Vasaskipið

 

vasaskeppet[1]Gott dæmi um þá eiginleika svía að læra af mistökum sínum er safnið sem þeir byggðu yfir Vasaskipið, einn af stærstu bömmerum sænskrar verkfræðisögu. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að sænskir eru afar stoltir af sinni verkfræðisögu enda miklir frömuðir á því sviði.

  

Þegar skipið var í byggingu fékk sænski kóngurinn njósnir af því að óvinirnir væru að byggja sitt flaggskip og að það væri aðeins stærra en hans flaggsskip Vasa. Það þótti kóngi slæm tíðindi og skipaði sínum smiðum að stækka skipið.

En eina leiðin til þess var að hækka það.

 

Það kemur fram í gögnum að skipasmiðirnir sáu það í hendi sér að hlutföllin í skipinu myndu riðlast og að það gæti aldrei haldist á réttum kili. En enginn þorði að fara gegn kóngi svo skipið var hækkað um nokkra metra.

 

Þetta glæsilega skip ranna svo af stokkunum með fullri áhöfn en valt á hliðina og sökk með manni og mús einhverjum hundruð metrum frá landi í augsýn allra Stokkhólmsbúa. Svo lá það á sjávarbotni þar til tæknin leyfði að því yrði bjargað í land.

 

Skipið var endurbyggt að miklu leiti og yfir það reyst mikil bygging. Safnið er eitt af glæsilegri söfnum norðurlanda sem engin sem kemur til Stokkhólms ætti að láta fram hjá sér fara. 

 
mbl.is Listaverk bankanna verði metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband