15.5.2009 | 15:10
Trítiltoppatríóið og Ólafur Ragnar Grímsson
Alltaf þegar ég sé Ólaf Ragnar Grímsson kemur upp í hugann gömul minning um textann Litli grís sem Trítiltoppatríóið sáluga flutti á sviði Laugardalshallarinnar fyrir troðfullum sal á kosningafundi Alþýðubandalagsins fyrir allmörgum árum. Löngu áður en nokkrum hafði til hugar komið að Ólafur Ragnar Grímsson yrði forseti Íslands.
Við Árni Guðmundsson æskulýðsfrömuður og Kartan Ólafsson tónskáld og prófessor í tónsmíðum vorum þá unglingar og stofnuðum saman umtalað tríó. Ég samdi textana og Árni og Kjartan lögin. Okkur þótti það að sjálfsögðu mikill heiður að fá að spila fyrir troðfulla Laugardalshöll. Eitt af lögunum sem við fluttum hét Litli grís og fjallaði um lítinn grís sem hafði metnað og vildi verða Alþingismaður en varð niðurlægður og hæddur af lýðnum.
Nú er þetta ekki í frásögu færandi nema fyrir þá sök að ÓRG sat í salnum á fremsta bekk. Enginn okkar Trítiltoppa hafði hugmynd um að ÓRG væri stundum uppnefndur Óli grís. Við stóðum þarna stoltir, bláeygðir og algerlega saklausir unglingar og fluttum lagið af mikilli innlifun. Í salnum sat líka skáldið Þórarinn Eldjárn og engdist af innbyrgðum hlátri. Þórarinn er nefnilega giftur systur Kjartans og hafði heyrt okkur æfa lagið í Brekkugerðinu heima hjá tengdaforeldrum sínum og vissi mæta vel hvar og við hvaða tækifæri við ætluðum að frumflytja meistaraverkið.
Það má Ólafur eiga að hann erfði þetta ekkert við okkur. Allavega kom hann sérstaklega til mín eftir fundinn og þakkaði fyrir tónlistarflutninginn og það var hann einn um. En það er ekki laust við að við roðnuðum aðeins þegar Þórarinn upplýsti málið.
Þannig er nú það og þetta er alveg dagsatt.
![]() |
Þjóðin tók valdið í sínar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2010 kl. 13:05 | Slóð | Facebook
14.5.2009 | 12:47
Þjóðarstoltið
Þó hrikti í stoðum og hrynji raftar
og heima á eyjunni fólk sé soltið.
Hremmingar náttúru, hamfara kraftar,
hræða ei íslenska þjóðarstoltið.
![]() |
Hrunið eins og Eyjagosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook
14.5.2009 | 11:37
Svartnætti haftanna
Í efnahag Íslands Skrattinn skálmar
skella nú yfir oss gjaldeyristálmar.
Nú eru IMF:s sungnir sálmar,
í svartnætti haftanna lýðurinn fálmar.
![]() |
Þaulsetin gjaldeyrishöft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 08:25
Milli tveggja skerja
Sérkennilegt orðfæri á síðum sumra fjölmiðla um "hræðsluáróður" gegn ESBé er sorgleg og ófagleg "fréttamennska". Ísland hefur einfaldlega ekkert að vinna á því að ganga í ESBé.
Það er líklegt að krónan eigi eftir að styrkjast verulega á næstu árum og haldast sterk eftir að eðlilegum böndum hefur verið komið á kapítalismann og skuldamál þjóðarinnar hafa komist í eðlilegan farveg.
Kapítalismi án reglna er eins og vökvunarkerfi án stoppara. Vatnið er nauðsynlegt til að gróðurinn dafni en sé það látið flæða óheft of lengi mun það að lokum drekkja uppskerunni.
Við eigum vissulega mikla samleið með Norðurlöndum og Evrópu en ekki síður með Norður Ameríku. Landið er að hálfu leiti í báðu heimsálfum ekki bara landfræðilega og menningarlega, líka efnahagslega.
Við eigum nóg af færu fólki sem getur stýrt dallinum faglega milli þessara efnahagsskerja. ESBé er ekki lausn heldur fjötur fyrir litla þjóð. Horfið á Eistland og Lettland. Þvílíkar hörmungar sem þessi ESBé lönd eru að sigla inní.
Já, Ísland er best sett sem sjálfstæð eining milli tveggja bandalaga.
![]() |
Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 07:01
Vaknað upp við vondan draum
Texti íslenska lagsins er eins og sniðinn fyrir það ástand sem ríkt hefur á landinu: Við vöknuðum við vondan draum og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Getur þetta verið satt? Er þjóðin okkar virkilega kominn á hausinn vegna græðgi og óráðsíu nokkurra manna.
....... Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue
Is it true? Is it true?
Is it over?
Did I throw it away? .......
......Is it real? Did I dream it?
Will I wake from this pain?
Is it true? Is it true?
Is it over?
Baby, did I throw it away?
Ooh
is it true?
![]() |
Jóhanna verður 7. í röðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2009 kl. 08:51 | Slóð | Facebook
10.5.2009 | 20:39
Rauðka
Það roðnar á Íslandi réttlætis vor,
hún Rauðka mín er borin.
Þreytuleg greyið og þjáð af hor
og þröngur stakkur skorinn.
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook
9.5.2009 | 16:34
Út úr kú
kálfurinn afkvæmi Framsóknar.
Sást það ei áður þá sérðu það nú
að senda á kálfinn til rannsóknar.
![]() |
Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook
6.5.2009 | 21:27
Ótrúlega margir andvígir viðræðum
Það kom mér verulega á óvart að þriðjungur þjóðarinnar væri andvígur því að ræða yfir höfuð við ESB. Sjálfur hef ég alltaf verið á þeirri skoðun að eina leiðin til að fá þetta mál útaf borðinu væri að fara í aðildarviðræður. Ég geri ráð fyrir að þessi skynsami þriðjungur lýti einfaldlega á það sem tímasóun að ræða þessi mál þar sem ljóst sé að þjóðin muni aldrei sætta sig við afsal fullveldis og flutning höfuðborgar landsins til Belgíu? En ég held sem sagt að eina leiðin til að koma ESB umræðunni undir græna torfu sé að fara í viðræður og fá spilin á borðið.
Í dag sýna skoðanakannanir að þjóðin er skipt í tvær hnífjafnar fylkingar varðandi afstöðu til ESB aðildar þrátt fyrir mikinn áróður og auglýsingaherferðir ESB sinna.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslendingar munu hafna aðild að þessu skrifræðisskrímsli.
Ísland á mikil sóknartækifæri sem sjálfstæð eining milli tveggja efnahagsbandalaga.
Ég er sammála fullveldi Íslands!
![]() |
61,2% vilja aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.5.2009 kl. 15:39 | Slóð | Facebook
30.4.2009 | 20:10
Valur Höskuldsson "geislaskáld"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook
27.4.2009 | 20:08
Af hverju ver ég Davíð?
Ég hef alltaf varið Davíð og talið hann samkvæman sjálfum sér og mun minni klækjaref en marga félaga mína á vinstri væng stjórnmálanna.
Hans stóru mistök voru að hlusta á og trúa Hannesi Hólmsteini. Davíð stuðlaði að því að sleppa fjármagninu lausu án þess að tryggja fyrirfram að settar yrðu reglur til að hemja græðgi og loftpeningafimleika fjármagnskapítalistanna. En ég held (og nú er eins gott að vera ekki á Íslandi), en ég held að hann hafi raunverulega trúað því að kapítalistarnir myndu láta þjóðarheill ráð ferðinni. Þar var hann einfeldningslegur eins og fleiri. En ég trúi því ennþá að Davíð sé í grundvallaratriðum heiðarlegur náungi og sjálfum sér samkvæmur. Ég held að hann stjórnist af réttlætistilfinningu og einlægum vilja til vinna þjóðinni vel, hvaða skoðun sem maður nú kann annars að hafa á hans sýn á réttu og röngu.
Fáir embættismenn hafa verið jafn lengi undir jafn mikilli pressu og Davíð undanfarna mánuði og auðvita hefur hann stundum komið með sérkennileg útspil, en hver myndi ekki gera það við slíkar aðstæður.
Það skal tekið fram að ég þekki Davíð akkúrat ekki neitt og hef bara einu sinni hitt hann í mýflugumynd á stigapalli þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík.
Og nú er eins gott að ég leyfi ekki athugasemdir á þessari síðu!
![]() |
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2009 kl. 19:14 | Slóð | Facebook
26.4.2009 | 14:46
Holl lesning
Aðdragandi þess að íslendingar misstu sjálfstæði sitt í hendur Noregskonungs 1264 er holl lesning fyrir þá sem hafa áhuga á því að koma Íslandi undir erlenda yfirstjórn Brusselvaldsins með inngöngu í ESB.
Langtíma ömurlegar afleiðingar þess og langvinn og erfið sjálfstæðisbarátta ætti að vera okkur öllum víti til varnaðar.
Hér er hlekkur inná grein um Sturlungaöld
&
Hér er hlekkur inn á grein um Gamla sáttmála.
Ísland á bestu sóknarfærin milli bandalaga!
![]() |
Þarf skýrar línur um ESB aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 07:41
Valið er einfalt Vinstri Græn
Valið er einfalt Vinstri Græn
von fyrir aðþrengdan lýð og fé.
Frjáls og dugandi, félags væn
framtíðin utan ESBé
![]() |
Kjörstaðir opnaðir klukkan 9 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 18:43
ESB: Stutt fix - löng martröð
Já, það var aldrei að ekki væri hægt að fynna einhver not fyrir nikótín. Auðvita segir þessi rannsókn ekkert um það hvort nikótín hafi áhrif á að draga úr reiði. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að draga ályktanir af 20 einstaklingum á þennan hátt. En nikótín er þekkt fyrir að hafa skammtíma áhrif á vellíðunarkerfi heilans þó langtímaáhrifin séu neikvæð.
Minnir mig svoldið á þessa ESB umræðu.
Stutt fix en löng martröð!
![]() |
Reiðistjórnun gegn reykingum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2009 kl. 10:35 | Slóð | Facebook
21.4.2009 | 13:00
Strákurinn og tröllin
Það var einu sinni strákur sem gekk fram á tvo tröllkalla sem sátu við eld og höfðu hvorn sinn pokann fulla af matarkræsingum og peningum. Strákur var svangur og áræddi að spyrja hvort þeir væru til í að gefa sér örlítið í gogginn. Brugðust þeir hinir verstu við og hótuðu að berja á honum og éta hann upp til agna nema hann gerðist þræll þeirra. Komst strákur undan við illan leik og taldi sig heppinn að halda lífinu.
Strákur faldi sig nú í trjákrónu rétt hjá rjóðrinu og beið þar til
tröllkallarnir voru sofnaðir. Þá læddist hann fram úr felustað sínum
og barði annan þeirra í hausinn með trjádrumb. Sá vaknaði upp við
vondan draum og hvæsti reiður á félaga sinn. Hvað ertu að berja mig
mann fýla! urraði hann um leið og hann danglaði aðeins í hann. Láttu
ekki eins og fábjáni og farðu að sofa, svaraði hinn og geispaði.
Strákur beið nú um stund þar til hann taldi víst að þeir væru sofnaðir
aftur og barði nú hinn kröftuglega í hausinn með lurknum. Hann rétt
náði að forða sér inní trjáþykknið áður en sá rauk á fætur og barði
félaga sinn í hausinn með kylfu.
Upphófust nú hin mestu ólæti og slagsmál sem enduðu með því að báðir
tröllkallarnir lágu rotaðir í valnum.
Strákur gekk nú fram úr rjóðrinu og dró burtu matarsekki og fé og
lifði vel og lengi af því sem kom uppúr sekkjunum.
Ísland er best statt milli bandalaga!
![]() |
Til Evrópu með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook
18.4.2009 | 11:13
Sóknarfæri Íslands er milli efnahagsbandalaga
Nú þegar allt útlit er fyrir að nyrðri siglingaleiðin opnist með hlýnun jarðar verður Ísland aftur í mikilvægri lykilstöðu landfræðilega, ekki ósvipað því sem var á árum kaldastríðsins. Munurinn er náttúrulega sá að nú erum við ekki lengur háð Bandarískum hernaðarhagsmunum. Hinsvegar erum við mitt á milli tveggja efnahagsrisa Evrópusambandið (EU) og NAFTA.
Þessar blokkir eru og verða í sífelldu efnahagsstríði, bæði köldu og heitu.
Það væri óðs manns æði að ætla nú á elleftu stundu, þegar Ísland er aftur að fá landfræðilega mikilvæga stöðu, að ganga inn í aðra hvora efnahagsblokkina. Við eigum að sjálfsögðu að nýta okkur stöðuna og gera samninga við báðar þessar blokkir.
Hinsvegar getur verið að við neyðumst til að tengja gjaldeyrir okkar við aðra hvora blokkina en þá sé ég ekki endilega að Evran sé betri en Dollar. En það er nú allt annað mál og ég er í raun alls ekki viss um að það sé yfirhöfuð nauðsynlegt þegar búið er að koma eðlilegum böndum á efnahagslífið.
Sóknarfæri Íslands er utan eða réttara sagt á milli efnahagsbandalaga, en fyrst verðum við að taka á okkur nokkur erfið ár. Vonandi náum við aftur hluta af því fé sem einstaklingar og fyrirtæki hafa komið undan. Það er fáránlegt og óréttlátt að einstaklingar geti komið sér undan persónulegri ábirgð með því að setja fyrirtækin sem þeir stofnuðu fyrir almannafé á hausinn en flytja fasteignir yfir á einkafyrirtæki sem stofnuð eru kringum þá sjálfa. Að ekki sé talað um það fé sem komið hefur verið undan til skattaparadísa.
Í efnahag Íslands Skrattinn skálmar, -
skjálfandi lýðurinn buktar og mjálmar. -
Þar voru útrásar sungnir sálmar, -
svigna á Cayman íslenskir pálmar
![]() |
Þreyta í stækkun ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook
16.4.2009 | 10:22
Hvað veldur?
Fáir efast um að SÁÁ geri margt gott fyrir marga. En spurningin er eftir sem áður hvort þessu fé sé vel varið eða hvort þetta gífurlega flæði skjólstæðinga inná Vog sé dæmi um oflækningar og/eða afleiðing einstrengislegrar umræðu um orsök og eðli ofnotkunnar áfengis og áfengisfíknar þ.e. sjúkdómshugtakinu og þeirri trú að þú verðir að ná botninum til að ná bata.
Ný nálgun sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár er Motivational Interviewing (MI) sem ef til vill má þýða sem hvetjandi samtal.
Höfundar hvetjandi samtalstækni hafa unnið í áratugi með fíkla af ýmsum toga og hvetjandi samtalstækni er því byggð á víðtækri kínískri reynslu og þykir vel vísindalega grundvölluð nálgun.
Víða er hvetjandi samtalstækni kennd undir hatti hugrænnar atferlismeðferðar (Cognitive Behavior Therapy) og telst til vísindalegrar sálfræði sem hefur sannanleg áhrif í vísindalegu mati (rannsóknum).
Þeir sem vinna í anda hvetjandi samtalstækni ganga ekki útfrá því sem staðreynd að allir ofneytendur alkóhóls þurfi að finna sinn botn áður en bati geti hafist:
Alkóhól -> afneitun -> botn -> bati
Heldur er unnið útfrá þeirri hugmynd að samspil alkóhólneytandans við fólk í umhverfi hans þvingi viðkomandi inn í mótþróa/mótstöðu sem getur staðið í veginum fyrir því að ná valdi á neyslunni áður en allt er komið í óefni, einfaldlega vegna þess að mótstaðan gerir það að verkum að viðkomandi leitar sér ekki hjálpar í tíma.
Kenningin: Alkóhól -> afneitun -> botn -> bati, er því samkvæmt hvetjandi samtalstækni meira lærð hegðun en meðfædd. Hvetjandi samtalstækni tekur enga afstöðu til þess hvort alkóhólismi sé sjúkdómur (meðfæddur eða áunninn) eða ekki.
Hvetjandi samtalstækni er einfaldlega aðferð til að skapa grundvöll til jákvæðra samræðna um neikvæðan lífsstíl með það að markmiði að bjóða fólki hjálp til að ná tökum á lífinu áður en allt er komið í óefni (áður en botninum er náð).
![]() |
9,4% karla hafa lagst inn á Vog |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook
16.4.2009 | 08:29
Eðlilegt?
Það lýtur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að komast á sama ról og aðrir hægriflokkar á Norðurlöndum fylgislega séð. Auðvitað þurfa kapítalistar að eiga sína talsmenn á þingi eins og aðrir en það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á Íslandi undanfarna áratugi er langt út fyrir það sem eðlilegt má teljast fyrir svona flokk.
Það er sjálfsagt og lýðræðislegt að flokkar og bandalög sem stofnuð eru kringum hagsmuni venjulegra launþega séu kjölfestan í pólitíkinni. Ef allt er með eðlilegum hætti eiga félagshyggjuflokkar að hafa rétt rúmt 50% fylgi í almennum kosningum. Nú er ástandið ekki eðlilegt og því varla nema von að félagshyggjuflokkarnir fái aukinn meirihluta. Gæti orðið allt að 60% í þessum kosningum ef Samfylkingin missir sig ekki í Evrópuumræðuna.
Það væri holt fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar til framtíðar er litið ef flokkurinn fengi verulegan rassskell í komandi kosningum og það væri afskaplega óeðlilegt ef svo yrði ekki. Eðlilegt fylgi flokksins við þessar aðstæður er um 20% og eðlilegt fylgi svona flokks við venjulegar aðstæður er um 25%.
Það sem getur sett strik í reikninginn og aftur lyft Sjálfstæðisflokknum yfir 30% múrinn er einstrengileg afstaða Samfylkingarinnar til Evrópusambandsins. Hægrisinnaðir kratar hafa í raun ekkert val annað en Sjálfstæðisflokkinn ef það mál verður pólitískt bitbein. Verði hinsvegar Evrópubandalagssinnar ofaná í Sjálfstæðisflokknum er líklegt að flokkurinn einangrist og fylgistapið verði varanlegt.
![]() |
Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 13:00
Íslenskir bjartsýnismenn
Það er séreinkenni á íslenskum bjartsýnismönnum að þeir segja "jú víst" þegar svartsýnismenn halda því fram "að nú geti þetta ekki orðið verra" !
![]() |
Ekkert bólar á IMF láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook
13.4.2009 | 19:48
Keðjubréfahagkerfi
Til eru þeir sem halda því fram að það hafi bara verið krónískir "svartsýnismenn" sem af "tilviljun" höfðu á réttu að standa þ.e. greindu ástandið rétt varðandi fall keðjubréfahagkerfisins.
Þetta er einhver versta afsökun fyrir einfeldni og trúgirni sem ég hef heyrt.
![]() |
Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2009 kl. 17:17 | Slóð | Facebook
13.4.2009 | 18:02
Framtíðin er okkar!
Ísland á að nýta sér þá sérstöðu að vera mitt á milli tveggja stórra viðskiptavelda.
Að taka eindregna afstöðu með EU eða NAFTA væri ekki skinsamlegt.
Ef við höfum einhverntíma haft möguleika þá er það núna.
Framtíðin er okkar!
Lifi fjalldrapinn!
![]() |
Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |