Í fremstu röð

Íslendingar eru nú í fremstu röð í reykbindindismálum! Þó sænskir karlar reyki aðeins minna ber að taka með í reikninginn að stór hluti þeirra fer úr sígarettum yfir í munntóbak. Dagleg tóbaksneysla er því talsvert algengari meðal sænskra kalla en íslenskra. Það er full ástæða til að óska íslenskum körlum til hamingju með þennan sigur yfir tóbaksfíkninni!

 


mbl.is Karlmenn draga úr reykingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð

Þeim fjölgar aftur sem vita í hjarta sér að Ísland er best sett sem sjálfstæð pólitísk eining milli stórra efnahagsbandalaga.

Landfræðilegt mikilvægi landsins og náttúruauðlyndir eru ekki skiptimynt í samningum um meira eða minna afsal fullveldis. Heldur framtíð lands og þjóðar.

Björt framtíð!


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær rífur þingmaður trúnað?

Velta má því fyrir sér hvenær rétt sé fyrir stjórnmálamenn að brjóta trúnað gagnvart "kerfinu" í þágu fólksins? Eitt dæmi um slíkt er það öngstræti sem fólk er í gagnvart Icesave samkomulaginu. Stöðugt er vísað til trúnaðarskjala sem eiga að réttlæta afstöðu stjórnarflokkanna í málinu.

Hvenær ber þingmanni, sem er fulltrúi þjóðarinnar, skylda til að setja trúnað sinn gagnvart kjósendum ofar trúnaði gagnvart pukurveldi stjórnmálanna? Þeir sem greiða atkvæði gegn þessum samning og hafa aðgang að þeim gögnum sem samkvæmt "heimildum" eiga að réttlæta samninginn, ættu að íhuga þetta mál sérstaklega.

Eru þessi gögn meira túlkunaratriði en borðlagðar staðreyndir? Ekki veit ég og mun ekki vita fyrr en einhver velur að rjúfa leynd og segja mér frá því.

Vissulega er hægt að dæma fólk í fangelsi fyrir að greina frá innihaldi trúnaðarskjala og því skiljanlegt að fólk veigri sér við því jafnvel þú samviskan segi því að sannleikurinn sé sagna bestur. En ef það er bara óttinn við fangelsið sem heldur þingmanni frá því að segja sannleikann, þá á hann/hún ekki að vera í stjórnmálum. Finnst mér.

Nema þá að fólkið meti það sem svo að það sé beinlínis hættulegt fyrir hagsmuni þjóðarinnar að greina frá öllum gögnum. Annars fæ ég dæmið ekki til að ganga upp.


mbl.is Stjórnarliðar gegn ríkisábyrgðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríður Grána

johannaRíður gamla sorry Grána,

grýttur er ferðavegur.

Ríður undir fölskum fána,

Frónbúana dregur.

Ríður þar til skyggni skána,

skröltir klárinn tregur.

 


mbl.is Jóhanna dregur Ísland í átt að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÁ, JÁ og enn og aftur JÁ

Við hljótum öll að segja við bjartri framtíð Íslands sem sjálfstæð eining utan stóru efnahagsbandalaganna. Staða landsins og náttúruauðlyndir gefa mikla möguleika til framtíðaruppbyggingar þar sem litla Ísland getur aftur orðið hlutfallslega stór efnahags- og pólitísk eining í nánu samstarfi við hin Norðurlöndin, með fullan yfirráðarétt yfir auðlyndum okkar og utanríkisstefnu og frjálsar hendur til að semja og versla við ESB, NAFTA, Rússa, Kína og alla hina sem vilja eiga við okkur samskipti.

Þar liggur framtíð Íslands.


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt og þess vegna segi ég aftur JÁ

Ég var varla búinn að birta fyrri færslu um það hvers vegna ég segi JÁ við þeirri framtíð að Íslandi sé best borgið sem sjálfstæðri einingu milli efnahagsrisa, sem munu slást um að fá að vera vinir okkar, þegar þessi frétt birtist.

Það er bara að staðfesta aftur það sem ég sagði áðan: HÉR


mbl.is Rússalán í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég segi JÁ

Carl Bildt utanríkisráðherra Svía hefur lýst því yfir að hann telji mikilvægt fyrir ESB að fá sterka nærveru á norður Atlandshafinu vegna mikilvægrar legu þessa svæðis. Þetta er svæði þar sem NAFTA og Rússland ráða lögum og lofum. Innganga Íslands í ESB myndi skapa ESB fótfestu á svæðinu. Svo mælir Carl Bildt.

Þetta er satt og svæðið er ekki síst mikilvægt vegna þess að hlýnun jarðar mun leiða til þess að norður siglingaleiðin mun opnast og þá verður Ísland í lykil aðstöðu sem hafnarsvæði og hægt að byggja hér upp mikla starfsemi til að þjóna alþjóðlegum siglingum. Auk þess mun það opna nýja möguleika fyrir Ísland að versla við risann Kína sem hungrar eftir matvælum og vörum.

Hvílíkt glapræði væri það ekki að leggja þetta allt í hendurnar á ESB í stað þess að nýta sér þessa möguleika sem sjálfstæð eining milli efnahagsrisanna NAFTA, ESB, Rússlands og Kína.

Þjóðin þarf tíma til að sjá þessa nýju möguleika. Tíma til að komast heim af Slysavarðstofunni og skoða málin útfrá nýjum og breyttum forsendum. Sannleikurinn er nefnilega sá að við eigum mikla möguleika til að byggja hér upp nýtt og betra samfélag, grundvallað á raunverulegum verðmætum.

Við eigum að vinna náið með Norðurlöndunum eins og við höfum gert og versla frjálst við NAFTA, ESB, Kína, Rússland, Japan og alla aðra sem vilja hafa við okkur samskipti. Við eigum margt að bjóða heimsbyggðinni og það er engin ástæða til þess fyrir Ísland að loka sig inní horni einnar efnahagsblokkar þegar allur heimurinn stendur okkur opinn.

Ég segi já við þeirri framtíð að Ísland sé sjálfstæð eining milli stórra efnahagsbandalaga. Til þess höfum við alla burði þegar búið er að taka til eftir sandkastalakapítalistana.


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá var spurt: Er ekki til nægur matur í landinu ?

Það er einfeldni að gera ráð fyrir því að sú landbúnaðarstefna sem ESB er með í dag haldist óbreytt. Það eru sterk öfl innan ESB sem vilja fella niður stóran hluta af því styrkjakerfi sem "harðbýlar útkjálkabyggðir" hafa í dag.

Man fólk virkilega ekki eftir því að í upphafi hruns var í alvöru spurt hvort Ísland væri ekki sjálfbært í landbúnaðarframleiðslu? Hvort við ættum ekki nægan mat? Það er algert glapræði að leggja hér niður fjölbreytni í landbúnaði. Eyland þarf að vera sjálfbært, jafnvel þó að landbúnaðurinn sé rekinn með halla. Við eigum ekki að verða háð erlendum styrkjakerfum sem breytast sífellt og stjórnast af öflum sem við ráðum ekkert við, hvort sem við erum innan eða utan ESB.

Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær norðurslóða- og annar útkjálkastuðningur við landbúnað verður með öllu lagður niður og þá verður ekki auðvelt að byggja aftur upp sjálfbæran landbúnað á Íslandi. Tímabundin "skjól" eru blekking sem ber að forðast.


mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andrúm

Það er grundvallaratriði í áfallasálfræði að fólk á ekki að taka mikilvægar ákvarðanir meðan það er ennþá á Slysavarðstofunni. Þjóðin er á Slysavarðstofunni og stór hluti fólks er langt frá því að vera búinn að vinna sig gegnum eðlilegt áfallaferli eftir hörmungarnar. Það má því færa að því rök að það sé nánast ofbeldi gegn lýðræðinu að fara í beinar aðildarviðræður við ESB á þessu stigi.

Eina skynsamlega lendingin í þessu ESB máli núna er að gefa þjóðinni frest með því að samþykkja tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu. Gefum okkur andrúm!


mbl.is Óvíst um atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi gagnvart lýðræðinu?

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að þetta mál eigi að fara tvisvar gegnum umræðuferli og þjóðaratkvæði. Þjóðin á það skilið að fá að taka afstöðu í svona mikilvægu máli í a.m.k. tveim þrepum. Að fara útí beinar aðildarviðræður núna þegar þjóðin er á Slysavarðstofunni er nánast ofbeldi gagnvart lýðræðinu. Hinsvegar er eðlilegt að ræða málin skipulega og leggja öll spilin á borðið og greiða svo atkvæði um það hvort aðildarviðræður séu æskilegar.

Ég hef áður líkt þessu bráðræði við að heimila tryggingafélögum að selja slysatryggingar á Slysavarðstofunni.


mbl.is Þingmaður VG leitar til stjórnarandstöðunnar vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt skoðun á röngum forsendum

Það eru stóru útflutningsfyrirtækin sem ráða gengi krónunnar. Vinur minn sem er hagfræðingur hér í Svíþjóð sló því í andlitið á mér í gær að það væru sömu öflin sem halda gengi krónunnar niðri og þau sem eru hvað öflugust í að verja Ísland gegn ásælni sameiningarsinna við ESB:é. Auðvita er það líklega rétt athugað. En, það er hægt að hafa "rétta" skoðun á röngum forsendum.

Því miður!


mbl.is Krónan fellur í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af slysavarðstofunni

Að sjálfsögðu á að kjósa um það hvort fara eigi í svona mikilvægar samningaviðræður. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla þ.e. fyrst um það hvort það eigi yfir höfuð að fara í samningaviðræður og svo aftur þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegan samning? Er eðlilegur leikur í stöðunni.

Það á ekki að leggja það á fólk núna að gera upp hug sinn til aðildar að ESB. Ég hef áður líkt því við að heimila tryggingafyrirtækjum að stunda sölu á slysatryggingum á Slysavarðstofunni.

Nú þarf þjóðin andrúm og þetta mál er vel þess virði að það sé rætt að minnsta kosti tvisvar á almennum vettvangi með fókus á það hvar langtíma hagsmunum okkar sé best borgið.

Hleypum "sjúklingnum" fyrst heim af Slysavarðstofunni áður en við gefum "tryggingafélögum" veiðileyfi á að selja honum slysatryggingar.

 Nú er að sjá hvort þingheimur hlusti á þjóðina!


mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Carl Bildt har en agenda

GVið sem búum í Svíþjóð og höfum hlustað á Carl í undanfara ESB:é (EU) kosninganna erum ekki svo hissa á þessum ummælum. Carl nefndi Ísland í viðtali um ESB:é á besta útsendingartíma. Það er alveg ljóst að hann vill fá Ísland inní ESB:é og að allt sem hann segir um Ísland á Íslandi er litað af því hvernig hann ímyndar sér að ummælin hafi áhrif á afstöðu íslendinga til ESB:é. Bara pólitík. Stundum svolítið langsótt, en bara pólitík.


mbl.is Lausn Icesave ekki forsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma bjó í þessu húsi

Amma mín heitin, Guðrún Pálína Þorleifsdóttir bjó í þessu húsi um árabil þegar hún var ung stúlka. Hún var fædd 1890 og var frá Hornafirði. Amma kunni margar skemmtilega sögur að segja frá þessum tíma á Fríkirkjuvegi 11. Sumt þekkti ég aftur í bókinni sem Guðmundur Magnússon skrifaði um fyrirbærið "Thorsarar", en margt sagði hún mér sem Guðmundur hafði ekki talið vert að hafa með í bókinni, nema þá að hann hafi ekki vitað af því? En þetta er vel skrifuð bók!

Sjálfur var ég að hluta alinn upp í þessu húsi á unglingsárunum og þótti það afar leitt þegar Borgin afsalaði sér húsinu. Mér þóttu það því góð tíðindi þegar Ólafur F. Magnússon lagði það til í Borgarstjórn fyrir nokkru að borgin innkallaði eignina. Vona bara að lögreglan sýni stillingu svo engar skemmdir verði á húsinu.


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFNISYFIRLIT

MENNING:

Íslensk Saga (frumsamin saga)

& Leaf by Niggle eftir J.R.R. Tolkien: Þýðing

Tækifærisvísur: Þjóðarstoltið , Svartnætti haftanna, Herra ESBé, Rauðka, Út úr kú, Valið er einfalt Vinstri Græn, Sóknarfæri Íslands er milli efnahagsbandalaga, Þetta eru jaxlar, Hjartað kalt, Óttinn,  Líkt og synd, Ó mér stendur,

Trítiltoppatríóið

Valur Höskuldsson "geislaskáld"

 

 

FJÖLSKYLDA OG VINIR:

Jólamyndir 2008

& Gamaldags myndablogg

& Af hröfnum 

& Hugi flaug til Kína og Muni til Åre

& Kveðið á þríhjóli

& Jónas Helgason bóndi frá Gvendarstöðum í Kinn

& Aurlandsættin á miðöldum - á Íslandi og hér heima

& Kona – hvunndagshetja af mölinni! 

& KLUKKAÐUR

 

TRÚMÁL OG HEIMSPEKI:

Þegar alheimurinn opnaðist fyrir mér!

& Heimska Platós - hugleiðing um sannleiksgildi listarinnar

& Freud og eyðing lífsins

& Ateistisk pietism

& Heiðin hreintrúarstefna - þýðing

Þversögn sælunnar

 

HEILBRIGÐISMÁL:

Lýðheilsulandið Shangri-La

Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta án lyfja

&  Heilbrigðisstarfsmenn í tóbaksvörnum

Klíniskar tóbaksvarnir

Viltu hætta að reykja?

Hamingja og þversögn hamingjunnar - enn um fíkn

Hvað veldur?

& Er fíkla stimpillinn hindrun fyrir suma?

& Hvetjandi samtal – að kunna eða fúska?

& Samtal um fíkn 

& Lesbókin hafnar grein um samtal um fíkn?

Pistlar um ofdrykkju

Hvernig talar maður EKKI um fíkn: Pistill 1 

& Að tala um fíkn - stimpilgildran: Pistill 2

& Að tala um ofdrykkju - ótímabærar áherslur og ásakanir: Pistill 3

& Samtal um fíkn - Pistill 4

Að tala um fíkn - BREYTINGATAL: Pistill 5

LÍFSGILDI - Samtal um fíkn : Pistill 6

& Áður en botninum er náð - Samtal um fíkn: Pistill 7

Kvíði pistill 1

& KVÍÐI pistill 2

& KVÍÐI pistill 3

& KVÍÐI pistill 4

& KVÍÐI pistill 5

& KVÍÐI & óvinir í umferðinni

& SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 1

& SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 2
 

& SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 3

Alkóhólsími opnaður

Tvær hliðar málsins

Einsemd íslenskra karla í sænska sjónvarpinu & Emotional Isolation in Men and Women

Kynlífspistlar - pistill 1: Þurrt sáðlát &  Kynlífspistlar - pistill 2: Getuleysi

 

 PÓLITÍK OG EFNAHAGSMÁL: 

Lúkas 12:57-69 (hrunið)

Á að selja fólki í áfalli ónýta áfallatryggingu á Slysavarðstofunni? (ESB)

Kostnaðarhagkvæmni? (Hvalveiðar)

Íþróttaandi (hrunið)

En hvað um skuldir heimilana? (kvótamál)

Sakaruppgjöf ? (hrunið)

Nýtt byltingarástand í uppsiglingu? (hrunið)

Tímabundin náð fyrir útrásarvíkinga?

Eignaupptaka Icelandair 

Safn um efnahagssögu Íslands

Milli tveggja skerja (ESB)

Ótrúlega margir andvígir viðræðum (ESB)

Af hverju ver ég Davíð? 

Holl lesning (ESB)

Neikvætt atkvæði

Strákurinn og tröllin (ESB)

Sóknarfæri Íslands er milli efnahagsbandalaga (ESB)

Eðlilegt? (hrunið)

& Íslenskir bjartsýnismenn (hrunið)

Keðjubréfahagkerfi (hrunið)

Framtíðin er okkar! (ESB)

Frekjudósir (hvalveiðar)

Efnahags- og nú náttúruhryðjuverkamenn? (hvalveiðar)

Blekking (að "eiga" fjármagn)

Vasaskipið (að læra af mistökum)

Við Hallgrímur Helgason sáum þetta allt fyrir (hrunið)

Verðtrygging lágmarkslauna í hámarkslaunum

Að vera á móti en aðhyllast ekkert

Lágrétt flokksbandalög

Það þurfti eitthvað slæmt að koma til (hrunið)

Ísland rís úr öskustó (hrunið)

Að fólkið taki völdin af markaðinum (hrunið)

EFNAHAGSÁSTANDIÐ, SÁLFRÆÐIN OG FÍKNIN

&  Verða þeir kallaðir landráðamenn? (hrunið)

&  Peningar Íslendinga í útlöndum & endurkoma Norðurlanda (hrunið)

& Kaupthing er EKKI Kaupþing nema stundum

Er mitt litla sparifé í hættu? (hrunið)

&  Endurkoma Norðurlanda (leiðari í Dagens Nyheter í dag)

Eru eiginleikar sem skapa afreksfólk í íþróttum slæmir í viðskiptum? (hrunið)

Svartir sviðahausar

Innflytjendasnobb?

Fyrirtæki sukka með peninga skattgreiðenda (risna er líka peningar skattgreiðenda)


Á að selja fólki í áfalli ónýta áfallatryggingu á Slysavarðstofunni?

Það er of afdrifaríkt fyrir fullveldi þjóðarinnar til að taka stór skref við afbrigðilegar aðstæður. Ekki ósvipað því að hleypa tryggingarsölumönnum inn á bráðamóttöku og gefa þeim veiðileyfi á að selja fólki sem nýlega hefur lent í slysi, áfalla- og slysatryggingar.

Það þarf að gefa fólki svigrúm til að jafna sig eftir hörmungar síðustu mánaða áður en farið verður í atkvæðagreiðslu um aðild að þessu bandalagi. Ekki síst í ljósi þess að ESB sinnar virðast hafa mikinn og greiðan aðgang að auglýsingafjármagni og fjölmiðlum.

Fullveldi landsins er verðmætasta eign þjóðarinnar til framtíðar. Þjóðin verður að fá tíma til að vinna úr áfallinu, reiðinni og vonleysinu áður en þetta er lagt fyrir. Þessi tillaga er u.þ.b. einu ári of snemma á ferðinni.


mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarhagkvæmni?

Nú þarf að halda vel utanum þann kostnað sem við Íslendingar sem heild lendum í vegna andúðar og mótmæla heimsbyggðarinnar og náttúruverndarsamtaka. Ef við ætlum ekki að láta þessar hvalveiðar skaða ímynd okkar sem náttúruparadísar er þörf á að fara í öfluga mótsókn gegn áróðri samtaka á borð við Grænfriðunga og annarra ennþá herskárri öfgasamtaka. Auðvita hlýtur það að vera krafa að atvinnugreinin standi undir þeim kostnaði, annars er út í hött að fara út í þessar veiðar.

Í heilbrigðiskerfinu þar sem ég starfa er alltaf verið að hamra á kostnaðarhagkvæmni og þar er þó verið að bjarga lífi og lífsgæðum fólks. Hér er verið að gangsetja atvinnugrein sem gefur í mesta lagi 300 störf. Það er hið besta mál. En ef kostnaðurinn við að halda þessum störfum úti er margfalt meiri en sem nemur innkomunni við sölu á kjötinu er lítið vit í þessu.

Fjármálaráðuneytið og Sjávarútvegsráðuneytið halda vonandi utanum þessar tölur og sjá til þess að útgerðin fá sinn hluta af reikningnum.

Það er engin nýjung að fyrirtæki og félög sem stunda áhættusama starfsemi séu látin standa straum af kostnaði við öryggisgæslu og þann skaða sem af starfseminni hlýst. Fólk þarf sjálft að bera kostnaðinn af því að verja heimili sín fyrir innbrotum með samningum við öryggisfyrirtæki og gegnum dýrar tryggingar. Fótboltafélög og rokktónleikahaldarar eru víða krafin um greiðslur vegna auka kostnaðar samfélagsins við löggæslu og þannig mætti lengi telja.

Nú hafa örfáir einstaklingar þvingað fram hvalveiðar sem munu ögra almenningsáliti heimsbyggðarinnar og líklega skaða ímynd Ísland enn meira en orðið er ef ekkert er að hafst til að mæta náttúruverndarsamtökum í fjölmiðlum með rökum. Auk þess er ekki ólíklegt að náttúruverndarsamtök muni senda hingað skip til að trufla veiðarnar og það mun hafa ómældan kostnað í för með sér fyrir Landhelgisgæsluna. Það er bara sanngjarnt að hvalveiðifyrirtækin standi straum af þeim kostnaði sem af þessu hlýst.


mbl.is Hrefnuveiðar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttaandi

Eitt af stóru vandamálum viðskiptalífsins var, held ég, nýliðun millistjórnenda úr röðum íþróttamanna.

Kenningin var að reynsla íþróttamanna af að starfa í liðsheild auk þess að hafa ríkulegan samkeppnisanda væri líklegt til árangurs í fyrirtækjaheiminum.

Því réðu þessir eiginleikar oft valinu og þóttu betri eiginleikar en menntun. Meðan allt virtist leika í lyndi og þenslan hélt áfram með lánuðum og tilbúnum loftpeningum, stryktist mýtan um ágæti þessarar tegundar stjórnenda, en þegar málið er skoðað í ljósi reynslunnar voru þetta líklega mistök?
mbl.is Húsleit hjá hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt byltingarástand í uppsiglingu?

Stór hluti þjóðarinnar er ennþá í afneitun ef marka má ummæli Steingríms Joð. Hvað gerist þegar allt þetta fólk vaknar og kemst af afneitunarstiginu yfir á reiðistigið. Verður þá aftur byltingarástand á Austurvelli?

 

Byltingarástand myndast þegar nægjanlega stór hópur hefur engu að tapa og telur sér misboðið.

 

Þegar alþýðan horfir uppá einstaklinga hrifsa til sín eignir í skjóli skorts á “eðlilegum og réttlátum” lögum.

 

Þegar lög landsins eru úr takt við siðferðiskennd fólks.

 

Þegar reiði fólks er mætt með tilvísun í úrelt og óréttlát lög og reglur.

 

Þegar stjórnvöld vilja ekki eða telja sér ekki fært að verða við kröfum alþýðunnar um réttlæti.

 

Margt af þessu á við á Íslandi en það er langur vegur frá að meirihluti fólks hafi engu að tapa. En hvað gerist þegar þjóðin kemst af “afneitunarstiginu” og fleiri og fleiri bætast í þann hóp sem er á “reiðistiginu”.

 

Vissulega eru margir þegar komnir á reiðistigið eins og “búsáhaldabyltingin” sýndi og líklega eru einhverjir þeirra komnir á “sáttarstigið”. En þjóðin er ekki einn einstaklingur og aðstaða fólks er mismunandi á mismunandi tíma. Hvað gerist þegar þessi nýi tappi losnar úr tómatsósuflöskunni?

 
mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignaupptaka Icelandair

Ég er í alvarlegri fýlu útí Icelandair. Ég lenti nefnilega í því fyrir nokkru að félagið gerði upptæka miða sem ég var búinn að kaupa, seldi þá líklega öðrum (?) og þvingaði mig svo til að borga auka miða til Stokkhólms. Þetta er alveg satt!

Forsaga málsins er sú að ég þurfti að fara heim til Íslands til að vinna í viku og ætlaði svo að vera í Stokkhólmi aðra viku og svo aftur á Íslandi eina viku eftir það.

Ég var því búinn að kaupa 2 miða báðar leiðir :

Miði 1: Stokkhólmur -Ísland - Stokkhómur

&

Miði 2: Stokkhólmur - Ísland - Stokkhólmur

Nú vildi svo til að vegna anna heima á Íslandi þá komst ég ekki út til Stokkhólms í lok fyrrri ferðarinnar. Ég hugsaði ekkert meira um það og leit svo á að þetta væri tapaður miði. Enda bara sjálfsagt að svo sé. Ég átti alltaf miða nr. 2 og vissi því (að ég hélt) að ég kæmist aftur til Stokkhólms að tveim vikum liðnum. Ég var jú búinn að borga miðann.

Það kom því verulega flatt uppá mig þegar ég kom útá völl og fékk að vita að ég ætti ekkert sæti bókað og miði 2 væri ónýtur vegna þess að ég hefði ekki nýtt mér ferðina frá Stokkhólmi til Íslands.

Hvernig átti ég að geta það? Ég var jú á Íslandi!

Jæja, eina leiðin til að komast aftur til Svíþjóðar var að kaupa einfaldan miða (miða 3) á rúmar 40.000 kr.

Ég var þá búinn að borga ca. 100.000 samanlagt fyrir eina ferð fram og til baka milli Stokkhólms og Íslands á túristklass.

Mér er algerlega ómögulegt að skilja viðskiptasiðferðið í þessu dæmi. Ég var búinn að borga fyrir sætin í miða 2 og það var engin skaði fyrir Icelandair þó ég hafi ekki notað nema annað sætið þ.e. sætið frá Íslandi til Stokkhólms. Enda gat ég eins og áður segir ekki notað hitt sætið þar sem ég var á Íslandi allan tímann.

Sem sagt óleysanlegt og óskiljanlegt.

Icelandair endurgreiddi mér skattinn af miða 3 eftir nokkuð þóf og segist hvorki vilja eða geta gert betur.

En ég vil fá allan þann miða endurgreiddan og formlega afsökun frá félaginu.


mbl.is Kom forstjóra Icelandair ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband