13.4.2009 | 11:38
Óttinn
Horfinn gnóttin Hringadróttinn -
hefur óttinn tekið völdin? -
Sár er flóttinn, svínköld nóttin, -
svört er tíðin, reiður fjöldinn.
![]() |
Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 09:56
Frekjudósir
Og svo skulum við endilega fara að veiða hvali svo að við fáum líka að vera með í næstu náttúrukatastrófumynd sem "náttúruhryðjuverkamenn"
Hvalir eru ekki staðbundnar skeppnur eins og þeir vita sem fylgst hafa með heimshornaflakki hvala sem merktir hafa verið á Íslandsmiðum.
Ef allar strandþjóðir hefja aftur hvalveiðar með sömu rökum og Íslendingar þá er ekki langt í næsta hrun.
Nema að við teljum okkur ein hafa rétt til að stunda hvalveiðar. Það væri svo sem eftir okkur að vera með þannig frekju.
Þá getur næsta ímynd orðið "mesta frekjudósin í samfélagi þjóðanna".
![]() |
Tapaði öllu á íslenskum bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2009 kl. 10:43 | Slóð | Facebook
12.4.2009 | 09:14
Líkt og synd
Leyfist þér að leys vind,
láta heyra hvað þú getur.
Leggst hún yfir líkt og synd
lyktin, kæri gamli Fretur.
![]() |
Bannað að leysa vind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 19:04
Ó mér stendur
Ó mér stendur, ó mér stendur -
stöðug ógn af þeirra syndum -
þvæ ég hreinar mínar hendur -
af Heimdalli öllum myndum.
![]() |
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 14:32
Efnahags- og nú náttúruhryðjuverkamenn?
Það væru mikil mistök í varnarbaráttu þjóðarinnar að hefja aftur hvalveiðar í dag.
Víða um heim er litið er á íslendinga sem "efnahagshryðjuverkamenn" og ættjarðarelskandi landar búsettir erlendis eru á kafi í PR sjálfboðavinnu við að reyna að koma vitinu fyrir fólk og útskýra muninn á íslendingum og útrásarvíkingum.
Sá ímyndaskaði sem hvalveiðar hefðu fyrir landið á þessari stundu er skelfilegur. Hvalveiðar eru einfaldlega náttúruhryðjuverk í augum mjög margra hvað sem vísindin og skynsemin segja.
Við höfum engin tök á að berjast og verjast á tveim vígstöðvum samtímis. Breytið hvalbátunum í skoðunarskip og hvalstöðinni í ferðamiðstöð.
Það væri vit í því!
![]() |
ESB gagnrýnir hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 11:15
Blekking
Það er sérkennileg hugsun að halda því fram að einhverjir einstaklingar eigi fjármagnið í efnahagskerfinu og geti ráðstafað því að eigin geðþótta. Fyrirtæki eru, eins og flestum ætti nú að vera ljóst eftir hamagang undanfarinna mánaða, yfirleitt fjármögnuð með lánum úr sameiginlegum sjóðum.
Þegar fyrirtæki notar peninga til að greiða dýrar máltíðir og eðalvín eða til að leigja skemmtisnekkjur og einkaþotur eða til að kaupa sér velvilja stjórnmálaflokka, er verið að bruðla með fé skattgreiðenda. Að koma hagnaði undan skatti á þennan hátt er siðlaust. Að leyfa fyrirtækjum í einkaeign að stuðla að uppbyggingu vissra stjórnmálaafla með því að koma hagnaði undan skatti er hættulegt lýðræðinu.
Því er gjarna haldið fram að heilbrigðisstarfsfólk sé að bruðla með fé skattgreiðenda þegar láglaunafólki sem þar vinnur er boðið í veislu einu sinni á ári. En það hefur þótt sjálfsagt að fyrirtæki í svokallaðri einkaeign bjóði viðskiptavinum sínum og starfsfólki uppá hverslags trakteringar á kostnað skattgreiðenda. Slíkt er óskiljanlegt. Það er nefnilega enginn munur á peningur skattgreiðenda og vangoldnum sköttum.
Fjármagnið í kerfinu er eins og súrefnið í líkamanum. Allar frumurnar þurfa á því að halda og eiga það sameiginlega, þó lungun hafi það hlutverk að anda því inn og rauðu blóðkornin beri það um líkamann. Einkaeign fjármagns er blekking.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook
4.4.2009 | 11:39
Vasaskipið
Gott dæmi um þá eiginleika svía að læra af mistökum sínum er safnið sem þeir byggðu yfir Vasaskipið, einn af stærstu bömmerum sænskrar verkfræðisögu. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að sænskir eru afar stoltir af sinni verkfræðisögu enda miklir frömuðir á því sviði.
Þegar skipið var í byggingu fékk sænski kóngurinn njósnir af því að óvinirnir væru að byggja sitt flaggskip og að það væri aðeins stærra en hans flaggsskip Vasa. Það þótti kóngi slæm tíðindi og skipaði sínum smiðum að stækka skipið.
En eina leiðin til þess var að hækka það.
Það kemur fram í gögnum að skipasmiðirnir sáu það í hendi sér að hlutföllin í skipinu myndu riðlast og að það gæti aldrei haldist á réttum kili. En enginn þorði að fara gegn kóngi svo skipið var hækkað um nokkra metra.
Þetta glæsilega skip ranna svo af stokkunum með fullri áhöfn en valt á hliðina og sökk með manni og mús einhverjum hundruð metrum frá landi í augsýn allra Stokkhólmsbúa. Svo lá það á sjávarbotni þar til tæknin leyfði að því yrði bjargað í land.
Skipið var endurbyggt að miklu leiti og yfir það reyst mikil bygging. Safnið er eitt af glæsilegri söfnum norðurlanda sem engin sem kemur til Stokkhólms ætti að láta fram hjá sér fara.
![]() |
Listaverk bankanna verði metin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2009 kl. 08:51 | Slóð | Facebook
3.4.2009 | 15:27
Við Hallgrímur Helgason sáum þetta allt fyrir
Blessuð veri bernskubrekin: Við Hallgrímur Helgason sáum fyrir allan þennan hrunadans kapítalismans og íslenska efnahagslífsins þegar á menntaskólaárunum. Á því Herrans ári 1978 birtist meðfylgjandi kviðlingur eftir undirritaðan með myndmáli Hallgríms í Benventum, skólablaði MH. Kviðlingurinn var saminn sem níð gegn byggingu "Seðlabanahússins" (lesist Seðlabankahússins) og spáir fyrir um upprisu og fall íslensku Útrásarvíkinganna. Sjálfur Nostradamus hefði ekki geta gert þetta betur (eða þannig:)
![]() |
SUS: Vilja Bandaríkjadal á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook
28.1.2009 | 09:43
Neikvæðar alhæfingar um Ísland
Ég ætla bara rétt að vona að ný ríkisstjórn dragi þetta hvalveiðileyfi til baka. Það er helst að maður trúi því að Einar K. hafi gert þetta til að hefna sín á Samfylkingunni? Það er ekki eins og við íslendingar erlendis höfum ekki nóg á okkar könnu við að reyna að verja heiður Íslands gagnvart fólki sem farið er að lýta íslendinga svipuðum augum og Sikileyjarbúa sem þurfa að lifa með þau ósköp að vera sífellt tengdir við Mafíuna. Raddir eins og að helvítis íslendingarnir settu þetta eða hitt stórfyrirtækið á hausinn eru að verða alltof algengar hér í Svíþjóð. Ég var síðast í gær að reyna að tala um fyrir manni sem vinnur með mér og var reiður vegna þess að dóttir hans hafði misst vinnuna hjá Sterling og það var auðvita "helvítis íslendingunum að kenna". Svona alhæfingar gagnvart íslendingum eru nýjar af nálinni hér í Svíþjóð. Það segir mér að ímynd landsins sé komin í botn hér þegar fólk gengur svona langt í alhæfingum. Svíar eru yfirleitt mjög seinir til slíkra alhæfinga.
![]() |
Hægt að draga hvalveiðileyfi til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2009 kl. 14:26 | Slóð | Facebook
5.1.2009 | 10:57
EFNISYFIRLIT
Þá eru jólin að renna sitt skeið og við tekur tímabil mikilla anna. Það verður því líklega nokkuð hlé á að tími gefist til að skrifa blogg. Þó mun ég halda áfram að lesa færslur bloggvina mér til sáluhjálpar.
En til að auðvelda áhugasömum að finna ólíkar færslur á þessu bloggi kemur hér EFNISYFIRLIT með tengingum við ólíkar færslur um ólík mál:
MENNING:
Íslensk Saga (frumsamin saga) & Leaf by Niggle eftir J.R.R. Tolkien: Þýðing
FJÖLSKYLDA OG VINIR:
Jólamyndir & Gamaldags myndablogg & Af hröfnum & Hugi flaug til Kína og Muni til Åre & Kveðið á þríhjóli & Jónas Helgason bóndi frá Gvendarstöðum í Kinn & Aurlandsættin á miðöldum - á Íslandi og hér heima & Kona – hvunndagshetja af mölinni! & KLUKKAÐUR
TRÚMÁL OG HEIMSPEKI:
Þegar alheimurinn opnaðist fyrir mér! & Heimska Platós - hugleiðing um sannleiksgildi listarinnar & Freud og eyðing lífsins & SiFi og fegurð &
Ateistisk pietism & Heiðin hreintrúarstefna - þýðing
HEILBRIGÐISMÁL:
Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta án lyfja & Heilbrigðisstarfsmenn í tóbaksvörnum &
Klíniskar tóbaksvarnir & Viltu hætta að reykja?
Hamingja og þversögn hamingjunnar - enn um fíkn & Er fíkla stimpillinn hindrun fyrir suma? & Hvetjandi samtal – að kunna eða fúska? & Samtal um fíkn & Lesbókin hafnar grein um samtal um fíkn?
Hvernig talar maður EKKI um fíkn: Pistill 1 & Að tala um fíkn - stimpilgildran: Pistill 2 & Að tala um ofdrykkju - ótímabærar áherslur og ásakanir: Pistill 3 & Samtal um fíkn - Pistill 4 & Að tala um fíkn - BREYTINGATAL: Pistill 5 & LÍFSGILDI - Samtal um fíkn : Pistill 6 & Áður en botninum er náð - Samtal um fíkn: Pistill 7
Kvíði pistill 1 & KVÍÐI pistill 2 & KVÍÐI pistill 3 & KVÍÐI pistill 4 & KVÍÐI pistill 5 & KVÍÐI & óvinir í umferðinni
SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 1 & SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 2
& SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 3
Alkóhólsími opnaður
Tvær hliðar málsins
Einsemd íslenskra karla í sænska sjónvarpinu & Emotional Isolation in Men and Women
Kynlífspistlar - pistill 1: Þurrt sáðlát & Kynlífspistlar - pistill 2: Getuleysi
PÓLITÍK OG EFNAHAGSMÁL:
Verðtrygging lágmarkslauna í hámarkslaunum & Að vera á móti en aðhyllast ekkert & Lágrétt flokksbandalög & Það þurfti eitthvað slæmt að koma til & Ísland rís úr öskustó & Að fólkið taki völdin af markaðinum & EFNAHAGSÁSTANDIÐ, SÁLFRÆÐIN OG FÍKNIN & Verða þeir kallaðir landráðamenn? & Peningar Íslendinga í útlöndum & endurkoma Norðurlanda & Er mitt litla sparifé í hættu? & Endurkoma Norðurlanda (leiðari í Dagens Nyheter í dag) & Eru eiginleikar sem skapa afreksfólk í íþróttum slæmir í viðskiptum? & Svartir sviðahausar & Innflytjendasnobb?
Fyrirtæki sukka með peninga skattgreiðenda (risna er líka peningar skattgreiðenda)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook
4.1.2009 | 11:33
Jólamyndir
Jólin voru gestkvæm hjá okkur hér í Uppsala. Á aðfangadagskvöld komu mæðgurnar Munira Hamed El Niel Daifalla og Jasmin dóttir hennar og gistu hjá okkur aðfaranótt jóladags. Osman eiginmaður Muniru var í Sudan og Hugi Ásgeirsson var í Kína og Tove dóttir Karinar (sem er jafn gömul Muna) var hjá pabba sínum. Þau voru því fjarri góðu gamni.
Hér eru æskuvinirnir Muni Ásgeirsson og Jasmin í jólaskapi.
Þó Munira Hamed El Niel Daifalla sé múslimi hefur hún sko ekkert á móti því að fá jólagjafir.
Karin Eriksson elskar jólahefðir, sérstaklega ef þær eiga uppruna sinn í Dalarna.
Muni Ásgeirsson sá um að matreiða kalkúninn og fékk góða dóma!
Á jóladag komu svo vinir okkar Valur Pálsson og Laura Stephenson (sem spila í Fílharmoníunni í Stokkhólmi) með krakkana sína sem heita Katla og Andri. Jökull Valsson rithöfundur eldri sonur Vals (mamma hans er Soffía Auður Birgisdóttir) kom líka með kærustuna sína hana Mollí sem er tónskáld frá USA. Þau gistu öll eina nótt. Á jóladag tókum við bara videomyndir og ég er svo mikill tækniauli að ég kann ekki ennþá að setja inn videoskot í bloggið.
Ég læt því fylgja með tvær myndir af Vali, Lauru og krökkunum þeirra sem tekin var á Íslandi........
..........síðast þegar þau heimsóttu okkur í sumarbústaðinn í Úthlíð.
OBS! Það er hægt að sjá myndirnar stærri með því að klikka á þær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2009 kl. 18:31 | Slóð | Facebook
3.1.2009 | 21:51
Fólkið taki völdin af markaðinum
Gleymum því ekki að eftir stjórnarslit koma kosningar og ný stjórn.
Hvað viljum við næst?
Ég vona að nú sé tíminn kominn til að pólitíkin = FÓLKIÐ taki aftur völdin af "markaðinum".
Nú er lag að koma fram með framsæknar nýjar hugmyndir um félagshyggju í samvinnu við duglega fyrirtækjakapítalista. Þörf er nýrra hugmynda eins og að skilgreina hámarkslaun sem ákveðið margfeldi lámarkslauna.
EN (og það er STÓRT EN) gleymum því aldrei að það eru hugsjónir félagshyggjunnar sem eiga að vera leiðarljósið í samstarfinu við kapítalistana. Ekki siðblinda og markaðstrú eins og verið hefur síðastliðin ár félagshyggjuöflunum til ævarandi skammar.
Frjálslyndir eru með góða stefnu í Kvótamálinu en sumir í þeim flokki eru dálítið spúkí í öðrum málum eins og innflytjendamálum. Það þarf að skoða betur:)
Lifi fjalldrapinn!
![]() |
Mótmælt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2009 kl. 09:45 | Slóð | Facebook
23.12.2008 | 20:42
Verðtrygging lágmarkslauna í hámarkslaunum
Það er út í hött að borga einni manneskju meira en eina miljón í mánaðarlaun meðan fólk er ráðið í vinnu uppá 250.000 eða minna á mánuði. Þetta eru leifar af markaðsfrjálshyggju í anda Friedmans sem er búin að keyra efnahagskerfið okkar í kaf. Því miður fékk sá fauskur Nóbelsverðlaun fyrir sínar keningar sem er og verður ævarandi skömm fyrir þau ágætu verðlaun.
Það á að setja í lög að enginn megi taka hærri laun en sem nemur vissu margfeldi lágmarkslauna. Persónulega held ég að enginn sé meira virði en sem nemur fjórföldu virði þess sem telst minnst verður. En það er nú bara mín skoðun.
Ef einhver hefur efasemdir um að það sé framkvæmanlegt að verðtryggja lágmarkslaun í hámarkslaunum þá er ég búinn að hugsa þetta út i ystu æsar, en læt vera að angra bloggheim með slíkum tæknilegum útfærslum þar til kastanna kemur:)
Gleðileg jól!
![]() |
Forstjóri Landsbankans lækkar í launum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook
22.12.2008 | 20:31
Gamaldags myndablogg
Hér er Hugi Hrafn Ásgeirsson eldri sonur minn í Kína 2008. Hann ætlar að búa þar í 1-2 ár og læra kínversku.
Hér eru þeir Hugi Hrafn Ásgeirsson og Muni Ásgeirsson ásamt mér og móður minni sem heitir Ólöf Ásgeirsdóttir. Myndin er tekin á 70 ára afmæli mömmu 2005.
Hér eru elstu bræðurnir í fjölskyldunni Helgason þeir Ásgeir R. Helgason og Valdimar Helgason, ár 2005.
Og svo hjónaleysurnar Ásgeir og Karin Eriksson í sjógallanum árið 2005
Birna systir (sem á heima í London) og fjölskylda (Tim var ekki heima) ásamt Muna og einhverjum vitleysing sem kom í heimsókn. Krakkarnir heita Kristján, Lilja og sú minnsta heitir Valdís. Árið er 2006.
Hér og ......
.....hér er hluti stórfjölskyldunnar í grillveislu Svarvaðardal ár 2006.
Ég og "minnsti" bróðir minn Kristján Orri Helgason alias Dilli sem er læknir í Edinborg. Árið er 2005.
My father Helgi Valdimarsson the caveman....(ár 2005)
.... og frænka mín hún Guðrún Diljá Agnarsdóttir bróður og Önnu Rúnar (ár 2005).
Gönguhópurinn Derrir í Svarvaðardal árið 2004
Þrjár kynslóðir Svarfdælinga á Rimum í Svarvaðardal sumarið 2004. From the left: Helgi Valdimarsson bóndi í Gröf, Hugi Hrafn Ásgeirsson, Ásgeir R. Helgason and Muni Ásgeirsson.
Volvo 1984 módel á hringferð um landið 2005 þá rétt rúmlega tvítugur. Hann er nú kominn í Fornbílaklúbbinn, ennþá í fullri notkun og still going strong.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2009 kl. 18:53 | Slóð | Facebook
24.11.2008 | 23:57
Að vera á móti en aðhyllast ekkert
Neikvætt atkvæði er hugmynd sem Agnar Helgason (litli bróðir minn) kom fram með fyrir nokkrum árum. Hugmyndin gengur útá það að gera lýðræðið virkara með því að gefa fólki þriðja valmöguleikann í kosningum þ.e. kjósa flokk, skila auðu , eða greiða atkvæði GEGN flokki.
Ég var á borgarafundinum í Háskólabíó í kvöld og ræddi við fjölda fólks eftir fundinn sem vildi kjósa sem fyrst en var algerlega ráðvillt í því hvað það vildi kjósa. Þá datt mér í hug þessi gamla hugmynd frá Agga bróður. Þú getur nefnilega verið afskaplega mikið á móti einhverju án þess að vera endilega sannfærður um hvað þú eiginlega aðhyllist. Neikvætt atkvæði myndi einfaldlega dragast beint frá atkvæðatölu viðkomandi flokks. Ég flyt hér með þessa tillögu fyrir hönd Agga.
Annars fannst mér hálfgerð skömm að því hvað ráðamenn fóru undan á flæmingi á fundinum þegar talið barst að auðmönnum. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að þeir sem eignuðust fasteignir fyrir loftpeninga séu látnir skila þeim aftur. Einhver leið hlýtur að vera til þess.
![]() |
Þetta er þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 13:13
Lágrétt flokksbandalög
Nú vaknar almenningur um allan heim. Bent er á setja þurfi lög og reglur um efnahagskerfið, koma böndum á kapítalismann.
Keðjubréf: Óheftri frjálshyggju má líkja við keðjubréf þar sem engar hömlur eru settar á það hve háar upphæðir þú sendir áfram til hóps einstaklinga í von um að fá til baka álíka upphæð frá þúsundum annarra keðjubréfaeigenda. Allir vita hvernig keðjubréf enda. Markaðurinn mettast og að lokum er engin eftir að senda bréfið áfram til, engin innistæða fyrir loforðunum. Það þurfti auðvita engan efnahagssnilling til að sjá það fyrir að þetta kerfi hlyti að hrynja eins og spilaborg, enda voru margir sem reyndu að vara við því, en fyrir daufum eyrum. Í flestum tilvikum var fólk einfaldlega þagað í hel eða gert að því grín. Það er því ljóst að við eigum mikinn mannauð í framsýnu fólki.
Næringarkerfi þjóðarlíkamans: Eins og áætlunarbúskapur sovétríkjanna er tími frjálshyggjunnar nú liðinn. Það er röng hugsun að halda því fram að einhverjir einstaklingar eigi fjármagnið í efnahagskerfinu og geti gert tilkall til að ráðstafa því að vild. Fjármagnið í kerfinu er eins og súrefnið í líkamanum. Allar frumurnar þurfa á því að halda og eiga það sameiginlega, þó lungun hafi það hlutverk að anda því inn og rauðu blóðkornin beri það um líkamann. Það er líka rangt að trúa því að hægt sé að ákveða fyrirfram hvað líkaminn þarf á morgun. Það fer alveg eftir því hvernig veröldin þróast.
Kapítalismi innan ramma sósíalisma: Forsendur gamla flokkaskipulagsins eru því að hluta til brostnar. Kapítalismi grundvallaður á fyrirtækjarekstri og verðmætasköpun, með hag starfsfólks og byggðarlags að leiðarljósi er og verður framtíð Íslands. Stöðugleiki verður best tryggður með því að ríki og sveitafélög eigi hluta í mikilvægum fyrirtækjum. Nægjanlega stóran hluta til að geta haft áhrif á mikilvæga stefnumótun. Jafnaðarstefna og fyrirtækjakapítalismi verða að fara saman og velferðakerfið er lykillinn að farsælli framtíð.
Stéttarbarátta og sameiginleg markmið: Auðvita verða alltaf árekstrar milli þeirra sem vilja aukin jöfnuð og hinna sem trúa á vissan ójöfnuð sem nauðsynlegan drifkraft í framþróun. En það er gott fólk í báðum liðum sem hefur það sameiginlega markmið að skapa samfélag þar sem allir hafa vel til hnífs og skeiðar og sem flestum líði sem best. Þetta fólk þarf nú að vinna saman yfir allar flokkslínur.
Lágrétt flokksbandalög: Opnum möguleika fyrir Ríkisstjórn fólks úr öllum flokkum. Ekki Þjóðstjórn í þeim skilningi að allir þingmenn allra flokka verði að styðja stjórnina. Það væri hættulegt, held ég. Stjórn án stjórnarandstöðu er slæmur kostur.Hinsvegar má athuga möguleika til að mynda stjórn einstaklinga úr öllum flokkum þvert á allar flokkslínur. Samstarf skinsamra einstaklinga sem ekki tengjast núverandi valdamönnum of sterkum böndum. Að fyrir liggi stjórnarsáttmáli fyrir kosningar með bindandi tillögum að lykil ráðherrum. Hin leiðin er að stofnaður verði nýr flokkur framsýns fólks úr öllum flokkum.
Með opnum huga: En hvaða leið sem verður valin er ljóst að skokka upp og þora að prófa nýjar hugmyndir. Verðtrygging lágmarkslauna í hámarkslaunum er ein slík hugmynd þ.e. að engin megi skammta sér hærri laun en sem nemur ákveðnu margfeldi lágmarkslauna? Viðræður um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu verða að vera með opnum huga. Það verður að vega til jafns efnahags hagsmuni, menningarverðmæti og sjálfstæði þjóðarinnar og leyfa svo þjóðinni að ákveða hvaða leið verður valin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fólk sem er fyrirfram ákveðið í að innganga í Evrópusambandið sé það eina rétta og hinir sem trúa því staðfastlega að innganga sé hættuleg sjálfstæði þjóðarinnar, slíkt fólk á ekki að hafa nein völd í nefndum sem gerir úttekt á málinu.
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.12.2008 kl. 11:17 | Slóð | Facebook
10.10.2008 | 11:49
Ísland rís úr öskustó
Ísland hefur alla burði til að vera áfram land með blómstrandi sjálfstæðan efnahag.
En til þess verðum við að klippa á naflastrenginn sem tengt hefur okkur við óheilbrigða móður sem nærist á vímuefnum og skyndibitafæði. Já, ég leyfi mér að líkja þeirri næringu sem hefur borist þjóðinni undanfarin ár gegnum fjármálanaflastrenginn við blóðgjöf mettaða af heróíni. Þegar klippt er á heróínneyslu koma þung fráhvarfeinkenni.
En það þarf engin að veltast í vafa um að það er betra til lengdar að lifa án þeirrar lífsblekkingar. Viðbrögð margra við þeim átökum sem nú eiga sér stað eru ekki ósvipuð því sem gerist í öðrum áföllum. Fólk verður fyrst handlama og vill ekki trúa því sem er að gerast. Svo kemur reiðin, sorgin og loks sáttin. Við sem lent höfum í erfiðum persónulegum áföllum þekkjum þetta ferli og vitum að þetta eru eðlileg viðbrögð. Við vitum einnig að sáttin við nýjar aðstæður kemur oft fyrr en mann grunar. Að tapa aleigunni er auðvita áfall, en það er hjákátlegt miðað við það að missa náin vin eða aðstandenda. Samt eru viðbrögðin nokkuð lík.
Látum ekki reiðina hlaupa með okkur í gönur. Nú gildir að hugsa sem svo: Það er staðreynd að búið er að klippa á þennan naflastreng. Afleiðingarnar eru fráhvarfseinkenni. En fráhvarfseinkennin líða hjá og við tekur nýtt og heilbrigðara líf fyrr en þig grunar.
![]() |
Danske Bank lokar á íslenskar millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 08:55
EFNAHAGSÁSTANDIÐ, SÁLFRÆÐIN OG FÍKNIN
Öll sveiflumst við upp og niður í geðbrigðum. Ímyndaðu þér geðbrigði á skalanum núll til hundrað. Núll er mesta mögulega þunglyndi og hundrað mesta mögulega gleði.
Stundum erum við glöð, á leiðinni upp og stundum erum við leið, á leiðinni niður. Flest sveiflumst við einhverstaðar á milli fjörutíu-sextíu, eða þar um bil.
Ímyndaðu þér að á skalanum núll til hundrað sé fimmtíu hafsflöturinn. Allt sem er fyrir neðan fimmtíu er undir hafsfletinum og allt sem er yfir fimmtíu er yfir hafsfletinum. Einstaklingur sem flýtur eins og korkur á hafsfletinum og sveiflast aldrei upp yfir hafsflötinn og aldrei niður undir yfirborðið, er skaplaus og flatur persónuleiki. Sem betur fer eru slíkir einstaklingar sjaldgæfir, ef þeir eru þá til?
Langt niðri í myrkri hafsdjúpsins er botninn, núll-strikið. Jafn hátt, fyrir ofan hafsflötinn í átt til Sólarinnar þar sem súrefnið þrýtur og sólargeislarnir verða hættulegir, er hundrað-strikið.
Ímyndaðu þér að þú sért festur með streng við körfu sem tengd er við loftbelg sem er fylltur með heitu lofti. Loftbelgurinn leitast við að draga körfuna og þig upp frá hafsfletinum, upp í háloftið.
Ímyndaðu þér að loftbelgurinn sé þakinn sólarrafhlöðum. Sólarrafhlöður virkja orku frá sólinni sem drífa hitablásara sem blæs heitu lofti inní loftbelginn.
Þegar sólin skín knýja sólarrafhlöðurnar hitablásarann og loftbelgurinn (og þú) lyftist upp frá hafsfletinum þegar heita loftið fyllir hann. Afgangs orka hleðst á rafgeyma.
En í öðrum spotta sem er bundinn við þig hangir þung sakka sem leitast við að draga þig aftur niður á við.
Þegar myrkrið leggst yfir eða ský byrgja sólarsýn gengur hitablásarinn fyrir orkunni sem geymd er í rafhlöðunni. En verði myrkrið langvinnt eða byrgi ský sólina of lengi eyðist orkan úr rafhlöðunum. Hitablásarinn stöðvast, loftið í belgnum kólnar og sakkan dregur þig niður að hafsfletinum. Verði myrkrið viðvarandi dregst þú enn neðar, undir yfirborð vatnsins. Karfan og belgurinn fljóta þó á vatnsfletinum. Þú andar og færð súrefni gegnum slöngur sem tengdar eru við loftbelginn á yfirborðinu. Þetta ástand er því ekki hættulegt nema þú sökkvir það djúpt að þungi vatnsins verði það mikill að þú eigir erfitt með að draga andann.
Þegar sólin brýst fram úr skýjunum að nýju fara sólarrafhlöðurnar að vinna og blásarinn blæs aftur heitu vatni í belginn sem lyftist upp frá vatnsfletinum. Þú skýst aftur upp á yfirborðið og svífur að lokum aftur yfir vatnsfletinum.
ÞUNGLYNDI
Verði myrkrið langvarandi, eða ef sólarrafhlöðurnar bila er hætt við að sjálf karfan dragist niður undir yfirborð vatnsins. Þegar þú sekkur of djúpt verður þrýstingurinn á lungun til þess að þú átt erfitt með andadrátt og farirðu of langt niður getur ástandið orðið hættulegt.
Þunglyndi byrjar að gera vart við sig þegar þú dregst of langt niður og ert þar of lengi. Þá þarf einhver að rétta þér hjálparhönd og draga þig upp úr djúpinu. Séu rafhlöðurnar bilaðar þarf að sjálfsögðu að gera við þær líka. Fagfólk á sviði sálfræðilegrar meðferðar er sérhæft í þesskonar björgunaraðgerðum og fagfólk á sviði geðlækninga er sérhæft í því að lagfæra rafhlöðurnar og hitablásarann. Oftast þarf hvorutveggja að koma til.
MANÍA
Það er ekki síður hættulegt að svífa of langt upp frá hafsfletinum, uppí hæðir ofar skýjum þar sem súrefnið er þunnt og geislar sólarinnar skaðlegir. Ef við höldum okkur við líkinguna um loftbelginn og sökkuna, getur slíkt gerst ef t.d. spottinn sem tengir þig við sökkuna slitnar eða er alltof langur. Þá þarf eitthvað að koma til sem dregur þig niður í hæðir þar sem skýin geta byrgt sólina, súrefnið er ekki eins þunnt og geislar sólarinnar ekki eins hættulegir. Á fræðimáli er slíkt ástand kallað manía.
JÁKVÆÐ OG NEIKVÆÐ STYRKING
Það sem við köllum sólargeisla í líkingunni um loftbelginn, er á máli sálfræðinnar kallað jákvæð styrking þ.e. svar sem við fáum við því sem gerum, gerir það að verkum að við viljum gera það aftur til að fá sama svar. Þetta hljómar kannski flókið en er í raun nauða einfalt. Tækum dæmi: Þú brosir og færð bros til baka frá þeim sem þú brostir til. Brosið sem þú færð til baka sem svar við þínu brosi, gerir þig glaðan. Það eykur því líkurnar á því að þú brosir í framtíðinni vegna þess að þér finnst svo gott að fá bros til baka.
Sértu hinsvegar þannig gerður að þér þyki slæmt að einhver brosi til þín, er líklegt að þú hættir að brosa til að forðast það að fá bros til baka. Þá tölum við um neikvæða styrkingu.
Það heitir sem sagt jákvæð styrking ef svarið við þínu atferli virkar jákvætt á þig og leiðir til þess að þú gerir sama hlut aftur til að fá sama svar. Neikvæð styrking heitir það hinsvegar ef svarið við þínu atferli virkar neikvætt á þig og dregur þar með úr líkunum á að þú endurtakir atferlið. Sami hlutur getur því verið jákvæður styrkir fyrir mig en neikvæður styrkir fyrir þig.
Jákvæð styrking er lykilatriði í sálfræðilegri meðferð við þunglyndi. Það er m.a. hlutverk sálfræðingsins að hjálpa þér til að átta þig á því hvað það er sem er jákvæð styrking fyrir þig.
En stundum getur jákvæð styrking leitt okkur í ógöngur. Það gerist t.d. þegar við notum ýmiskonar efni (t.d. ópíum, alkóhól, kókaín, nikótín eða heróín) sem valda tímabundinni vellíðan.
EFNAHAGSÁSTANDIÐ
Ef til vill má heimfæra þetta uppá efnahagsástandið í dag? Efnahagsmálin hafa um nokkra hríð stjórnast af jákvæðum styrkingum sem líkja má við heróín. Eins og gert er í meðferð heróínsjúklinga skiptir máli til að ná langvarandi bata eftir meðferð, að hjálpa viðkomandi að hitta nýjar heilbrigðar leiðir til jákvæðrar styrkingar. En eins og venja er með fólk sem lendir í svona stöðu virðist allt svart og vonlaust í byrjun. Koma þarf eitrinu úr kroppnum og takast á við erfiðleikatímabil fráhvarfseinkenna. Síðan reynir á að hjálpa viðkomandi að hitta nýjar heilbrigðar jákvæðar styrkingar. Þar er af nógu að taka á Íslandi í dag. Fullt af frábærum tækifærum á sviði menntamála, þorskeldi, hátækni, ferðamennsku og iðnaðar. Nú gildir að taka á fráhvarfinu og hefja nýtt og heilbrigðara líf.
Lifi fjalldrapinn!
![]() |
FME stýrir Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook
6.10.2008 | 15:49
Það þurfti eitthvað slæmt að koma til
Auðvita vissu allir að það var mikið loft í íslenska efnahagskerfinu sem engin leið var að setja fingurinn á vegna þess að alþjóðlegi peningamarkaðurinn er meira og minna reglulaust skrímsli sem flæðir eins og amaba í allar áttir. Skrímsli sem stjórnast af tveim prinsippum, græðgi og hræðslu.
Það þurfti einfaldlega eitthvað slæmt að koma til svo ráðamenn allra landa gætu sameiginlega tekið á málinu og komið eðlilegum böndum á markaðinn. Það er einmitt það sem allir eru að vinna í núna.
Að sjálfsögðu hefði mátt fara í þessa vinnu áður, en mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð að það er engin vilji til að taka sameiginlega á neinum málum fyrr en eitthvað alvarlegt gerist.
![]() |
Geir: Staðan mjög alvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.11.2008 kl. 13:26 | Slóð | Facebook
6.10.2008 | 11:02
Hugi flaug til Kína og Muni til Åre
Svona til að minna á að heimurinn heldur áfram að þenjast út og jörðin að snúast þrátt fyrir lætin í íslenska viðskiptalífinu langar mig til að segja ykkur frá því að hrafnarnir mínir tveir þeir Hugi og Muni fljúga víða þessa dagana.
Hugi Hrafn Ásgeirsson er í Kína þar sem hann ætlar að vera í eitt til tvö ár í Kínverskunámi. Hann bloggar um vist sína þar og bloggið má lesa HÉR
Meðfylgjandi mynd af Huga var tekin 2008 í Kína.
Muni Ásgeirsson er í menntaskóla í Åre í norður Svíþjóð en hér á myndinni er hann með Kristjáni frænda sínum í London (Muni Ásgeirsson er þessi stærri)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2008 kl. 19:23 | Slóð | Facebook
Við (ég og Jói frændi) stefnum að stjórn undir fána VG með öflum innan Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar sem hafa verið andvíg Frjálshyggjunni frá upphafi eða lært af mistökunum.
Við sjáum gjarna Íslandshreyfinguna með í slíku samstarfi EF (og það er STÓRT "EF") þau jarða frjálshyggjuna í landbúnaðarmálum sem var þeim svo mikið hjartans mál í síðustu kosningum.