Hamingja og þversögn hamingjunnar - enn um fíkn

Í elstu goðsögn mannkyns bjó maðurinn við fullkomna sælu í Paradís og þangað vill hann aftur.

 

Hamingjuleitin tekur á sig margar myndir. Sumir leita að henni í vinnu, sumir í ævintýrum og margir í trúarbrögðum, ástinni og veraldlegum gæðum.

 

happySvo eru þeir sem finna hamingjuna í efnum sem örva vellíðunarstöðvarnar í heilanum. Sum þessara efna framkalla sterka vellíðunartilfinningu í stuttan tíma. Það hefur lengi verið ljóst að erting ákveðinna heilastöðva með rafskautum eða efnum framkalla upplifun af sælu, sem er svo mögnuð að margir neytendur missa áhugann á að leita hamingjunnar á öðrum stöðum. Þeir telja sig hafa höndlað hina fullkomnu sælu. Sælan er slík að margir eru tilbúnir til að taka mikla áhættu til að verða sér útum ólögleg efni sem framkalla sæluna.

 

En goðsögnin um Paradís geymir mikilvægan lærdóm. Adam og Eva þreyttust á Paradís, þau þráðu eitthvað meira. Þau völdu að segja sig úr lögum við Guð og axla ábirgð á eigin lífi.

 

Uppgötvun sælustöðva í heilanum hefur ýtt undir vonir um möguleika á þróun efna sem örva þessar stöðvar án þess að skaða neytandann.

 

Hugmyndin um “sælupillu” án aukaverkanna er skiljanleg, en þversögn. Því er nefnilega þannig varið að stöðugt sæluástand í lengri tíma verður fljótlega viðmiðunarástand, þ.e. hið hversdagslega ástand. Það sem hefur gerst er að þröskuldurinn hefur hækkað.

 

Þetta er ekki ósvipað því sem gerist þegar fólk reynir að verða ríkt. Sá sem á ekki neitt verður ríkur um hríð þegar hann eignast eina geit. En fljótlega er hann bara maður sem á eina geit og þráir að eignast tvær. Eignist hann tvær og þrjár og fjórar, verður hann glaður. Á einhverjum tímapunkti hættir hann að vera fátækur, en hann verður aldrei ríkur. Ríkidæmi er nefnilega svipað hamingjunni að því leitinu til að það felst í breytingu frá einu þrepi yfir á annað. Það er því hægt að verða ríkur, en ekki að vera ríkur. Meðan þú getur eignast meira, ertu aldrei ríkur. En einhverstaðar eru samt takmörk fyrir því að hve miklu leiti þú getur nýtt þér þá auðlegð sem þú ræður yfir.

 

Þannig er því líka farið með sæluna. Einhverstaðar liggja mörkin. Þegar þú hefur náð að upplifa hæstu mögulega sælu er það viðmiðunarástandið. Vegna þess að ekki er til nein meiri sæla er þetta ástand óþolandi í lengdina. Ef hversdagurinn er byggður á hinni fullkomnu sælu er ekki lengur mögulegt að upplifa þá jákvæðu breytingu sem er forsenda sæluupplifunar. Það er ekkert eftir. Eina leiðin til að upplifa aftur sælu, er að klífa niður nokkur þrep. Það er einmitt það sem gerist þegar heróínfíkillinn fer í fráhvarf. Þá hrapar hann niður sælustigann og það er afskaplega óþægilegt. Efnin lyfta honum svo aftur upp á efsta þrep sælustigans um skamma hríð og svo hrapar hann aftur og þannig koll af kolli. Þessi endalausu hröp fara illa með sál og líkama heróínistans en hann á ekkert val. Eftir sprautuna finnst engin leið upp, bara niður. Allar breytingar eru til hins verra. Það eru bara tvær leiðir út, dauðinn eða að klífa aftur niður sælu stigann. Nái hann að staldra við nógu lengi á neðri þrepum sælustigans til að skapa nýtt hversdagsástand á neðri þrepum, á hann ennþá möguleika á eðlilegu lífi.

addict

Allir sem þurfa á vímuefnum að halda til að höndla hversdaginn eru í svipuðum sporum, en þeir sem hafa lent í því óláni að nota efni sem lyfta neytandanum á efsta þrep sælustigans eru verst staddir.

Það er þversögn hamingjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Satt og rétt. Allt er háð viðmiðunum og þverstæðurnar í slíku eru legio. Þú tjáir þetta skýrt og vel.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir það Guðný.

Ólafur, ég er sammála þér í að fíkniefnavandinn er heilbrigðisvandamál.

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.7.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verulega góð grein Ásgeir, gaman að rekast á þig aftur. Ertu kominn til að vera eitthvað?? kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 23:54

4 identicon

Thad er audvelt ad verda hadur dopi og alltof margir sem verda fyrir thvi. Geta ekki tekid a lifinu an thess ad vera i vimu. 

Eg a samt bagt med ad trua thvi ad Islendingar seu hamingjusamasta thjod i heimi. Held ad their ljuga. Hvernig er haegt ad vera hamingjsamasta thjod i heimi ad bua i mesta myrkri veraldar yfir vetrarmanudina, mesta alcoholisma i heimi, mestu "happy" pilluati i heimi, og mestu sjalfsmordum???????????? (fyrir utan Japana sem mega ekki brosa hvort sem er). Auk thess ad vera eitt af dyrusta landi i heimi og laegsta kaupi.

Eg bara spyr; hvernig var thessi konnun gerd?????????

Birna Bjornsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 05:34

5 identicon

Ansi stórar staðhæfingar þarna Birna, og ég er ekki alveg viss um að þær séu allar réttar.. Svo dæmi sé tekið hafa Danir allt aðra sýn á alkóhólisma en við Íslendingar. Ég hef sterkan grun um að þeir séu allavega jafnokar okkar á þessu sviði..

En auðvitað er ekkert hægt að mæla hamingju bara sisvona með því að taka tillit til einhverra tölugilda. Hamingjan er að sjálfsögðu alltaf huglæg og því fáránlegt að fullyrða eitthvað svona.

Tinna (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:39

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ásdís: Ég les yfirleitt bloggið reglulega þó ég taki langar pásur í eigin færslum og sé latur við að tékka inn. Ég yfirleitt nærverandi þó ég sé "fjarverandi" :-)

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Maður að nafni las bloggfærsluna og sendi mér e-mail með eftirfarandi hlekk =Þetta er fyrirlestur um hamingju (á ensku). Alveg hægt að mæla með.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Maðurinn sem sendi mér hlekkinn heitir Sveinn Ásgeir Jónsson.

Hafi hann þökk fyrir.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2008 kl. 10:42

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

HLEKKURINN =

Dan Gilbert: Why are we happy? Why aren't we happy?


http://video.google.com/videoplay?docid=-7822696446273926158

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2008 kl. 13:09

10 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

OK, þarna ertu kominn með skýringuna á því hvers vegna Íslendingar eru svona hamingjusamir. Það felst í þessum bipolar sveiflum sem einkenna íslenskt samfélag. Hátt upp og svo hrap niður og svo aftur hátt upp o.s.f...

Vilhelmina af Ugglas, 27.7.2008 kl. 13:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband