horfið í skuggann af umræðunni um stinningu og stinningarlyf. Flestir karlmenn sem hafa þurra fullnægingu upplifa mun minni fullnægingar sælu og rannsóknir sýna að þetta fyrirbæri skerðir lífsgæði þeirra næstum jafn mikið og "getuleysi",

 

HeffnerÞó mikilvægi kynlífsins fyrir lífsgæði minki með aldrinum hjá meirihluta karla telja 30% karla á aldrinum 70-80 ára að kynlíf sé mikilvægt eða mjög mikilvægt fyrir lífsgæðin. Það sýnir sig meðal annars í því að 20% karla yfir fimmtugt velja að sleppa meðferð við krabbameini í blöðruhálskyrtli, sem gerir menn ”getulausa”, þegar allar staðreyndir málsins eru lagðar á borðið.

 

Í næsta pistli verður fjallað um "getuleysi".

 


mbl.is Heath Ledger látinn
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eitthvað að þér????? Er þetta viðeigandi við dánartilkynningu?!? Þú ert nú meira fíflið.

Logi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 07:13

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK, ég relateraði til myndarinnar sem maðurinn varð þekktur fyrir að leika í. Mynd sem fjallaði um ástir og kynlíf karla. Ef það stuðar þig vinur, þá er ég leiður yfir því. En þetta er sem sagt tengingin sem ég sá.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.1.2008 kl. 07:18

3 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Hverslags rugl er þetta er ekki hægt að loka á svona blogg. Hvað á þetta að þýða að láta svona eins og fáviti. Er ekki til snefill af sómatilfinningu eða virðing fyrir hinum látnu. Ég mæli með að þú fjarlægir þessa færslu af blogginu þínu. Annars sýnist mér þetta lýsa best hvernig menn eru í innri manni sínum.

bkv.

Einn aðdándi hins látna leikara Heath Ledger.

Óli Sveinbjörnss, 23.1.2008 kl. 08:09

4 identicon

Helga Reynisdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki góð tenging en takk fyrir fræðandi pistil, vildi samt vita eitthvað um grunnin á þessari þekkingu

Heimildirnar sem þetta er byggt á

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.1.2008 kl. 09:34

6 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sæll Ásgeir og velkominn úr bloggfríi.

Með "big bang"!

Ég skil nú ekki alveg hvað fólk er að fara? Maðurinn var jú helst þekktur fyrir leik sinn í mynd sem lýsir kynlífi og ástum karla, eins og þú segir. Er umræða um kynlíf virkilega svona hlaðin enn í dag?

Ætli viðbrögðin hefðu orðið svona sérkennileg ef þú hefðir bloggað um t.d. aðferðir til að hætta að reykja, og tengt boggið við dánartilkynningu um frægan leikara sem dó úr lungnakrabba, eða var þekktur fyrir að reykja í sínum myndum?

Eða er það kannski dauðinn sem slíkur sem vekur upp svona "fara frammúr vitlausu meginn" viðbrögð hjá sumum?

Ég hlakka til að lesa áframhaldandi pistla um þetta efni.

Vilhelmina af Ugglas, 23.1.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Sandra Dís

 Ég veit ekki hvað er að þér... en þú átt virkilega bágt.!!!!!!!

Sandra Dís, 23.1.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sælt veri fólkið!

Það var aldrei að maður missteig sig strax í fyrsta skrefi eftir langt bloggfrí.

Ég get ekkert gert við því þó sumir upplifi tenginguna sem miður góða, enda hef ég útskýrt hvernig ég resoneraði þegar ég tengdi færsluna.

Villa: Það er erfitt að segja hvort viðbrögðin hefðu orðið svona sérstök ef ég hefði tengt blogg um reykleysi við dánartilkynningu um mann sem dó í lungnakrabba? Líklega hefði fólk bar yppt öxlum?

Þorsteinn Valur: Ég skal taka fram heimildirnar sem þetta byggir á og birta þær hér við fyrsta tækifæri.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.1.2008 kl. 11:44

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

 Þorsteinn Valur: Her að neðan eru þær heimildir sem ég hafði handbærar. Ef þú hefur áhuga á að fá þær í heils sinni geturðu sent mér e-mail. Ég sendi þær þá sem fylgiskjál:

Helgason AR, Adolfsson J, Dickman P, Arver S, Fredrikson M, Göthberg M, Steineck G. Sexual desire, erection, orgasm and ejaculatory functions and their importance to elderly Swedish men: A population-based study. Age and Ageing.  1996: 25: 285-291.

Helgason ÁR, Adolfsson J, Dickman P, Fredrikson M, Arver S, Steineck G. Waning sexual function - the most important disease-specific distress for patients with prostate cancer. Br. J. Cancer. 1996: 73: 1417-1421.

Helgason ÁR, Fredrikson M, Adolfsson J, Steineck G.  Decreased sexual capacity after external radiation therapy for prostate cancer impairs quality of life. Int. J. Radiat. Oncol. Biol. Phys.1995: 32: 33-39.  

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.1.2008 kl. 11:51

10 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ásgeir, ritskoðarar mbl hafa fengið því framgengt að búið er að rjúfa tengingu við færsluna:

Afar sérkennilegt í ljósi þess að engin kom með nein rök, bara hallærislegar upphrópanir.

Mjög sérkennilegt mál!

Vilhelmina af Ugglas, 23.1.2008 kl. 14:35

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OoooKeiii....!

Mér finnst þetta nú dálítið kúnstugt en sætti mig að sjálfsögðu við dóm ritskoðunarvaldsins og fer í skammakrókinn.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.1.2008 kl. 15:49

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Ásgeir minn og velkominn á bloggið á ný. Verst hvað mönnum varð illt af þessari tengingu, en það eru bara einhverjir sem þekkja þig ekki, mér finnst ekkert skrítið við færsluna og hef alltaf gaman af fróðleik þínum. Þú lætur ekki deigan síga í þessum bloggum, lofaðu mér því og við skulum bara vona að þeir sem ruku upp á nef sér hætti að lesa þig. Engin eftirsjá þar held ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:27

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott að fá þig aftur á bloggið Ásgeir; er nú reyndar sjálf slöpp í blogginu nú um stundir. Takk fyrir þennan fróðlega pistil. Það er umhugsunarvert, hvað fólk getur orðið yfir sig dottið og uppnumið yfir tengingum sem trufla það. Um kynlíf. Á blogginu. Mér finnst það eiginlega merkilegra per se en tengingin þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.1.2008 kl. 23:29

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst nú bara hneyksli að tengingin hafi verið rofin og það ætti nú bara að kvarta yfir því.

Takk fyrir pistilinn Ásgeir, gaman að sjá þig hér aftur!

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Flott heimildaskrá

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.1.2008 kl. 18:02

16 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir góð orð bloggvinir og aðrir.

Jóna Ingibjörg: Það er mikill heiður að fá svona fín ummæli frá færasta kynfræðingi landsins

Ásgeir Rúnar Helgason, 26.1.2008 kl. 11:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband