Ég skal finna þig í fjöru

EÓ_atgeirSvikult vopn í hetjulegum höndum
heima var er Þorgrímur kom þægur.
Þyrmdi engum, þar var styrkur nægur.

Atgeir átti þekktur fræða þulur
þegar hann kvað sorgar lagið sára.
Sviku hann þau systkin Kári og Bára.

EÓRyðgaði á botni Breiðafjarðar,
bitur atgeir, fremsta vopn á Fróni.
Fjendum Gunnars fyrrum olli tjóni.

EÓ_reki

 

Ekki hefur gefið vopnið góða,
gæfu þeim er hampa því í höndum.
Hafið skilar herfangi að ströndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góður

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir góð orð Þorsteinn og góð túlkun Jóna Ingibjörg.

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.5.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tak undir með Jónu. Þú tækir þig vel út í vaðmálsmussu á ströndinni en þetta er flott kvæði.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir það Steingerður mín.

Ég á ansi flotta víkingahúfu sem ég hef stundum á höfðinu núorðið. Fékk aldrei að hafa hana þegar yngri sonurinn var á verstu táningaárunum.

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.5.2008 kl. 18:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband