Svartir sviðahausar

svidÉg var á þingi um aðhlynningu dauðvona sjúklinga fyrir allmörgum árum og á því þingi útskýrðu fulltrúar hvíta minnihlutans í þáverandi Suður-Afríku aðgreiningu hvítra og svartra á sjúkrastöðvum fyrir dauðvona með tilvísun í siði. Og viti menn, sem dæmi tóku þau upp þann ósið svartra að éta soðna brennda kindahausa. Þetta væri auðvita ekki bjóðandi hvítum mönnum.

Íslendingarnir sigu hægt niður í stólana og þögðu!


mbl.is Ingibjörg Sólrún átti fundi með ráðherrum á þriðja tug Afríkuríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ha, ha, ha.... góður þessi Ásgeir.

Ég fékk smá hland fyrir hjartað þegar ég sá fyrirsögnina.

 Hélt að þú værir að tapa þessari litlu glóru sem þú hefur þó þrátt fyrir allt:

Annars var ég að koma af fundi með áhugafólki um þróun Frjálshyggjunnar. Góður fundur, þú hefðir gott af því að koma á svona messur annað slagið:

Vilhelmina af Ugglas, 4.7.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já Villa mín,

margur heldur mig, sig (eða þig:).

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.7.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skrifaði þér á kommentakerfið við síðustu færslu!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað hefður þeir sagt ef við segðumst borða eistu af rollum.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.7.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og sjúga augu og eyru. namm namm 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, sinn er siður í hverju landi. Mig hefur alltaf langað að smakka súkkulaðihjúpaðar engisprettur sem ku vera hið mesta lostæti.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.7.2007 kl. 10:52

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Góður

Vilborg Valgarðsdóttir, 5.7.2007 kl. 15:27

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður er nú orðinn langeygur eftir meiri skáldskap og þýðingum.  Hvet þig til að gera meira af því. (Í tómri eigingirni náttúrlega) 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 01:57

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jón Steinar, það er ekki á hverjum degi sem ég fæ hvatningu frá listamanni á heimsmælikvarða að skrifa skáldsögur! Maður verður bara montinn enda stutt í Þingeyinginn:

Annars er ég á bullandi bólakafi í vísindaskrifum, svo skáldskapurinn og þýðingarnar liggja í frystikistunni um þessar mundir. Ég geri þó fastlega ráð fyrir að fá annað "kast" fyrr eða síðar.

Ég er að velta því fyrir mér hvert "Íslensk saga" muni þróast? Klæar svolítið í fingurna að halda áfram með þá þræði sem snúa að dulspeki, ævintýrum of SiFi en er ekki alveg viss um að ég ráði við það nema helga mig algerlega þessu verkefni um hríð, en það er nú varla mögulegt einmitt núna vegna skuldbindinga á vísindasviðinu.

Takk!

Ásgeir Rúnar Helgason, 6.7.2007 kl. 07:36

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú hefur áhuga á metafísikkinni þá bendi ég þér á að lesa Eckhart Tolle...Mátturinn í núinu og Ný Jörð.  Þar fann ég svo kristaltæra einföldun á lífsgaldrinum að öll mín heilabrot um trú, heimsspeki og mannlegt eðli öðluðust uppljómun og samhengi.  Það þarf jú að velta þessu svolítið fyrir sér og bera saman við annað en þarna er svosem ekkert nýtt á ferð.  Manni finnst maður vita þetta fyrirfram, en það er einmitt merki um að það sé vitrænt samhengi í framsetningunni.  Þetta var nýtt semsagt en augljós sannindi fyrir manns dýpri vitund, sem jú veit allt fyrir. Maður þarf bara að heyra það annarstaðar frá til staðfestingar.  Þætti gaman að heyra frá þér eftir þann lestur.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 13:47

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK,

takka fyrir ábendinguna.

Ég athuga í bókabúðum hér í Stokkhólmi, hvað þeir eiga til eftir Eckhart Tolle og tek hann með mér í sumarfrí til Lofoten í ágúst.

Ásgeir Rúnar Helgason, 7.7.2007 kl. 14:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband